Tónlist

Sísý Ey gefur út nýtt lag - ókeypis

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Sísý Ey Spilaði á Sónar-hátíðinni sem haldin var í Hörpu í febrúar.
Sísý Ey Spilaði á Sónar-hátíðinni sem haldin var í Hörpu í febrúar. Mynd/Brynjar Snær
Hljómsveitin Sísý Ey gefur út nýtt lag sem verður hægt að nálgast fyrst á vefsíðu Vísis á morgun.

Lagið ber heitið Restless og að laginu koma krakkarnir í Sísý Ey auk Unnsteins Manuels, í hljómsveitinni Retro Stefson.

Lagið er síðbúinn sumarsmellur að sögn Elísabetar Eyþórsdóttur, söngkonu í Sísý Ey.

„Við erum svo þakklát fyrir frábærar móttökur á fyrsta laginu okkar, Ain‘t got nobody, að við ætlum að gefa þetta lag, sem heitir Restless,“ segir Elísabet.

„Svo fylgja tvö ný lög í kjölfarið, þannig að það er mikið í gangi hjá okkur,“ segir Elísabet jafnframt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.