Linda Björg: Hef meiri tíma til að sinna Scintilla Sara McMahon skrifar 3. ágúst 2013 08:00 Linda Björg Árnadóttir lætur af störfum fagstjóra fatahönnunardeildar LHÍ og tekur við stöðu aðjúnkts samhliða því að vinna að merki sínu, Scintilla. fréttablaðið/vilhelm „Það voru auglýstar nýjar stöður við Listaháskólann í vor og ég var ráðin inn sem lektor. Það er sjötíu prósent starf og ég hef því meiri tíma til að sinna Scintilla,“ segir Linda Björg Árnadóttir. Hún hefur látið af störfum fagstjóra fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands og hyggst eyða meiri tíma í uppbyggingu hönnunarmerkis síns, Scintilla, samhliða kennslu. „Það tekur mörg ár að byggja upp fyrirtæki sem þetta og núna er margt um að vera hjá okkur. Starfsmennirnir eru orðnir fjórir og við höfum verið að þróa nýjar vörutegundir á borð við textíl-línu fyrir hótel, handklæðalínu úr lífrænni bómull, töskulínu og bætt við náttfatalínuna okkar.“ „Við gerðum líka línu fyrir Bláa lónið sem kemur brátt úr framleiðslu og svo eru fleiri spennandi samvinnuverkefni í bígerð á næstunni,“ bætir hún við. Linda Björg hefur verið fagstjóri fatahönnunardeildar frá stofnun Listaháskólans árið 2000 en Katrín María Káradóttir, fatahönnuður hjá Ella og fyrrum aðjúnkt við deildina, tekur við stöðunni í haust. Aðspurð segir Linda Björg að henni þyki ekki erfitt að láta af starfi fagstjóra. „Nú hef ég tækifæri til að sinna rannsóknum og hef tíma til að styrkja enn frekar tengslin milli deildarinnar og atvinnulífsins. Það skiptir mig miklu máli að sýna og sanna að fatahönnun sé góð fjárfesting og verðmætaskapandi,“ segir hún að lokum.Fallegar vörur frá Scintilla.Áhrif frá íslenskri náttúru Scintilla er hönnunarfyrirtæki sem hannar heimilistextíl-línu með áherslu á grafík, munstur og áferðir. Munstrin eru í mörgum tilfellum innblásin úr náttúru Íslands. Í heimilislínu Scintilla eru meðal annars rúmföt, dúkar, handklæði, teppi og náttföt, svo fátt eitt sé nefnt. Mikil áhersla er lögð á markaðssetningu í Bandaríkjunum, Þýskalandi og Bretlandi. Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
„Það voru auglýstar nýjar stöður við Listaháskólann í vor og ég var ráðin inn sem lektor. Það er sjötíu prósent starf og ég hef því meiri tíma til að sinna Scintilla,“ segir Linda Björg Árnadóttir. Hún hefur látið af störfum fagstjóra fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands og hyggst eyða meiri tíma í uppbyggingu hönnunarmerkis síns, Scintilla, samhliða kennslu. „Það tekur mörg ár að byggja upp fyrirtæki sem þetta og núna er margt um að vera hjá okkur. Starfsmennirnir eru orðnir fjórir og við höfum verið að þróa nýjar vörutegundir á borð við textíl-línu fyrir hótel, handklæðalínu úr lífrænni bómull, töskulínu og bætt við náttfatalínuna okkar.“ „Við gerðum líka línu fyrir Bláa lónið sem kemur brátt úr framleiðslu og svo eru fleiri spennandi samvinnuverkefni í bígerð á næstunni,“ bætir hún við. Linda Björg hefur verið fagstjóri fatahönnunardeildar frá stofnun Listaháskólans árið 2000 en Katrín María Káradóttir, fatahönnuður hjá Ella og fyrrum aðjúnkt við deildina, tekur við stöðunni í haust. Aðspurð segir Linda Björg að henni þyki ekki erfitt að láta af starfi fagstjóra. „Nú hef ég tækifæri til að sinna rannsóknum og hef tíma til að styrkja enn frekar tengslin milli deildarinnar og atvinnulífsins. Það skiptir mig miklu máli að sýna og sanna að fatahönnun sé góð fjárfesting og verðmætaskapandi,“ segir hún að lokum.Fallegar vörur frá Scintilla.Áhrif frá íslenskri náttúru Scintilla er hönnunarfyrirtæki sem hannar heimilistextíl-línu með áherslu á grafík, munstur og áferðir. Munstrin eru í mörgum tilfellum innblásin úr náttúru Íslands. Í heimilislínu Scintilla eru meðal annars rúmföt, dúkar, handklæði, teppi og náttföt, svo fátt eitt sé nefnt. Mikil áhersla er lögð á markaðssetningu í Bandaríkjunum, Þýskalandi og Bretlandi.
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira