Kaleo frumsýnir myndband við Vor í Vaglaskógi í kvöld Freyr Bjarnason skrifar 28. júní 2013 11:00 Kaleo frumsýnir nýtt myndband í kvöld. fréttablaðið/anton Hljómsveitin Kaleo úr Mosfellsbæ frumsýnir nýtt tónlistarmyndband í kvöld við útgáfu hennar af hinu sígilda íslenska dægurlagi, Vor í Vaglaskógi. Útgáfan sem strákarnir hljóðrituðu fyrir stuttu er gerð með góðfúslegu leyfi höfunda og hefur á augabragði náð miklum vinsældum. Lagið, sem verður gefið út um helgina, er sem stendur í efsta sæti vinsældarlista Rásar 2 og situr í níunda sæti á lista Bylgjunnar. Myndband af lifandi flutningi þeirra er komið með um þrjátíu þúsund spilanir á síðunni Youtube. „Þetta lag var búið að vera lengi í miklu uppáhaldi hjá söngvaranum Jökli. Hann byrjaði að þróa þessa útgáfu fyrir nokkrum árum og svo byrjuðum við að spila hana fyrir ári síðan,“ segir trommarinn Davíð Antonsson. „Við fengum góðar viðtökur og svo tókum við þetta lag „live“ á Rás 2 og það fékk enn þá betri viðtökur. Þannig að við ákváðum að henda í stúdíóútgáfu sem hefur ekki fengið síðri viðtökur.“ Auk Davíðs skipa Kaleo þeir Jökull Júlíusson, Daníel Ægir Kristjánsson og Rubin Pollock. Þeir eru allir 23 ára og eru að undirbúa sína fyrstu plötu sem er væntanleg á næstu mánuðum. „Við erum búnir að spila allir saman síðan við vorum í tíunda bekk. En Kaleo var stofnuð rétt fyrir Airwaves í fyrra þar sem við spiluðum nokkur „off-venue“-gigg. Hljómsveitin var formlega stofnuð þegar við fengum gítarleikarann Rubin Pollock til liðs við okkur,“ segir Davíð en þeir félagar störfuðu áður undir nafninu Timburmenn og spiluðu eingöngu lög eftir aðra. „Við fengum ógeð af því og vildum einbeita okkur að okkar eigin tónlist.“ Kaleo Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Hljómsveitin Kaleo úr Mosfellsbæ frumsýnir nýtt tónlistarmyndband í kvöld við útgáfu hennar af hinu sígilda íslenska dægurlagi, Vor í Vaglaskógi. Útgáfan sem strákarnir hljóðrituðu fyrir stuttu er gerð með góðfúslegu leyfi höfunda og hefur á augabragði náð miklum vinsældum. Lagið, sem verður gefið út um helgina, er sem stendur í efsta sæti vinsældarlista Rásar 2 og situr í níunda sæti á lista Bylgjunnar. Myndband af lifandi flutningi þeirra er komið með um þrjátíu þúsund spilanir á síðunni Youtube. „Þetta lag var búið að vera lengi í miklu uppáhaldi hjá söngvaranum Jökli. Hann byrjaði að þróa þessa útgáfu fyrir nokkrum árum og svo byrjuðum við að spila hana fyrir ári síðan,“ segir trommarinn Davíð Antonsson. „Við fengum góðar viðtökur og svo tókum við þetta lag „live“ á Rás 2 og það fékk enn þá betri viðtökur. Þannig að við ákváðum að henda í stúdíóútgáfu sem hefur ekki fengið síðri viðtökur.“ Auk Davíðs skipa Kaleo þeir Jökull Júlíusson, Daníel Ægir Kristjánsson og Rubin Pollock. Þeir eru allir 23 ára og eru að undirbúa sína fyrstu plötu sem er væntanleg á næstu mánuðum. „Við erum búnir að spila allir saman síðan við vorum í tíunda bekk. En Kaleo var stofnuð rétt fyrir Airwaves í fyrra þar sem við spiluðum nokkur „off-venue“-gigg. Hljómsveitin var formlega stofnuð þegar við fengum gítarleikarann Rubin Pollock til liðs við okkur,“ segir Davíð en þeir félagar störfuðu áður undir nafninu Timburmenn og spiluðu eingöngu lög eftir aðra. „Við fengum ógeð af því og vildum einbeita okkur að okkar eigin tónlist.“
Kaleo Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira