Nýfrjálst ríki í 95 ár Ólafur Þ. Stephensen skrifar 20. júlí 2013 07:00 Sagnfræðingurinn og alþingismaðurinn Elín Hirst skrifaði grein í Fréttablaðið í gær þar sem hún segir meðal annars: „En ég tel að hagsmunum Íslands sé mun betur borgið utan ESB og hef fært fyrir því ýmis rök, til dæmis að framsal á fullveldi komi ekki til greina fyrir nýfrjálsa þjóð eins og okkur Íslendinga.“ Hvernig ætli sagnfræðingar skilgreini „nýfrjáls“ ríki? Ísland varð frjálst og fullvalda ríki 1. desember árið 1918. Síðar á árinu verður haldið upp á 95 ára afmæli þess merkisviðburðar. Frá 1918 hafa Íslendingar ráðið sínum málum sjálfir, þótt fyrstu 26 árin í sögu ríkisins hafi það deilt valdalausum puntkóngi með Danmörku. Árið áður en Ísland fékk fullveldi og varð sérstakt ríki voru fullvalda ríki í heiminum 55 talsins. Árið 1918 var Ísland í hópi um 15 ríkja sem hlutu fullveldi eftir fyrri heimsstyrjöldina. Núna eru aðildarríki Sameinuðu þjóðanna 193. Með öðrum orðum fengu tveir þriðjuhlutar ríkja heims fullveldi á eftir Íslandi. Ísland er í hópi eldri sjálfstæðra nútímaríkja og er jafnframt í hópi ríkja sem eiga sér hvað lengsta óslitna lýðræðishefð. Hin lífseiga mýta um „nýfrjálsa“ ríkið Ísland á ekki sízt rætur í því hvernig sjálfsmynd þjóðarinnar hefur sífellt verið skilgreind út frá sögunni um baráttu við erlent vald fyrir sjálfstæði þjóðarinnar. „Sjálfstæðisbaráttunni lýkur aldrei“ er frasi sem við þekkjum vel. Fullveldið hefur verið talið forsenda framfara – jafnvel þótt það sé ekki til lengur í þeim skilningi sem menn lögðu í það árið 1918. Hin æ óljósari hugmynd um fullveldi hefur þá stundum orðið æðra markmið en innihaldið í framförunum. Það hentar þessari frásögn að undirstrika í sífellu að fullveldið sé svo nýfengið að það sé brothætt og viðkvæmt eins og lítið barn – við verðum að halda fast utan um það, því að annars gæti það dottið og meitt sig. Krúttlegt, en kannski tímabært að hætta að hafa áhyggjur þegar barnið er að nálgast 100 ára aldurinn. Útlendingur, búsettur hér á landi, sagði við höfund þessa pistils fyrr í vikunni: Af hverju hafði forsætisráðherrann svona miklar áhyggjur af þjóðmenningunni í ræðu sinni á 17. júní? Er eitthvað sem ógnar henni? Íslenzk menning er full sjálfstrausts, hér ólgar allt af sköpunargleði. Tónlist, bíómyndir, myndlist, bókmenntir og hönnun eru eftirsóttar útflutningsvörur. Hvað er að óttast? Glöggt er gests augað. Alþjóðleg áhrif auðga íslenzka þjóðmenningu. Alþjóðleg tengsl og samstarf styrkja líka fullveldið, í þeim skilningi að við höfum áhrif á ákvarðanir sem skipta miklu fyrir íslenzka hagsmuni. Ísland er gamalt ríki með gróna lýðræðishefð og sterka menningu og getur gengið hnarreist til samstarfs við önnur. Andstæðingar þess að við dýpkum enn samstarfið við lýðræðisríkin í Evrópu geta rökstutt afstöðu sína með því að þeir séu enn þá tortryggnir í garð erlends valds, að þeir hafi dálitla minnimáttarkennd fyrir hönd þjóðernisins og trúi því ekki að íslenzk menning sé ekki í hættu vegna erlendra áhrifa, að það gangi betur að skapa samkennd með þjóðinni með því að búa til óvini í útlöndum en með því að virkja samtakamáttinn inn á við til góðra verka. En hlífið okkur við bullinu um að Ísland sé „nýfrjálst“ ríki. Sú mýta hljómar ekki sannfærandi lengur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun
Sagnfræðingurinn og alþingismaðurinn Elín Hirst skrifaði grein í Fréttablaðið í gær þar sem hún segir meðal annars: „En ég tel að hagsmunum Íslands sé mun betur borgið utan ESB og hef fært fyrir því ýmis rök, til dæmis að framsal á fullveldi komi ekki til greina fyrir nýfrjálsa þjóð eins og okkur Íslendinga.“ Hvernig ætli sagnfræðingar skilgreini „nýfrjáls“ ríki? Ísland varð frjálst og fullvalda ríki 1. desember árið 1918. Síðar á árinu verður haldið upp á 95 ára afmæli þess merkisviðburðar. Frá 1918 hafa Íslendingar ráðið sínum málum sjálfir, þótt fyrstu 26 árin í sögu ríkisins hafi það deilt valdalausum puntkóngi með Danmörku. Árið áður en Ísland fékk fullveldi og varð sérstakt ríki voru fullvalda ríki í heiminum 55 talsins. Árið 1918 var Ísland í hópi um 15 ríkja sem hlutu fullveldi eftir fyrri heimsstyrjöldina. Núna eru aðildarríki Sameinuðu þjóðanna 193. Með öðrum orðum fengu tveir þriðjuhlutar ríkja heims fullveldi á eftir Íslandi. Ísland er í hópi eldri sjálfstæðra nútímaríkja og er jafnframt í hópi ríkja sem eiga sér hvað lengsta óslitna lýðræðishefð. Hin lífseiga mýta um „nýfrjálsa“ ríkið Ísland á ekki sízt rætur í því hvernig sjálfsmynd þjóðarinnar hefur sífellt verið skilgreind út frá sögunni um baráttu við erlent vald fyrir sjálfstæði þjóðarinnar. „Sjálfstæðisbaráttunni lýkur aldrei“ er frasi sem við þekkjum vel. Fullveldið hefur verið talið forsenda framfara – jafnvel þótt það sé ekki til lengur í þeim skilningi sem menn lögðu í það árið 1918. Hin æ óljósari hugmynd um fullveldi hefur þá stundum orðið æðra markmið en innihaldið í framförunum. Það hentar þessari frásögn að undirstrika í sífellu að fullveldið sé svo nýfengið að það sé brothætt og viðkvæmt eins og lítið barn – við verðum að halda fast utan um það, því að annars gæti það dottið og meitt sig. Krúttlegt, en kannski tímabært að hætta að hafa áhyggjur þegar barnið er að nálgast 100 ára aldurinn. Útlendingur, búsettur hér á landi, sagði við höfund þessa pistils fyrr í vikunni: Af hverju hafði forsætisráðherrann svona miklar áhyggjur af þjóðmenningunni í ræðu sinni á 17. júní? Er eitthvað sem ógnar henni? Íslenzk menning er full sjálfstrausts, hér ólgar allt af sköpunargleði. Tónlist, bíómyndir, myndlist, bókmenntir og hönnun eru eftirsóttar útflutningsvörur. Hvað er að óttast? Glöggt er gests augað. Alþjóðleg áhrif auðga íslenzka þjóðmenningu. Alþjóðleg tengsl og samstarf styrkja líka fullveldið, í þeim skilningi að við höfum áhrif á ákvarðanir sem skipta miklu fyrir íslenzka hagsmuni. Ísland er gamalt ríki með gróna lýðræðishefð og sterka menningu og getur gengið hnarreist til samstarfs við önnur. Andstæðingar þess að við dýpkum enn samstarfið við lýðræðisríkin í Evrópu geta rökstutt afstöðu sína með því að þeir séu enn þá tortryggnir í garð erlends valds, að þeir hafi dálitla minnimáttarkennd fyrir hönd þjóðernisins og trúi því ekki að íslenzk menning sé ekki í hættu vegna erlendra áhrifa, að það gangi betur að skapa samkennd með þjóðinni með því að búa til óvini í útlöndum en með því að virkja samtakamáttinn inn á við til góðra verka. En hlífið okkur við bullinu um að Ísland sé „nýfrjálst“ ríki. Sú mýta hljómar ekki sannfærandi lengur.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun