Stefnulaus stálkarl Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 29. júní 2013 10:00 Bíó, Man of Steel Leikstjórn: Zack Snyder Leikarar: Henry Cavill, Amy Adams, Michael Shannon, Kevin Costner, Russell Crowe Það er eins og það hvíli bölvun á Ofurmenninu í kvikmyndum. Fyrir utan Superman frá árinu 1978 hafa allar myndir um þessa ævafornu ofurhetju verið misheppnaðar. Þetta hefur ekkert að gera með persónuna og það ætti ekki að vera erfiðara að gera henni skil á hvíta tjaldinu en öðrum ofurhetjum. Það er bara ekki vandað nægilega til verka. Nú er búið að reyna enn eina ferðina og kom tilraunin í hlut leikstjórans Zack Snyder. Með kvartmilljarð dala í vasanum hefur hann breytt bláklædda brókarlallanum Kal-El í raunsæishetju að hætti Christophers Nolan, framleiðanda og sögusmiðs myndarinnar. Undarleg ákvörðun, en ekkert á að vera heilagt. Fyrri hluti myndarinnar er þolanlegur þó að endurlitin séu ofnotuð eftir að Kal-El fullorðnast. Atriðin á Krypton eru ágæt og þar vil ég helst hrósa Michael Shannon fyrir nokkuð sannfærandi takta. Vandræði myndarinnar hefjast á jörðu niðri. Cavill tekur sig ágætlega út í búningnum en það er ekki eitt augnablik í myndinni þar sem persónan hans er skemmtileg. Það örlar ekki á neista neins staðar, hvorki á móti Lois Lane né illmenninu, og maður spyr sig hvort vandamálið liggi hjá leikaranum eða í handritinu. Í seinni hálfleik fáum við svo stanslausan hasar af leiðinlegu gerðinni. Það hjálpar myndinni auðvitað ekki neitt að koma í kjölfar hressa Marvel-bunkans þar sem þetta er gert svo vel. Eftir 45 mínútur af stefnulausri tölvubrellukássu fór ég að velta því fyrir mér hvort hin bragðdaufa Superman Returns frá 2006 væri ekki hreinlega betri mynd en Man of Steel.Niðurstaða: Gríðarleg vonbrigði. DC þarf að hysja upp um sig. Gagnrýni Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bíó, Man of Steel Leikstjórn: Zack Snyder Leikarar: Henry Cavill, Amy Adams, Michael Shannon, Kevin Costner, Russell Crowe Það er eins og það hvíli bölvun á Ofurmenninu í kvikmyndum. Fyrir utan Superman frá árinu 1978 hafa allar myndir um þessa ævafornu ofurhetju verið misheppnaðar. Þetta hefur ekkert að gera með persónuna og það ætti ekki að vera erfiðara að gera henni skil á hvíta tjaldinu en öðrum ofurhetjum. Það er bara ekki vandað nægilega til verka. Nú er búið að reyna enn eina ferðina og kom tilraunin í hlut leikstjórans Zack Snyder. Með kvartmilljarð dala í vasanum hefur hann breytt bláklædda brókarlallanum Kal-El í raunsæishetju að hætti Christophers Nolan, framleiðanda og sögusmiðs myndarinnar. Undarleg ákvörðun, en ekkert á að vera heilagt. Fyrri hluti myndarinnar er þolanlegur þó að endurlitin séu ofnotuð eftir að Kal-El fullorðnast. Atriðin á Krypton eru ágæt og þar vil ég helst hrósa Michael Shannon fyrir nokkuð sannfærandi takta. Vandræði myndarinnar hefjast á jörðu niðri. Cavill tekur sig ágætlega út í búningnum en það er ekki eitt augnablik í myndinni þar sem persónan hans er skemmtileg. Það örlar ekki á neista neins staðar, hvorki á móti Lois Lane né illmenninu, og maður spyr sig hvort vandamálið liggi hjá leikaranum eða í handritinu. Í seinni hálfleik fáum við svo stanslausan hasar af leiðinlegu gerðinni. Það hjálpar myndinni auðvitað ekki neitt að koma í kjölfar hressa Marvel-bunkans þar sem þetta er gert svo vel. Eftir 45 mínútur af stefnulausri tölvubrellukássu fór ég að velta því fyrir mér hvort hin bragðdaufa Superman Returns frá 2006 væri ekki hreinlega betri mynd en Man of Steel.Niðurstaða: Gríðarleg vonbrigði. DC þarf að hysja upp um sig.
Gagnrýni Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira