Uns hún sannar sig Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar 31. júlí 2013 06:00 Hún greip fram í fyrir kynninum, mótmælti og hló ekki að bröndurunum hans. Hún sló hann út af laginu og hálfpartinn gerði lítið úr innleggjum hans. Var í það minnsta mjög ósammála. Ég sat í áhorfendaskaranum og hugsaði hneyksluð: „Ógeðslega er hún góð með sig!“ Konan sem vakti þessi viðbrögð mín er frábær rithöfundur sem hefur náð langt. Og í miðri hugsun laust annarri í huga mér. Hvað ef þetta hefði verið karlmaður? Mér finnst raunar alltaf ljótt að grípa fram í og ég held því alls ekki fram að það sé siður karlmanna. Ég er bara ekki viss um að ég hefði tekið eftir neinu athugaverðu ef rithöfundurinn hefði verið karlkyns. En þarna sat ég og dæmdi kynsystur mína fyrir að standa á skoðunum sínum. Og skammaðist mín ofan í tær. Ég er flinkari að „photoshoppa“ en flestir karlkyns vinir mínir. Ég er líka með tölvumál og tækni betur á hreinu en velflestir þeirra. Engin ástæða er til að metast um það, en ef aldrei á reynir munu allir gera ráð fyrir að því sé öfugt farið. Jafnvel ég. „Saklaus uns sekt er sönnuð“ er gjarnan sagt í lagaumhverfinu. Í samfélaginu virðist gilda á sambærilegan hátt að strákurinn sé klárari uns stelpan sannar sig. Í gegnum skólagönguna sat ég gjarnan á mér þegar kennarar báðu strákana um aðstoð með „tölvuvesen“. Stundum gátu þeir hjálpað, stundum ekki. Ég vissi oft nákvæmlega hvað var að. Svo fór ég að efast. Kennarinn hringdi nefnilega frekar í „tölvukarlinn“ en að spyrja hvort einhver stelpa gæti hjálpað. Og með tímanum fara stelpurnar að gera það sjálfar. Þetta síast inn. Stelpur geta alveg lært að forrita, setja upp internet og heimasíður. Margar kunna það meira að segja vel. Þær eru bara aldrei beðnar um það. Og stelpur grípa ekki fram í, þær mótmæla ekki og þær hlæja að bröndurum strákanna. Þannig er það og það er viðurkennt. Mér líður meira að segja illa yfir að skrifa um þetta, af ótta við að einhver hugsi: „ógeðslega er hún góð með sig.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þórlaug Óskarsdóttir Mest lesið Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Jón Páll Hreinsson Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun
Hún greip fram í fyrir kynninum, mótmælti og hló ekki að bröndurunum hans. Hún sló hann út af laginu og hálfpartinn gerði lítið úr innleggjum hans. Var í það minnsta mjög ósammála. Ég sat í áhorfendaskaranum og hugsaði hneyksluð: „Ógeðslega er hún góð með sig!“ Konan sem vakti þessi viðbrögð mín er frábær rithöfundur sem hefur náð langt. Og í miðri hugsun laust annarri í huga mér. Hvað ef þetta hefði verið karlmaður? Mér finnst raunar alltaf ljótt að grípa fram í og ég held því alls ekki fram að það sé siður karlmanna. Ég er bara ekki viss um að ég hefði tekið eftir neinu athugaverðu ef rithöfundurinn hefði verið karlkyns. En þarna sat ég og dæmdi kynsystur mína fyrir að standa á skoðunum sínum. Og skammaðist mín ofan í tær. Ég er flinkari að „photoshoppa“ en flestir karlkyns vinir mínir. Ég er líka með tölvumál og tækni betur á hreinu en velflestir þeirra. Engin ástæða er til að metast um það, en ef aldrei á reynir munu allir gera ráð fyrir að því sé öfugt farið. Jafnvel ég. „Saklaus uns sekt er sönnuð“ er gjarnan sagt í lagaumhverfinu. Í samfélaginu virðist gilda á sambærilegan hátt að strákurinn sé klárari uns stelpan sannar sig. Í gegnum skólagönguna sat ég gjarnan á mér þegar kennarar báðu strákana um aðstoð með „tölvuvesen“. Stundum gátu þeir hjálpað, stundum ekki. Ég vissi oft nákvæmlega hvað var að. Svo fór ég að efast. Kennarinn hringdi nefnilega frekar í „tölvukarlinn“ en að spyrja hvort einhver stelpa gæti hjálpað. Og með tímanum fara stelpurnar að gera það sjálfar. Þetta síast inn. Stelpur geta alveg lært að forrita, setja upp internet og heimasíður. Margar kunna það meira að segja vel. Þær eru bara aldrei beðnar um það. Og stelpur grípa ekki fram í, þær mótmæla ekki og þær hlæja að bröndurum strákanna. Þannig er það og það er viðurkennt. Mér líður meira að segja illa yfir að skrifa um þetta, af ótta við að einhver hugsi: „ógeðslega er hún góð með sig.“
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun