Kúbverskur saltfiskréttur Tómasar vakti lukku Ólöf Skaftadóttir skrifar 10. ágúst 2013 11:00 Birkir Blær, starfsmaður á Hótel Eddu að Laugum í Sælingsdal. Margir af fremstu tónlistarmönnum landsins hafa að undanförnu lagt leið sína á Hótel Eddu að Laugum í Sælingsdal og spilað fyrir gesti hótelsins og heimamenn. Segja má að hótelið hafi markað sér nokkra sérstöðu að þessu leyti og má upphafið rekja til þess að Tómas R. Einarsson, sem á rætur sínar að rekja til Dalasýslu, flutti verk sitt Streng í Gyllta salnum á hótelinu, en verkið tileinkar hann æskustöðvunum. Auk þess að spila koma tónlistarmennirnir gjarnan með uppáhalds uppskriftina sína sem matreiðslumaðurinn á hótelinu eldar. Tónleikagestir geta síðan gætt sér á herlegheitunum á meðan á tónleikunum stendur „Til dæmis bauð Tómas upp á kúbverskan saltfiskrétt sem vakti mikla lukku,“ segir Birkir Blær, starfsmaður á hótelinu. Auk Tómasar hafa listamennirnir Ellen Kristjánsdóttir, Eyþór Gunnarsson, Ife Tolentino og bræðurnir Óskar og Ómar Guðjónssynir leikið fyrir gesti hótelsins. Í þessari viku spiluðu Skúli Mennski og einnig komu Steindór Andersen og Kjartan Sveinsson úr Sigur Rós og kváðu rímur.Tómas R. Einarsson Tómas er kontrabassaleikari og tónskáld sem hefur ferðast víða um lönd og álfur, meðal annars til þess að flytja og semja tónlist. Hann hefur gefið út hátt á annan tug diska og hlotið fjölda viðurkenninga og lof gagnrýnenda fyrir.Hótelið er einnig eftirtektarvert fyrir þær sakir að stór hluti starfsfólksins er tónlistarfólk. Það kemur því fyrir að starfsmennirnir slá upp tónleikum eða stíga á stokk ásamt listamönnunum sem heimsækja hótelið. „Ætli þetta sé ekki menningarlegasta hótelið,“ segir Birkir Blær. „Mér finnst frekar skemmtileg pæling að reka hótel og manna stöður með tónlistarfólki. Það vekur alltaf lukku þegar starfsmaður sem er kannski nýbúinn að skúra gólfin vippar sér úr þjónagallanum, tekur upp t.d. harmonikku og flytur nokkur lög,“ segir Birkir Blær að lokum. Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Margir af fremstu tónlistarmönnum landsins hafa að undanförnu lagt leið sína á Hótel Eddu að Laugum í Sælingsdal og spilað fyrir gesti hótelsins og heimamenn. Segja má að hótelið hafi markað sér nokkra sérstöðu að þessu leyti og má upphafið rekja til þess að Tómas R. Einarsson, sem á rætur sínar að rekja til Dalasýslu, flutti verk sitt Streng í Gyllta salnum á hótelinu, en verkið tileinkar hann æskustöðvunum. Auk þess að spila koma tónlistarmennirnir gjarnan með uppáhalds uppskriftina sína sem matreiðslumaðurinn á hótelinu eldar. Tónleikagestir geta síðan gætt sér á herlegheitunum á meðan á tónleikunum stendur „Til dæmis bauð Tómas upp á kúbverskan saltfiskrétt sem vakti mikla lukku,“ segir Birkir Blær, starfsmaður á hótelinu. Auk Tómasar hafa listamennirnir Ellen Kristjánsdóttir, Eyþór Gunnarsson, Ife Tolentino og bræðurnir Óskar og Ómar Guðjónssynir leikið fyrir gesti hótelsins. Í þessari viku spiluðu Skúli Mennski og einnig komu Steindór Andersen og Kjartan Sveinsson úr Sigur Rós og kváðu rímur.Tómas R. Einarsson Tómas er kontrabassaleikari og tónskáld sem hefur ferðast víða um lönd og álfur, meðal annars til þess að flytja og semja tónlist. Hann hefur gefið út hátt á annan tug diska og hlotið fjölda viðurkenninga og lof gagnrýnenda fyrir.Hótelið er einnig eftirtektarvert fyrir þær sakir að stór hluti starfsfólksins er tónlistarfólk. Það kemur því fyrir að starfsmennirnir slá upp tónleikum eða stíga á stokk ásamt listamönnunum sem heimsækja hótelið. „Ætli þetta sé ekki menningarlegasta hótelið,“ segir Birkir Blær. „Mér finnst frekar skemmtileg pæling að reka hótel og manna stöður með tónlistarfólki. Það vekur alltaf lukku þegar starfsmaður sem er kannski nýbúinn að skúra gólfin vippar sér úr þjónagallanum, tekur upp t.d. harmonikku og flytur nokkur lög,“ segir Birkir Blær að lokum.
Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira