Verum virk í athugasemdum Mikael Torfason skrifar 27. júlí 2013 00:00 Fjölmiðlar eru nú að ganga í gegnum gríðarlegar breytingar með tilkomu netsins. Það var reyndar til staðar fyrir tuttugu árum en það er fyrst núna sem fólk er farið að velta því fyrir sér hvaða þýðingu sú mikla bylting hafði og hefur í för með sér. Það heyrir til undantekninga að einhver sé ekki nettengdur. Samt eru öll lykilhugtök í lausu lofti. Við erum enn að fóta okkur í þessu breytta umhverfi. Flestir Íslendingar eru á Facebook þar sem fólk getur tjáð sig um allt milli himins og jarðar og svo tekið þátt í umræðum á vefsvæðum fjölmiðla. Um tíma fór slík umræða fram nafnlaust. Þar með var ábyrgð óljós og má fullyrða að það olli allri umræðu á Íslandi tjóni sem erfitt er að meta. Í dag tjá sig nær allir undir eigin nafni í slíkum umræðum en engu að síður verður umræðan oft óvægin og rætin, jafnvel ærumeiðandi. Furðu margir virðast ekki enn gera sér grein fyrir því að netið er opinber vettvangur og jafnvel persónuleg Facebook-síða getur ekki talist vera friðhelg líkt og einkalíf er almennt. Hún verður að flokkast sem opinber vettvangur. Fjölmargir sem hafa ýmislegt mikilvægt fram að færa veigra sér við að taka þátt í umræðu á netinu. Nýtt hugtak hefur orðið til vegna umræðna á netinu og það er að vera „virkur í athugasemdum“. Er þar átt við fólk sem tjáir sig af ábyrgðarleysi í athugasemdakerfum; með gífuryrðum og jafnvel meiðandi ummælum. Þetta er miður því öll ættum við að vera virk í athugasemdum. Hér á árum áður var allur „óæskilegur“ málflutningur hreinsaður út af ritstjórnum því eina leiðin til að koma skoðun sinni á framfæri opinberlega var að senda grein inn til gömlu áskriftarblaðanna. Nú eru hins vegar engar girðingar og leikur einn að segja hvað sem er um hvern sem er á netinu, tjá sig um efni frétta og að þessi eða hinn sé svona og hinsegin. Þetta er stór þáttur í hinu gerbreytta landslagi allrar fjölmiðlunar. Hjá því verður ekki litið að margir þeir sem vilja tjá sig gera það af fullkomnu hömluleysi, þeir kaffæra umræðu og drepa málum á dreif af fullkomnu virðingarleysi fyrir rökum annarra. Meira ber á því að fólk móðgist sé því leitt fyrir sjónir að það hafi á röngu að standa en að bóli á þakklæti. Fólk á að veita sér þann rétt að geta skipt um skoðun. Að ógleymdu hinu fornkveðna: Mæl þarft eða þegi. Hér er ekki hvatt til þess að gripið verði í taumana með boðum og bönnum en þó má benda á að það gilda lög í landinu. Meiðyrði varða við hegningarlög. Grundvallaratriði í lýðræðissamfélagi hlýtur að vera að borgararnir taki þátt í umræðum sem skapast um fréttir og mikilvæg málefni samfélagsins. Jafnvel má segja að það sé siðferðileg skylda hvers og eins að liggja ekki á skoðunum sínum sem ormur á gulli, að ekki sé talað um þá sem búa yfir mikilvægri vitneskju og menntun. Vont er ef slíkir hafa sér það til gildrar afsökunar að vilja ekki teljast „virkir í athugasemdum“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Fjölmiðlar eru nú að ganga í gegnum gríðarlegar breytingar með tilkomu netsins. Það var reyndar til staðar fyrir tuttugu árum en það er fyrst núna sem fólk er farið að velta því fyrir sér hvaða þýðingu sú mikla bylting hafði og hefur í för með sér. Það heyrir til undantekninga að einhver sé ekki nettengdur. Samt eru öll lykilhugtök í lausu lofti. Við erum enn að fóta okkur í þessu breytta umhverfi. Flestir Íslendingar eru á Facebook þar sem fólk getur tjáð sig um allt milli himins og jarðar og svo tekið þátt í umræðum á vefsvæðum fjölmiðla. Um tíma fór slík umræða fram nafnlaust. Þar með var ábyrgð óljós og má fullyrða að það olli allri umræðu á Íslandi tjóni sem erfitt er að meta. Í dag tjá sig nær allir undir eigin nafni í slíkum umræðum en engu að síður verður umræðan oft óvægin og rætin, jafnvel ærumeiðandi. Furðu margir virðast ekki enn gera sér grein fyrir því að netið er opinber vettvangur og jafnvel persónuleg Facebook-síða getur ekki talist vera friðhelg líkt og einkalíf er almennt. Hún verður að flokkast sem opinber vettvangur. Fjölmargir sem hafa ýmislegt mikilvægt fram að færa veigra sér við að taka þátt í umræðu á netinu. Nýtt hugtak hefur orðið til vegna umræðna á netinu og það er að vera „virkur í athugasemdum“. Er þar átt við fólk sem tjáir sig af ábyrgðarleysi í athugasemdakerfum; með gífuryrðum og jafnvel meiðandi ummælum. Þetta er miður því öll ættum við að vera virk í athugasemdum. Hér á árum áður var allur „óæskilegur“ málflutningur hreinsaður út af ritstjórnum því eina leiðin til að koma skoðun sinni á framfæri opinberlega var að senda grein inn til gömlu áskriftarblaðanna. Nú eru hins vegar engar girðingar og leikur einn að segja hvað sem er um hvern sem er á netinu, tjá sig um efni frétta og að þessi eða hinn sé svona og hinsegin. Þetta er stór þáttur í hinu gerbreytta landslagi allrar fjölmiðlunar. Hjá því verður ekki litið að margir þeir sem vilja tjá sig gera það af fullkomnu hömluleysi, þeir kaffæra umræðu og drepa málum á dreif af fullkomnu virðingarleysi fyrir rökum annarra. Meira ber á því að fólk móðgist sé því leitt fyrir sjónir að það hafi á röngu að standa en að bóli á þakklæti. Fólk á að veita sér þann rétt að geta skipt um skoðun. Að ógleymdu hinu fornkveðna: Mæl þarft eða þegi. Hér er ekki hvatt til þess að gripið verði í taumana með boðum og bönnum en þó má benda á að það gilda lög í landinu. Meiðyrði varða við hegningarlög. Grundvallaratriði í lýðræðissamfélagi hlýtur að vera að borgararnir taki þátt í umræðum sem skapast um fréttir og mikilvæg málefni samfélagsins. Jafnvel má segja að það sé siðferðileg skylda hvers og eins að liggja ekki á skoðunum sínum sem ormur á gulli, að ekki sé talað um þá sem búa yfir mikilvægri vitneskju og menntun. Vont er ef slíkir hafa sér það til gildrar afsökunar að vilja ekki teljast „virkir í athugasemdum“.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun