Von um hlýjan ráðherra Pawel Bartoszek skrifar 14. júní 2013 08:44 Það gerist því miður reglulega að einhver er rekinn úr landi sem augljóst er að myndi ekki gera samfélaginu neinn skaða heldur heilmikið gagn. Nýlegt mál hóps fólks frá Króatíu kemur upp í hugann. Þá verður tímabundið allt brjálað. Stundum verður fólk brjálað út í Útlendingastofnun og stundum út í innanríkisráðherra. En kærleiksríkari ráðherrar duga útlendingum skammt. Við þurfum betri lög. Satt að segja finnst mér stundum sem í öllu þessu réttmæta brjálæðiskasti felist samt ákveðin friðþæging. Það er eins og fólk hugsi: „Við erum víðsýn. Samfélagið er víðsýnt. En ráðherrann er algjört skoffín.“ Samt eru lögin oft bara eins og þau eru. Lögin miða að því að hleypa engum inn í landið nema að það sé algjörlega, algjörlega nauðsynlegt.Vondi dyravörðurinn Við settum upp háa girðingu, keyptum hlið með talnalás og réðum vörð. Við settum verðinum strangar reglur um að hann mætti helst ekki hleypa neinum inn. Af og til löbbum við óvart fram hjá hliðinu og sjáum þá að mikið af því fólki sem vörðurinn vísar frá er með andlit og tilfinningar. Þá líður okkur svolítið illa og við skömmum vörðinn fyrir að vera svona hjartalaus. En við breytum ekki reglunum. Við erum að borga öðrum fyrir að vera hjartalaus fífl. Því kannski viljum við innst inni vera nákvæmlega það. Því kannski, innst inni, erum við öll hrædd um að annars „fyllist hér allt af einhverju liði“.Dvalarleyfi fyrir venjulegt fólk Segjum að einhver hraust, löghlýðin og hóflega efnuð kona frá landi utan EES vilji koma til Íslands. Veit einhver hvaða flokkar dvalarleyfis myndu veita henni rétt til að setjast varanlega að á Íslandi? Þeir eru ekki margir. Hún getur annars vegar fengið dvalarleyfi vegna starfs sem krefst sérfræðiþekkingar eða fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða hælis. Það er eiginlega bara þetta tvennt. Það er eins og fólk átti sig ekki á þessu: Við tökum helst bara á móti fólki sem við a) getum ómögulega verið án eða b) vorkennum, því það á svo bágt. Þegar ég vann í háskóla hafði ég stundum spurnir af skrifstofufólki sem var að redda erlendum háskólakennurum svona sérfræðingadvalarleyfum. Það var oft ævintýri. Menn senda inn umsókn. Þriggja mánaða bið. Svo svarar Útlendingastofnun: „Það vantar fleiri gögn.“ Gögnin send samdægurs. Aftur mánaðarbið. Og svona í marga mánuði. Samt var verið að flytja inn fólk með doktorsgráður. Hvað, viljum við ekki að það fyllist hér allt af einhverjum doktorum? Hin leiðin er hælis-/mannúðarleiðin. Og það er ekkert að því að hafa þá leið. Við höfum alþjóðlegar skuldbindingar sem við þurfum að uppfylla. En þetta ættu ekki að vera aðalleiðirnar. Mér finnst stundum eins og vinir mínir á vinstri vængnum láti útlendingaumræðuna snúast fyrst og fremst um hælisleit. Ég er ekki að segja að við eigum ekki taka á móti fólki sem er ofsótt en það ætti ekki að vera kjarninn í innflytjendastefnu okkar. Það er til fólk sem býr ekki endilega við þjóðernisofsóknir heima fyrir en er samt að leita að betra lífi. Fólk sem hefur efni á flugmiða. Fólk sem getur alveg framfleytt sér í nokkra mánuði meðan það leitar að vinnu. Það vantar dvalarleyfi fyrir þannig fólk: Dvalarleyfi af efnahagsástæðum. Dvalarleyfi fyrir fólkið í miðjunni.Það þarf nýja stefnu Við rekum „lok-lok-og-læs“ útlendingapólitík gagnvart öllu fólki utan EES-svæðisins. Þeirri pólitík þarf að breyta. Vinstrimenn tóku engin skref í átt til þess að opna Ísland fyrir venjulegu fólki í leit að betra lífi. Því miður. Seinustu tillögur Ögmundar Jónassonar miðuðu að því að skipa óháða nefnd til að úrskurða um deilumál tengd brottvísunum útlendinga o.fl. Slíkt hefði engu breytt. Slík nefnd myndi dæma eftir sömu lögunum. Hún myndi auðvitað ekki búa til nýja innflytjendapólitík. Til að búa til nýja innflytjendapólitík þarf fyrst og fremst að breyta lögum. Það er það sem þarf að gera. Það dugar ekki að bíða og vona að dag einn muni engill birtast í innanríkisráðuneytinu. Og hleypa öllum í landið, í kærleik sínum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun
Það gerist því miður reglulega að einhver er rekinn úr landi sem augljóst er að myndi ekki gera samfélaginu neinn skaða heldur heilmikið gagn. Nýlegt mál hóps fólks frá Króatíu kemur upp í hugann. Þá verður tímabundið allt brjálað. Stundum verður fólk brjálað út í Útlendingastofnun og stundum út í innanríkisráðherra. En kærleiksríkari ráðherrar duga útlendingum skammt. Við þurfum betri lög. Satt að segja finnst mér stundum sem í öllu þessu réttmæta brjálæðiskasti felist samt ákveðin friðþæging. Það er eins og fólk hugsi: „Við erum víðsýn. Samfélagið er víðsýnt. En ráðherrann er algjört skoffín.“ Samt eru lögin oft bara eins og þau eru. Lögin miða að því að hleypa engum inn í landið nema að það sé algjörlega, algjörlega nauðsynlegt.Vondi dyravörðurinn Við settum upp háa girðingu, keyptum hlið með talnalás og réðum vörð. Við settum verðinum strangar reglur um að hann mætti helst ekki hleypa neinum inn. Af og til löbbum við óvart fram hjá hliðinu og sjáum þá að mikið af því fólki sem vörðurinn vísar frá er með andlit og tilfinningar. Þá líður okkur svolítið illa og við skömmum vörðinn fyrir að vera svona hjartalaus. En við breytum ekki reglunum. Við erum að borga öðrum fyrir að vera hjartalaus fífl. Því kannski viljum við innst inni vera nákvæmlega það. Því kannski, innst inni, erum við öll hrædd um að annars „fyllist hér allt af einhverju liði“.Dvalarleyfi fyrir venjulegt fólk Segjum að einhver hraust, löghlýðin og hóflega efnuð kona frá landi utan EES vilji koma til Íslands. Veit einhver hvaða flokkar dvalarleyfis myndu veita henni rétt til að setjast varanlega að á Íslandi? Þeir eru ekki margir. Hún getur annars vegar fengið dvalarleyfi vegna starfs sem krefst sérfræðiþekkingar eða fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða hælis. Það er eiginlega bara þetta tvennt. Það er eins og fólk átti sig ekki á þessu: Við tökum helst bara á móti fólki sem við a) getum ómögulega verið án eða b) vorkennum, því það á svo bágt. Þegar ég vann í háskóla hafði ég stundum spurnir af skrifstofufólki sem var að redda erlendum háskólakennurum svona sérfræðingadvalarleyfum. Það var oft ævintýri. Menn senda inn umsókn. Þriggja mánaða bið. Svo svarar Útlendingastofnun: „Það vantar fleiri gögn.“ Gögnin send samdægurs. Aftur mánaðarbið. Og svona í marga mánuði. Samt var verið að flytja inn fólk með doktorsgráður. Hvað, viljum við ekki að það fyllist hér allt af einhverjum doktorum? Hin leiðin er hælis-/mannúðarleiðin. Og það er ekkert að því að hafa þá leið. Við höfum alþjóðlegar skuldbindingar sem við þurfum að uppfylla. En þetta ættu ekki að vera aðalleiðirnar. Mér finnst stundum eins og vinir mínir á vinstri vængnum láti útlendingaumræðuna snúast fyrst og fremst um hælisleit. Ég er ekki að segja að við eigum ekki taka á móti fólki sem er ofsótt en það ætti ekki að vera kjarninn í innflytjendastefnu okkar. Það er til fólk sem býr ekki endilega við þjóðernisofsóknir heima fyrir en er samt að leita að betra lífi. Fólk sem hefur efni á flugmiða. Fólk sem getur alveg framfleytt sér í nokkra mánuði meðan það leitar að vinnu. Það vantar dvalarleyfi fyrir þannig fólk: Dvalarleyfi af efnahagsástæðum. Dvalarleyfi fyrir fólkið í miðjunni.Það þarf nýja stefnu Við rekum „lok-lok-og-læs“ útlendingapólitík gagnvart öllu fólki utan EES-svæðisins. Þeirri pólitík þarf að breyta. Vinstrimenn tóku engin skref í átt til þess að opna Ísland fyrir venjulegu fólki í leit að betra lífi. Því miður. Seinustu tillögur Ögmundar Jónassonar miðuðu að því að skipa óháða nefnd til að úrskurða um deilumál tengd brottvísunum útlendinga o.fl. Slíkt hefði engu breytt. Slík nefnd myndi dæma eftir sömu lögunum. Hún myndi auðvitað ekki búa til nýja innflytjendapólitík. Til að búa til nýja innflytjendapólitík þarf fyrst og fremst að breyta lögum. Það er það sem þarf að gera. Það dugar ekki að bíða og vona að dag einn muni engill birtast í innanríkisráðuneytinu. Og hleypa öllum í landið, í kærleik sínum.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun