Við erum byrjaðir Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 8. júlí 2013 08:00 Ég heyrði sögina öskra gegnum símann svo skar í eyrun. Maðurinn á hinum enda línunnar heyrði ekkert í mér. „Hvað segirðu?“ hrópaði hann þegar ég kynnti mig. Ég hafði misst af símtali frá honum skömmu áður og var nú að hringja til baka. Ég þóttist vita hvaða erindi hann hafði átt við mig og hávaðinn í söginni gerði mig taugaóstyrka. Þeir voru byrjaðir. Ég gat sjálfir mér um kennt. Ég hafði gengið á eftir þeim, ýtt á um að drífa þetta í gang sem fyrst. „Helst á morgun“ hafði ég nauðað þegar ég fékk þá fyrst til verksins en þeir höfðu engu lofað. Sögðust skrifa mig niður á listann hjá sér, svo sæjum við til. Það var víst mikið að gera. Þetta verk hafði lengið staðið til, árum saman reyndar og oft hafði ég bölvað því að drífa þetta ekki bara í gang. Að nokkrum dögum liðnum hafði ég því aftur samband við þessa mætu menn og ýtti enn á eftir verkinu. Hvort nokkur séns væri að þeir kæmust í þetta fljótlega? Helst á morgun! Nú voru þeir byrjaðir og ég heyrði á söginni gegnum símann að verkið var á fljúgandi siglingu. Að hendur stæðu fram úr ermum. Trén í garðinum mínum væri verið að búta niður eitt af öðru til að hleypa kærkomnu sólskininu að blettinum. Í garðinum mínum, vonandi! Fyrr um daginn hafði ég nefnilega fengið símtal þar sem vasklegur maðurinn tilkynnti mér að, jú, þeir kæmust í þetta í dag. Barasta núna á eftir og nei, nei ég þyrfti ekkert frekar að vera á staðnum. Þeir gengju bara í verkið. Hvar ætti ég aftur heima? Ég hafði þurft að endurtaka heimilisfangið mitt. Hann hélt að ég byggi annars staðar. Og nú voru þeir byrjaðir. Með sagargnýinn í eyranu sá ég fyrir mér tré falla í ókunnugum garði. Ræktarleg reynitré og blómstrandi gullregn og hjartað missti úr slag. Ég hrópaði á manninn í símanum, fannst hann jánka við. Svo lagði hann á. Ég steig hjólið mitt titrandi í hnjánum heim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Ég heyrði sögina öskra gegnum símann svo skar í eyrun. Maðurinn á hinum enda línunnar heyrði ekkert í mér. „Hvað segirðu?“ hrópaði hann þegar ég kynnti mig. Ég hafði misst af símtali frá honum skömmu áður og var nú að hringja til baka. Ég þóttist vita hvaða erindi hann hafði átt við mig og hávaðinn í söginni gerði mig taugaóstyrka. Þeir voru byrjaðir. Ég gat sjálfir mér um kennt. Ég hafði gengið á eftir þeim, ýtt á um að drífa þetta í gang sem fyrst. „Helst á morgun“ hafði ég nauðað þegar ég fékk þá fyrst til verksins en þeir höfðu engu lofað. Sögðust skrifa mig niður á listann hjá sér, svo sæjum við til. Það var víst mikið að gera. Þetta verk hafði lengið staðið til, árum saman reyndar og oft hafði ég bölvað því að drífa þetta ekki bara í gang. Að nokkrum dögum liðnum hafði ég því aftur samband við þessa mætu menn og ýtti enn á eftir verkinu. Hvort nokkur séns væri að þeir kæmust í þetta fljótlega? Helst á morgun! Nú voru þeir byrjaðir og ég heyrði á söginni gegnum símann að verkið var á fljúgandi siglingu. Að hendur stæðu fram úr ermum. Trén í garðinum mínum væri verið að búta niður eitt af öðru til að hleypa kærkomnu sólskininu að blettinum. Í garðinum mínum, vonandi! Fyrr um daginn hafði ég nefnilega fengið símtal þar sem vasklegur maðurinn tilkynnti mér að, jú, þeir kæmust í þetta í dag. Barasta núna á eftir og nei, nei ég þyrfti ekkert frekar að vera á staðnum. Þeir gengju bara í verkið. Hvar ætti ég aftur heima? Ég hafði þurft að endurtaka heimilisfangið mitt. Hann hélt að ég byggi annars staðar. Og nú voru þeir byrjaðir. Með sagargnýinn í eyranu sá ég fyrir mér tré falla í ókunnugum garði. Ræktarleg reynitré og blómstrandi gullregn og hjartað missti úr slag. Ég hrópaði á manninn í símanum, fannst hann jánka við. Svo lagði hann á. Ég steig hjólið mitt titrandi í hnjánum heim.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun