Vegabréf fyrir álfa Ólöf Skaftadóttir skrifar 16. júlí 2013 08:00 Einu sinni spurði bandarísk kona sem ég hitti í flugvél á leið til Bandaríkjanna mig að því hvort við Íslendingar gæfum út vegabréf fyrir álfa og huldufólk. Hún hafði dvalið á Íslandi í fáeina daga, ferðast svolítið um landið og hafði kynnst landi og þjóð nokkuð vel, taldi hún. Henni virtist full alvara með spurningunni. Ég vissi ekki alveg hvernig ég átti að svara. Einhvern veginn buðu aðstæður ekki upp á að málinu yrði slegið upp í grín, sem var náttúrulega hið rökrétta framhald. Henni fannst við sveitó. Ég reyndi þess vegna að gera henni grein fyrir að trúin á álfa og huldufólk hefði sannarlega verið nokkuð útbreidd í gamla daga, fyrir tíma rafmagnsins, en aldrei svo sterk, að handanheimafólk hefði verið skráð í þjóðskrá, sem væri skilyrði fyrir því að fá vegabréf. Það olli henni vonbrigðum – henni fannst við eiginlega beita þessar verur órétti. En vegna þess að þetta var afskaplega hugguleg kona og virtist alls enginn rugludallur hefur mér oft orðið hugsað til þessa samtals. Kannski var þetta sagt í einhverjum hálfkæringi, það hlýtur eiginlega að vera, en grunntónninn var ákveðinn – þessu fylgdi einhver alvara. Hvaða mynd af Íslandi og Íslendingum festist í kolli fólks sem heimsækir landið? Þær eru auðvitað margar en þetta er greinilega ein þeirra. Mér finnst þetta svolítið skemmtileg mynd. Hún sýnir að sennilega skiptir veruleikinn litlu máli þegar ferðafólk raðar saman mynd af landi og þjóð. Auðvitað á það líka við um okkur þegar við ferðumst til útlanda. Líklega getum við sjálf að miklu leyti gefið tóninn án tilvísunar í nokkuð handfast. Ég legg samt til, að við verðum heiðarleg í landkynningu og reynum að festa í sessi myndina af því hvað við erum dásamlega sveitó. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun
Einu sinni spurði bandarísk kona sem ég hitti í flugvél á leið til Bandaríkjanna mig að því hvort við Íslendingar gæfum út vegabréf fyrir álfa og huldufólk. Hún hafði dvalið á Íslandi í fáeina daga, ferðast svolítið um landið og hafði kynnst landi og þjóð nokkuð vel, taldi hún. Henni virtist full alvara með spurningunni. Ég vissi ekki alveg hvernig ég átti að svara. Einhvern veginn buðu aðstæður ekki upp á að málinu yrði slegið upp í grín, sem var náttúrulega hið rökrétta framhald. Henni fannst við sveitó. Ég reyndi þess vegna að gera henni grein fyrir að trúin á álfa og huldufólk hefði sannarlega verið nokkuð útbreidd í gamla daga, fyrir tíma rafmagnsins, en aldrei svo sterk, að handanheimafólk hefði verið skráð í þjóðskrá, sem væri skilyrði fyrir því að fá vegabréf. Það olli henni vonbrigðum – henni fannst við eiginlega beita þessar verur órétti. En vegna þess að þetta var afskaplega hugguleg kona og virtist alls enginn rugludallur hefur mér oft orðið hugsað til þessa samtals. Kannski var þetta sagt í einhverjum hálfkæringi, það hlýtur eiginlega að vera, en grunntónninn var ákveðinn – þessu fylgdi einhver alvara. Hvaða mynd af Íslandi og Íslendingum festist í kolli fólks sem heimsækir landið? Þær eru auðvitað margar en þetta er greinilega ein þeirra. Mér finnst þetta svolítið skemmtileg mynd. Hún sýnir að sennilega skiptir veruleikinn litlu máli þegar ferðafólk raðar saman mynd af landi og þjóð. Auðvitað á það líka við um okkur þegar við ferðumst til útlanda. Líklega getum við sjálf að miklu leyti gefið tóninn án tilvísunar í nokkuð handfast. Ég legg samt til, að við verðum heiðarleg í landkynningu og reynum að festa í sessi myndina af því hvað við erum dásamlega sveitó.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun