Cave heltók áhorfendur Þorgils Jónsson skrifar 1. júlí 2013 12:30 Nick Cave á sviðinu á laugardag. Ástralinn goðsagnakenndi Nick Cave er að verða einn duglegasti Íslandsvinur seinni tíma, en hann og félagar hans í the Bad Seeds glöddu gesti sem aðalatriðið á hátíðinni All Tomorrow‘s Parties sem fór fram á Ásbrú um helgina. Ekki er ofsögum sagt að hann hafi átt svæðið með húð og hári. Til að byrja með er rétt að víkja að aðstöðunni í Atlantic Studios, sem gæti hæglega orðið ein besta tónleikahöllin sem í boði er hér á landi. Hljóðið var gott, sem og öll umgjörð um hátíðina. Það nýttu Cave og Bad Seeds sér til fullnustu, enda héldu þeir áhorfendum í heljargreipum allan tímann. Þeir spiluðu alls fimmtán lög, þar af fimm af hinni stórfínu Push the Sky Away sem kom út ekki alls fyrir löngu. Flestir hafa eflaust heyrt af því að Cave varð fótaskortur á palli einum, sem hafði verið komið upp fyrir framan sviðið, og hrundi niður á gólf. Hann var þó ekki lengi að ná sér heldur hljóp nær rakleitt aftur upp á svið, kláraði lagið og sló svo á létta strengi. Fagmennskan uppmáluð! Þessi uppákoma varð bara til að kveikja enn upp í áhorfendum, sem voru eins og í leiðslu á meðan tónleikunum stóð og hinn 55 ára gamli Cave vafði þeim um fingur sér með sinni einstöku sviðsframkomu. Þá var hljómsveitin í fantaformi með hinn magnaða þúsundþjalasmið Warren Ellis í broddi fylkingar. Lagalistinn var geysilega þéttur, enda úr miklu að spila frá löngum og farsælum ferli Cave. Hann fór allt frá Deanna og From Her to Eternity niður í rólegri lög eins og God Is in the House og seiðandi tóna af nýju plötunni. Ef hægt er að tala um hápunkta má helst nefna Tupelo, Mercy Seat og Stagger Lee, auk Red Right Hand sem var uppklappslagið. Þessir tónleikar voru ekkert nema magnaðir og báru snilld Caves gott vitni. Því er ekki hægt að gefa annað en fullt hús stiga. Gagnrýni Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Ástralinn goðsagnakenndi Nick Cave er að verða einn duglegasti Íslandsvinur seinni tíma, en hann og félagar hans í the Bad Seeds glöddu gesti sem aðalatriðið á hátíðinni All Tomorrow‘s Parties sem fór fram á Ásbrú um helgina. Ekki er ofsögum sagt að hann hafi átt svæðið með húð og hári. Til að byrja með er rétt að víkja að aðstöðunni í Atlantic Studios, sem gæti hæglega orðið ein besta tónleikahöllin sem í boði er hér á landi. Hljóðið var gott, sem og öll umgjörð um hátíðina. Það nýttu Cave og Bad Seeds sér til fullnustu, enda héldu þeir áhorfendum í heljargreipum allan tímann. Þeir spiluðu alls fimmtán lög, þar af fimm af hinni stórfínu Push the Sky Away sem kom út ekki alls fyrir löngu. Flestir hafa eflaust heyrt af því að Cave varð fótaskortur á palli einum, sem hafði verið komið upp fyrir framan sviðið, og hrundi niður á gólf. Hann var þó ekki lengi að ná sér heldur hljóp nær rakleitt aftur upp á svið, kláraði lagið og sló svo á létta strengi. Fagmennskan uppmáluð! Þessi uppákoma varð bara til að kveikja enn upp í áhorfendum, sem voru eins og í leiðslu á meðan tónleikunum stóð og hinn 55 ára gamli Cave vafði þeim um fingur sér með sinni einstöku sviðsframkomu. Þá var hljómsveitin í fantaformi með hinn magnaða þúsundþjalasmið Warren Ellis í broddi fylkingar. Lagalistinn var geysilega þéttur, enda úr miklu að spila frá löngum og farsælum ferli Cave. Hann fór allt frá Deanna og From Her to Eternity niður í rólegri lög eins og God Is in the House og seiðandi tóna af nýju plötunni. Ef hægt er að tala um hápunkta má helst nefna Tupelo, Mercy Seat og Stagger Lee, auk Red Right Hand sem var uppklappslagið. Þessir tónleikar voru ekkert nema magnaðir og báru snilld Caves gott vitni. Því er ekki hægt að gefa annað en fullt hús stiga.
Gagnrýni Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira