Hljómsveitin heitir eftir Kvöldgestum Jónasar Kristjana Arnarsdóttir skrifar 6. ágúst 2013 08:00 Jökull Jónsson stofnaði hljómsveitina The Evening Guests í fyrra. Nú hefur sveitin gefið út sína fyrstu stuttskífu en hún var fjármögnuð á vefsíðunni Kickstarter.com. „Sveitina langar mjög að sjá Ísland og við höfum í hyggju að koma þegar við höfum efni á að fljúga öll til landsins,“ segir Jökull Ernir Jónsson, forsprakki hljómsveitarinnar The Evening Guests. Jökull Ernir flutti til Los Angeles fyrir um ári síðan og hóf tónlistarferil sinn sem trúbador. Þegar hann var orðinn leiður á því að spila einn, setti hann saman hljómsveit sem hann skírði í höfuðið á útvarpsþætti afa síns. „Daginn sem afi minn, útvarpsmaðurinn Jónas Jónasson, lést samdi ég lag sem fékk titillinn The Evening Guests. Þegar ég var hættur að spila sem trúbador ákvað ég að setja saman band og vorum við beðnir um að spila með tveggja daga fyrirvara. Ég ákvað því að gefa bandinu nafnið The Evening Guests, en það var fyrsta nafnið sem mér datt í hug.“ Jónas Jónasson var einn ástsælasti útvarpsmaður þjóðarinnar en hann stýrði hinum vinsælu Kvöldgestum á Rás 1 í um þrjá áratugi. Jökull Ernir og liðsmenn hljómsveitarinnar gáfu nýverið út stuttskífuna Not in Kansas Anymore en þeir fjármögnuðu hana á vefsíðunni Kickstarter.com. Þar getur fólk alls staðar að úr heiminum lagt til fjármagn í hin ýmsu verkefni og tók það liðsmenn hljómsveitarinnar einungis tvær vikur að safna fyrir útgáfu stuttskífunnar. Jökull segir tónlistina vera sambland af írskri þjóðlagatónlist og indírokki en hann sér sjálfur um það að semja lögin. „Við höfum fengið gríðarlega góðar undirtektir og áhorfendur eru meira að segja farnir að syngja með lögunum okkar.“ Stuttskífa hljómsveitarinnar er fáanleg á iTunes, Amazon, gogoyoko og á Spotify. Einnig er hægt að hlusta á plötuna hér. Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Sveitina langar mjög að sjá Ísland og við höfum í hyggju að koma þegar við höfum efni á að fljúga öll til landsins,“ segir Jökull Ernir Jónsson, forsprakki hljómsveitarinnar The Evening Guests. Jökull Ernir flutti til Los Angeles fyrir um ári síðan og hóf tónlistarferil sinn sem trúbador. Þegar hann var orðinn leiður á því að spila einn, setti hann saman hljómsveit sem hann skírði í höfuðið á útvarpsþætti afa síns. „Daginn sem afi minn, útvarpsmaðurinn Jónas Jónasson, lést samdi ég lag sem fékk titillinn The Evening Guests. Þegar ég var hættur að spila sem trúbador ákvað ég að setja saman band og vorum við beðnir um að spila með tveggja daga fyrirvara. Ég ákvað því að gefa bandinu nafnið The Evening Guests, en það var fyrsta nafnið sem mér datt í hug.“ Jónas Jónasson var einn ástsælasti útvarpsmaður þjóðarinnar en hann stýrði hinum vinsælu Kvöldgestum á Rás 1 í um þrjá áratugi. Jökull Ernir og liðsmenn hljómsveitarinnar gáfu nýverið út stuttskífuna Not in Kansas Anymore en þeir fjármögnuðu hana á vefsíðunni Kickstarter.com. Þar getur fólk alls staðar að úr heiminum lagt til fjármagn í hin ýmsu verkefni og tók það liðsmenn hljómsveitarinnar einungis tvær vikur að safna fyrir útgáfu stuttskífunnar. Jökull segir tónlistina vera sambland af írskri þjóðlagatónlist og indírokki en hann sér sjálfur um það að semja lögin. „Við höfum fengið gríðarlega góðar undirtektir og áhorfendur eru meira að segja farnir að syngja með lögunum okkar.“ Stuttskífa hljómsveitarinnar er fáanleg á iTunes, Amazon, gogoyoko og á Spotify. Einnig er hægt að hlusta á plötuna hér.
Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira