Tarantino fæðing Sigga Dögg skrifar 4. júlí 2013 08:00 Leið barnsins í heiminn, er að mati Siggu Daggar, aukaatriði. Foreldrahlutverkið er mesta afrekið. Nordicphotos/getty Þegar ég gekk með stelpuna mína þá reyndi ég hvað ég gat til að búa mig undir fæðinguna. Ég svamlaði um í meðgöngusundi og reyndi að opna lótusblómið mitt í jóga. Ég rölti um göturnar raulandi jógamöntrur til þess að róa stressaða píku sem ætlaði aldeilis að anda sig í gegnum þetta allt saman. Það var samt eitt, ég forðaðist hvað ég gat að horfa á fæðingar. Ég hafði þolinmæði fyrir einni fæðingarsögu á viku, en þá var kvótinn líka búinn. Mér var eiginlega alveg sama um allt sem hét „fæðingarsaga“, ég vildi bara vita að barnið væri heilbrigt og kannski lengd og þyngd þess. Ég hef verið svona frá því að ég man eftir mér. Mér hafa aldrei þótt fæðingar heillandi né áhugaverðar þó ég samgleðjist mjög yfir meðgöngu og fæddu barni. Þetta hitt, þessi fæðing, hún mátti bara alveg vera leyndarmál konunnar sem þurfti að rembast. Svona einkamál eins og að fara á klósettið. Ég hélt ég myndi deyja þegar mamma bauð mér að vera viðstödd fæðingu litla bróður míns, svona eins og henni væri eitthvað illa við mig. Þegar ég svo varð ólétt þá sneru spurningar marga vinkvenna minna að þessum ótta mínum: hvernig ætlaði ég að tækla þetta mál? Nú, ég gerði það sem hver skynsöm manneskja gerir, ég drekkti mér í öllum þeim fróðleik sem var í boði, fyrir utan að horfa á sjálfan atburðinn. Það hlyti að vera eins og að standa ofan á hárri byggingu og horfa niður, maður þarf ekkert að auka á óttann (nú fá sálfræðingar í fælni hroll yfir þessari „forðun“ minni). Áfram sveif meðgangan og ég var staðráðin í að þessu skyldi nú ýtt í heiminn enda líkaminn skapaður til þess. Þegar ég svo komst að því að litli Búddinn minn væri sitjandi og fæðing tæplega inni í myndinni þá fannst mér heimurinn hrynja. Mér fannst eins og ég væri að bregðast þessu litla kríli og stórt skarð myndaðist í móðurímyndina. Næstu vikur sneru að því að snúa þessari elsku en allt kom fyrir ekki og ég fékk dagsetningu í keisara. Litla daman var hífð upp úr móðurkviði, ég ryksuguð að innan og saumuð saman. Píkan slapp með skrekkinn; hvorki saumur, bjúgur né rifa. En hún varð svolítið blúsuð. Hún varð útundan og fékk ekki inngöngu í fæðingarsagnaklúbb reyndari mæðra. Þetta var eins og að horfa á spennumynd og missa af eltingarleiknum þegar góði karlinn nær þeim slæma. Það nennir enginn að hlusta á sögu þar sem góði karlinn rekst óvart á þann slæma og öll dýrin í skóginum verða vinir. Það verður að vera smá Tarantino í þessu með blóði og tilheyrandi. Svo fékk ég annað tækifæri til að skrifa mína eigin sögu, með tilheyrandi hasar, og vitiði hvað? Píkan er bara ekkert hressari, hún hoppar ekki hæð sína af kæti. Mér þykir mesta afrekið enn vera það að ala upp barn og vera foreldri, en leið barnsins í heiminn er, að mínu mati, aukaatriði. Sigga Dögg Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Þegar ég gekk með stelpuna mína þá reyndi ég hvað ég gat til að búa mig undir fæðinguna. Ég svamlaði um í meðgöngusundi og reyndi að opna lótusblómið mitt í jóga. Ég rölti um göturnar raulandi jógamöntrur til þess að róa stressaða píku sem ætlaði aldeilis að anda sig í gegnum þetta allt saman. Það var samt eitt, ég forðaðist hvað ég gat að horfa á fæðingar. Ég hafði þolinmæði fyrir einni fæðingarsögu á viku, en þá var kvótinn líka búinn. Mér var eiginlega alveg sama um allt sem hét „fæðingarsaga“, ég vildi bara vita að barnið væri heilbrigt og kannski lengd og þyngd þess. Ég hef verið svona frá því að ég man eftir mér. Mér hafa aldrei þótt fæðingar heillandi né áhugaverðar þó ég samgleðjist mjög yfir meðgöngu og fæddu barni. Þetta hitt, þessi fæðing, hún mátti bara alveg vera leyndarmál konunnar sem þurfti að rembast. Svona einkamál eins og að fara á klósettið. Ég hélt ég myndi deyja þegar mamma bauð mér að vera viðstödd fæðingu litla bróður míns, svona eins og henni væri eitthvað illa við mig. Þegar ég svo varð ólétt þá sneru spurningar marga vinkvenna minna að þessum ótta mínum: hvernig ætlaði ég að tækla þetta mál? Nú, ég gerði það sem hver skynsöm manneskja gerir, ég drekkti mér í öllum þeim fróðleik sem var í boði, fyrir utan að horfa á sjálfan atburðinn. Það hlyti að vera eins og að standa ofan á hárri byggingu og horfa niður, maður þarf ekkert að auka á óttann (nú fá sálfræðingar í fælni hroll yfir þessari „forðun“ minni). Áfram sveif meðgangan og ég var staðráðin í að þessu skyldi nú ýtt í heiminn enda líkaminn skapaður til þess. Þegar ég svo komst að því að litli Búddinn minn væri sitjandi og fæðing tæplega inni í myndinni þá fannst mér heimurinn hrynja. Mér fannst eins og ég væri að bregðast þessu litla kríli og stórt skarð myndaðist í móðurímyndina. Næstu vikur sneru að því að snúa þessari elsku en allt kom fyrir ekki og ég fékk dagsetningu í keisara. Litla daman var hífð upp úr móðurkviði, ég ryksuguð að innan og saumuð saman. Píkan slapp með skrekkinn; hvorki saumur, bjúgur né rifa. En hún varð svolítið blúsuð. Hún varð útundan og fékk ekki inngöngu í fæðingarsagnaklúbb reyndari mæðra. Þetta var eins og að horfa á spennumynd og missa af eltingarleiknum þegar góði karlinn nær þeim slæma. Það nennir enginn að hlusta á sögu þar sem góði karlinn rekst óvart á þann slæma og öll dýrin í skóginum verða vinir. Það verður að vera smá Tarantino í þessu með blóði og tilheyrandi. Svo fékk ég annað tækifæri til að skrifa mína eigin sögu, með tilheyrandi hasar, og vitiði hvað? Píkan er bara ekkert hressari, hún hoppar ekki hæð sína af kæti. Mér þykir mesta afrekið enn vera það að ala upp barn og vera foreldri, en leið barnsins í heiminn er, að mínu mati, aukaatriði.
Sigga Dögg Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira