Hjól atvinnufíflsins Guðmundur Andri Thorsson skrifar 29. júlí 2013 06:00 Formaður Fjárlaganefndar, Vigdís Hauksdóttir, sagði yfirvofandi lækkun á lánshæfismati Íslands hjá matsfyrirtækinu Standard og Poor‘s vera „íhlutun í íslensk innanríkismál“. Það er vissulega sjónarmið. Og vera má að útlendingar hafi upp til hópa ekkert vit á efnahagsmálum. Eða þannig. En þá er á það að líta að matsfyrirtæki hafa ekki fyrst og fremst skyldur við ríkisstjórn Íslands þegar þau opinbera mat sitt – þau þurfa ekki einu sinni að hafa rétt fyrir sér. Þetta er einfaldlega vitnisburður um það orðspor sem fer af tilteknum aðgerðum stjórnvalda, trúverðugleika þeirra og líkindum á því að þær eigi eftir að reynast vel. Áhættan sem fylgir því að lána viðkomandi ríki er metin. Þetta er mat á horfum, sem talið er að hafi versnað við það að til valda er komin ríkisstjórn sem lofað hefur endurvekja árið 2007 – án þess að ljóst sé hvernig eigi að fara að því með lágt gengi krónunnar og nánast fullvirkjað land. Kannski með hvalveiðum?Árið eina En 2007 á hvað sem það kostar að koma aftur með öllum sínum undursamlegu pallbílum, kennitölugaldri og landvinningum. Það var árið sem var svo óraunhæft að það var eiginlega ekki til; árið sem þýskir bankar neyddust um síðir til að afskrifa, um leið og önnur ríki hlupu undir bagga með Íslendingum þannig að hægt væri að greiða laun, hafa opnar búðir, nota kreditkort og svo framvegis. Þetta var árið þegar gengi íslensku krónunnar var í slíkum hæðum að Íslendingar fóru um lönd eins og lávarðar heimsins. Árið þegar Íbúðalánasjóður fjármagnaði tugi tómra blokka sem risu um allt land handa álfum að búa í, á vegum eignarhaldsfélaga sem álfar stýrðu. Og er þá fátt eitt talið af furðum þessa árs sem var eins og út úr suðuramerískri töfraraunsæisskáldsögu. Flokkarnir sem bjuggu til þetta ár komust til valda til að búa það til aftur, og þá renna sem sé tvær grímur á matsfyrirtækin sem eiga að segja til um það hvort óhætt sé að lána slíku ríki peninga. Auðvitað er slíkt mat „íhlutun í innanríkismál“, rétt eins og öll samskipti manna á milli sem ná yfir landamæri. Það hljómar bara eitthvað svo norðurkóreskt að tala svona. Reyndar hefur það verið svo um alllangt skeið, að efnahagskerfi heimsins er allt meira og minna tengt; það kemur öðrum þjóðum við hvernig einu ríki er stjórnað – eins og evrópskar þjóðir máttu reyna þegar hér varð Hrun. En svona tala þau sem stjórna landinu; reyna að gera okkur öll að liði; snúa öllu upp í hópefli, gott ef ekki þorskastríð: „ Látum engan yfir okkur ráða“. Það verður nánast dyggð í sjálfu sér að margir séu ósammála manni og maður sé nokkurn veginn einn um sína skoðun. Bjartur í Sumarhúsum er hin mikla fyrirmynd. En Bjartur lifði í lygi. Hann drap kúna sína, þrælkaði út börnunum sínum og flæmdi þau frá sér og drap frá sér tvær eiginkonur með heimskuna eina að vopni. Því að Bjartur í Sumarhúsum var fyrst og fremst heimskur maður. Hann var á valdi einnar yfirgengilega vitlausrar ranghugmyndar sem eyðilagði líf hans og allra í kringum hann. Í guðs almáttugs bænum, Framsóknarmenn: Farið nú að lesa Sjálfstætt fólk. Hugmyndir eru góðar eða slæmar, rangar eða réttar, sumpart eða alveg – en slíkt hefur ekkert með þjóðerni að gera. Það getur ekki verið spurning um þjóðarstolt að hafa skringilega stefnu í efnahagsmálum.Myrkir í athugasemdum Stundum geta „virkir í athugasemdum“ orðið býsna „myrkir í athugasemdum“ eins og dæmin sanna. Þegar ég var í gær í hálfgerðu netmóki að gjóa augum á einn slíkan þráð mislas ég athugasemd frá stuðningsmanni ríkisstjórnarinnar; sýndist hann boða að nú skyldi „komið í gang hjólum atvinnufíflsins“. Atvinnufíflið. Óneitanlega nokkuð kunnugleg skepna. Það er skepnan sú arna sem reisti allar blokkirnar, greiddi sér arð úr gjaldþrota félögum; gat ekki farið út í búð án þess að láta eignarhaldsfélag með fyndnu nafni borga – og fara á hausinn – hljóp hlæjandi frá skuldum sínum. Atvinnufíflið býr ekki til atvinnu heldur fíflar atvinnuvegina, skapar engin verðmæti en skáldar peninga á pappír. Atvinnufíflið er komið á hjólið með fimmhundruðustu kennitöluna, og farið að gíra sig upp. Við heyrum það langar leiðir: brumm brumm. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun
Formaður Fjárlaganefndar, Vigdís Hauksdóttir, sagði yfirvofandi lækkun á lánshæfismati Íslands hjá matsfyrirtækinu Standard og Poor‘s vera „íhlutun í íslensk innanríkismál“. Það er vissulega sjónarmið. Og vera má að útlendingar hafi upp til hópa ekkert vit á efnahagsmálum. Eða þannig. En þá er á það að líta að matsfyrirtæki hafa ekki fyrst og fremst skyldur við ríkisstjórn Íslands þegar þau opinbera mat sitt – þau þurfa ekki einu sinni að hafa rétt fyrir sér. Þetta er einfaldlega vitnisburður um það orðspor sem fer af tilteknum aðgerðum stjórnvalda, trúverðugleika þeirra og líkindum á því að þær eigi eftir að reynast vel. Áhættan sem fylgir því að lána viðkomandi ríki er metin. Þetta er mat á horfum, sem talið er að hafi versnað við það að til valda er komin ríkisstjórn sem lofað hefur endurvekja árið 2007 – án þess að ljóst sé hvernig eigi að fara að því með lágt gengi krónunnar og nánast fullvirkjað land. Kannski með hvalveiðum?Árið eina En 2007 á hvað sem það kostar að koma aftur með öllum sínum undursamlegu pallbílum, kennitölugaldri og landvinningum. Það var árið sem var svo óraunhæft að það var eiginlega ekki til; árið sem þýskir bankar neyddust um síðir til að afskrifa, um leið og önnur ríki hlupu undir bagga með Íslendingum þannig að hægt væri að greiða laun, hafa opnar búðir, nota kreditkort og svo framvegis. Þetta var árið þegar gengi íslensku krónunnar var í slíkum hæðum að Íslendingar fóru um lönd eins og lávarðar heimsins. Árið þegar Íbúðalánasjóður fjármagnaði tugi tómra blokka sem risu um allt land handa álfum að búa í, á vegum eignarhaldsfélaga sem álfar stýrðu. Og er þá fátt eitt talið af furðum þessa árs sem var eins og út úr suðuramerískri töfraraunsæisskáldsögu. Flokkarnir sem bjuggu til þetta ár komust til valda til að búa það til aftur, og þá renna sem sé tvær grímur á matsfyrirtækin sem eiga að segja til um það hvort óhætt sé að lána slíku ríki peninga. Auðvitað er slíkt mat „íhlutun í innanríkismál“, rétt eins og öll samskipti manna á milli sem ná yfir landamæri. Það hljómar bara eitthvað svo norðurkóreskt að tala svona. Reyndar hefur það verið svo um alllangt skeið, að efnahagskerfi heimsins er allt meira og minna tengt; það kemur öðrum þjóðum við hvernig einu ríki er stjórnað – eins og evrópskar þjóðir máttu reyna þegar hér varð Hrun. En svona tala þau sem stjórna landinu; reyna að gera okkur öll að liði; snúa öllu upp í hópefli, gott ef ekki þorskastríð: „ Látum engan yfir okkur ráða“. Það verður nánast dyggð í sjálfu sér að margir séu ósammála manni og maður sé nokkurn veginn einn um sína skoðun. Bjartur í Sumarhúsum er hin mikla fyrirmynd. En Bjartur lifði í lygi. Hann drap kúna sína, þrælkaði út börnunum sínum og flæmdi þau frá sér og drap frá sér tvær eiginkonur með heimskuna eina að vopni. Því að Bjartur í Sumarhúsum var fyrst og fremst heimskur maður. Hann var á valdi einnar yfirgengilega vitlausrar ranghugmyndar sem eyðilagði líf hans og allra í kringum hann. Í guðs almáttugs bænum, Framsóknarmenn: Farið nú að lesa Sjálfstætt fólk. Hugmyndir eru góðar eða slæmar, rangar eða réttar, sumpart eða alveg – en slíkt hefur ekkert með þjóðerni að gera. Það getur ekki verið spurning um þjóðarstolt að hafa skringilega stefnu í efnahagsmálum.Myrkir í athugasemdum Stundum geta „virkir í athugasemdum“ orðið býsna „myrkir í athugasemdum“ eins og dæmin sanna. Þegar ég var í gær í hálfgerðu netmóki að gjóa augum á einn slíkan þráð mislas ég athugasemd frá stuðningsmanni ríkisstjórnarinnar; sýndist hann boða að nú skyldi „komið í gang hjólum atvinnufíflsins“. Atvinnufíflið. Óneitanlega nokkuð kunnugleg skepna. Það er skepnan sú arna sem reisti allar blokkirnar, greiddi sér arð úr gjaldþrota félögum; gat ekki farið út í búð án þess að láta eignarhaldsfélag með fyndnu nafni borga – og fara á hausinn – hljóp hlæjandi frá skuldum sínum. Atvinnufíflið býr ekki til atvinnu heldur fíflar atvinnuvegina, skapar engin verðmæti en skáldar peninga á pappír. Atvinnufíflið er komið á hjólið með fimmhundruðustu kennitöluna, og farið að gíra sig upp. Við heyrum það langar leiðir: brumm brumm.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun