Þegar fingurinn bendir á tunglið Mikael Torfason skrifar 8. júlí 2013 06:00 Þegar fingurinn bendir á tunglið horfir fíflið á fingurinn. Þessi setning rammar svona nokkurn veginn inn mál Edwards Snowden sem situr nú fastur á flugvelli í Moskvu eftir að hafa lekið upplýsingum um njósnir leyniþjónusta í Bandaríkjunum og víðar. Leki Snowdens leiðir í ljós að stofnanir í Bandaríkjunum og Evrópu hafa eftirlit með óbreyttum borgurum og athöfnum þeirra á internetinu. Spádómar hinna ýmsu vísindaskáldsagna eru veruleiki. Stóri bróðir lætur ekki að sér hæða. Fíflin hafa verið mörg í eftirleik uppljóstrana Snowdens. Portúgalir, Ítalir, Frakkar og Spánverjar meinuðu flugvél forseta Bólivíu að fara um lofthelgi sína. Bandarísku leyniþjónustuna grunaði að forsetinn, Evo Morales, ætlaði að smygla Snowden til Bólivíu. Grunurinn reyndist ekki á rökum reistur og þjóðirnar sitja uppi með skömmina. Þetta er í raun alþjóðlegur skandall og trúlega verða einhverjir eftirmálar. Uppljóstranir Snowdens hafa sýnt svo ekki verður um villst að upplýsingar eru ekki öruggar á netinu. Leyniþjónustur útbúa gagnagrunna og leitarvélar sem fara í saumana á öllu sem við gerum á internetinu. Þessar tölvur skilja ekki kaldhæðni eða fíflaskap á netinu. Hver sem er gæti átt á hættu að vera talinn óvinur ríkis eða einstakra þjóða ef hann fer gáleysislega með orð. Við á Vesturlöndum teljum okkur búa við kerfi sem verndar réttindi okkar sem einstaklinga. Upp að vissu marki er það auðvitað þannig en það þarf ekki að vera ofsóknaróður til að efast á tímum sem þessum. Heimurinn hefur breyst með tilkomu internetsins. Nú er mun auðveldara að kortleggja einstaklinga og í röngum höndum gætu þær upplýsingar valdið gífurlegum skaða. Vel má ímynda sér hvað er að gerast í alræðisríkjum dagsins í dag eða hvað alræðisríki eins og Sovétríkin og Þýskaland undir merkjum nasista hefðu getað gert við alla andspyrnu með því einu að ýta á takka á tölvu. Sem fyrr erum við Íslendingar peð í þessu brölti öllu. Það breytir því ekki að þessi ungi maður, Edward Snowden, hefur óskað eftir því að fá að búa hérna. Hann hræðist móttökur í heimalandi sínu, Bandaríkjunum. Að íslensk stjórnvöld beri fyrir sig að viðkomandi verði að vera staddur hér á landi til að geta óskað eftir hæli er í besta falli fyrirsláttur. Almenn krafa fólks í þessu nýja umhverfi á að vera krafa um gegnsæi. Snowden gerði okkur öllum greiða þegar hann lak þessum upplýsingum. Það má ekki vera aukaatriði málsins. Auðvitað er maðurinn hetja en ekki maður sem á að útskúfa. Kannanir í Bandaríkjunum sýna að þar í landi álítur þriðjungur að Snowden sé í raun föðurlandsvinur. Aðeins fjórðungur telur að hann eigi að sækja til saka samkvæmt strangasta lagabókstaf. Eflaust voru það mistök hjá honum að fara til Rússlands en hann átti kannski ekki margra kosta völ. Enda skiptir það litlu. Í allri umræðu um slíkt erum við eins og fíflið sem horfir á fingurinn. Við ættum að líta af honum og horfa á staðreyndir málsins. Því sem var lekið en ekki hver lak eða hvernig sá leki kom til. Í ljósi þess hefðum við átt að taka á móti Snowden og krefja vinaþjóðir okkar í kjölfarið skýringa á því hvers vegna einblínt er á fingurinn, en ekki tunglið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun
Þegar fingurinn bendir á tunglið horfir fíflið á fingurinn. Þessi setning rammar svona nokkurn veginn inn mál Edwards Snowden sem situr nú fastur á flugvelli í Moskvu eftir að hafa lekið upplýsingum um njósnir leyniþjónusta í Bandaríkjunum og víðar. Leki Snowdens leiðir í ljós að stofnanir í Bandaríkjunum og Evrópu hafa eftirlit með óbreyttum borgurum og athöfnum þeirra á internetinu. Spádómar hinna ýmsu vísindaskáldsagna eru veruleiki. Stóri bróðir lætur ekki að sér hæða. Fíflin hafa verið mörg í eftirleik uppljóstrana Snowdens. Portúgalir, Ítalir, Frakkar og Spánverjar meinuðu flugvél forseta Bólivíu að fara um lofthelgi sína. Bandarísku leyniþjónustuna grunaði að forsetinn, Evo Morales, ætlaði að smygla Snowden til Bólivíu. Grunurinn reyndist ekki á rökum reistur og þjóðirnar sitja uppi með skömmina. Þetta er í raun alþjóðlegur skandall og trúlega verða einhverjir eftirmálar. Uppljóstranir Snowdens hafa sýnt svo ekki verður um villst að upplýsingar eru ekki öruggar á netinu. Leyniþjónustur útbúa gagnagrunna og leitarvélar sem fara í saumana á öllu sem við gerum á internetinu. Þessar tölvur skilja ekki kaldhæðni eða fíflaskap á netinu. Hver sem er gæti átt á hættu að vera talinn óvinur ríkis eða einstakra þjóða ef hann fer gáleysislega með orð. Við á Vesturlöndum teljum okkur búa við kerfi sem verndar réttindi okkar sem einstaklinga. Upp að vissu marki er það auðvitað þannig en það þarf ekki að vera ofsóknaróður til að efast á tímum sem þessum. Heimurinn hefur breyst með tilkomu internetsins. Nú er mun auðveldara að kortleggja einstaklinga og í röngum höndum gætu þær upplýsingar valdið gífurlegum skaða. Vel má ímynda sér hvað er að gerast í alræðisríkjum dagsins í dag eða hvað alræðisríki eins og Sovétríkin og Þýskaland undir merkjum nasista hefðu getað gert við alla andspyrnu með því einu að ýta á takka á tölvu. Sem fyrr erum við Íslendingar peð í þessu brölti öllu. Það breytir því ekki að þessi ungi maður, Edward Snowden, hefur óskað eftir því að fá að búa hérna. Hann hræðist móttökur í heimalandi sínu, Bandaríkjunum. Að íslensk stjórnvöld beri fyrir sig að viðkomandi verði að vera staddur hér á landi til að geta óskað eftir hæli er í besta falli fyrirsláttur. Almenn krafa fólks í þessu nýja umhverfi á að vera krafa um gegnsæi. Snowden gerði okkur öllum greiða þegar hann lak þessum upplýsingum. Það má ekki vera aukaatriði málsins. Auðvitað er maðurinn hetja en ekki maður sem á að útskúfa. Kannanir í Bandaríkjunum sýna að þar í landi álítur þriðjungur að Snowden sé í raun föðurlandsvinur. Aðeins fjórðungur telur að hann eigi að sækja til saka samkvæmt strangasta lagabókstaf. Eflaust voru það mistök hjá honum að fara til Rússlands en hann átti kannski ekki margra kosta völ. Enda skiptir það litlu. Í allri umræðu um slíkt erum við eins og fíflið sem horfir á fingurinn. Við ættum að líta af honum og horfa á staðreyndir málsins. Því sem var lekið en ekki hver lak eða hvernig sá leki kom til. Í ljósi þess hefðum við átt að taka á móti Snowden og krefja vinaþjóðir okkar í kjölfarið skýringa á því hvers vegna einblínt er á fingurinn, en ekki tunglið?