Það á að rigna á þig! Sara McMahon skrifar 23. júlí 2013 07:00 Síðasta sumar hélt föðurfjölskylda mín ættarmót í sjávarþorpinu Kilkee í Clare-sýslu á Írlandi. Á síðasta ættarmóti hafði veðrið leikið við „clanið“ og til að fullvissa mig um að það sama mundi eiga sér stað í þetta sinn heimsótti ég vefsíðuna Yr.no nánast daglega í margar vikur. Spáin lofaði sannarlega góðu veðri, sól og 18 stiga hita. Þessar upplýsingar hafði ég auðvitað í huga þegar ég hóf að pakka niður. Þegar til eyjunnar grænu var komið tók á móti okkur rigning og kuldi í stað sólar. Veðrið breyttist þó strax næsta dag og þá gat ég klæðst pilsinu sem búið var að pakka. En skjótt skipast veður í lofti og daginn þar á eftir gerði vestanátt með svo mikilli rigningu að engu líkara var en að hellt væri úr fötu. Veðrið á Írlandi er sem sagt álíka stopult og á Íslandi og ég hefði betur horfst í augu við það áður en ég pakkaði öllum sumarflíkunum í ferðatöskuna. Við fengum þó fjóra þokkalega daga sem voru vel nýttir. Í skammdeginu í vetur fékk ég þá flugu í hausinn að það væri góð hugmynd að eyða hluta sumarfrísins heima, og þá ekki bara heima á Íslandi heldur heima í Reykjavík. Ég hugðist dytta að húsinu, sóla mig í sundi, drekka kaffi úti undir berum himni og njóta veðurblíðunnar sem hlyti að koma til landsins strax í júní. Já, mér fannst þetta virkilega góð hugmynd og ég hlakkaði mikið til júnímánaðar. Eins og gefur að skilja varð lítið úr þessum áformum mínum. Ég hefði betur farið norður á land. Á sama tíma og okkur rignir niður í höfuðborginni hefur verið um þrjátíu stiga hiti á Írlandi. Þetta veit ég því frændfólk mitt hefur verið óvægið í birtingu sólarmynda á Facebook í allt sumar. Mér finnst þau pínulítið andstyggileg en á sama tíma get ég ekki annað en samglaðst þeim. Ég fæ þó ekki gleymt orðum sambýlismanns míns og vona að veðurblíðan á Írlandi dæmi þau ósönn. Hann sagði við mig: „Þú ert írsk, það á að rigna á þig.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara McMahon Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun
Síðasta sumar hélt föðurfjölskylda mín ættarmót í sjávarþorpinu Kilkee í Clare-sýslu á Írlandi. Á síðasta ættarmóti hafði veðrið leikið við „clanið“ og til að fullvissa mig um að það sama mundi eiga sér stað í þetta sinn heimsótti ég vefsíðuna Yr.no nánast daglega í margar vikur. Spáin lofaði sannarlega góðu veðri, sól og 18 stiga hita. Þessar upplýsingar hafði ég auðvitað í huga þegar ég hóf að pakka niður. Þegar til eyjunnar grænu var komið tók á móti okkur rigning og kuldi í stað sólar. Veðrið breyttist þó strax næsta dag og þá gat ég klæðst pilsinu sem búið var að pakka. En skjótt skipast veður í lofti og daginn þar á eftir gerði vestanátt með svo mikilli rigningu að engu líkara var en að hellt væri úr fötu. Veðrið á Írlandi er sem sagt álíka stopult og á Íslandi og ég hefði betur horfst í augu við það áður en ég pakkaði öllum sumarflíkunum í ferðatöskuna. Við fengum þó fjóra þokkalega daga sem voru vel nýttir. Í skammdeginu í vetur fékk ég þá flugu í hausinn að það væri góð hugmynd að eyða hluta sumarfrísins heima, og þá ekki bara heima á Íslandi heldur heima í Reykjavík. Ég hugðist dytta að húsinu, sóla mig í sundi, drekka kaffi úti undir berum himni og njóta veðurblíðunnar sem hlyti að koma til landsins strax í júní. Já, mér fannst þetta virkilega góð hugmynd og ég hlakkaði mikið til júnímánaðar. Eins og gefur að skilja varð lítið úr þessum áformum mínum. Ég hefði betur farið norður á land. Á sama tíma og okkur rignir niður í höfuðborginni hefur verið um þrjátíu stiga hiti á Írlandi. Þetta veit ég því frændfólk mitt hefur verið óvægið í birtingu sólarmynda á Facebook í allt sumar. Mér finnst þau pínulítið andstyggileg en á sama tíma get ég ekki annað en samglaðst þeim. Ég fæ þó ekki gleymt orðum sambýlismanns míns og vona að veðurblíðan á Írlandi dæmi þau ósönn. Hann sagði við mig: „Þú ert írsk, það á að rigna á þig.“
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun