Að eilífu, amen Þorsteinn Pálsson skrifar 8. júní 2013 06:00 Frá því var greint í vikunni að Landsbankinn hefði skrifað gamla bankanum bréf og óskað eftir að endursemja um kjör og lánstíma á þrjú hundruð milljarða króna skuldabréfi. Lengi hefur verið vitað að hvorki bankinn né þjóðarbúið eiga gjaldeyri til að greiða þessa skuld á réttum tíma. Skuldin er hluti af fortíðarvanda fyrri eigenda sem er núverandi stjórnendum óviðkomandi enda hafa þeir sýnt fulla ábyrgð í störfum. En þeir sitja uppi með vandann. Og hann er af þeirri stærðargráðu að bankinn myndi standa andspænis sömu örlögum og haustið 2008 ef ekki yrði fallist á beiðnina. Með því að Landsbankinn er ríkisbanki eru skattgreiðendur raunverulegir skuldarar. Hvernig sem á málið er litið er erindi Landsbankans eðlilegt og hafið yfir alla gagnrýni. Og Seðlabankinn telur hverfandi líkur á að illa fari. Aftur á móti varpar erindið ljósi á nokkur lykilatriði í stjórnmálaumræðunni sem vert er að skoða. Fyrst er að líta til þess að í kröfuhafahópi gamla bankans sitja á fleti fyrir ríkisstjórnir Bretlands og Hollands vegna Icesave-skuldarinnar. Með öðrum orðum: Það mál er afturgengið. Steingrímur J. Sigfússon staðhæfði á Sprengisandi í byrjun vikunnar að Icesave-málið væri nú að leysast af sjálfu sér. Ósk Landsbankans um samninga sýnir að það er rangt. Nú þarf enn einu sinni að semja fyrir hönd skattgreiðenda við ríkisstjórnir þessara landa. Í þessu sambandi er líka eðlilegt að spurt sé: Lofuðu ekki forseti Íslands og núverandi forsætisráðherra að Icesave væri úr sögunni með þjóðaratkvæðinu? Lofuðu þeir ekki aftur að það væri úr sögunni með EFTA-dómnum? Svarið er: Jú, þeir gerðu það; en sögðu ósatt. Á að hóta höftum? Fréttir herma að Landsbankinn hafi í sama bréfi og óskað var eftir gjaldfresti sagt tvímælalaust að verði ekki orðið við þeirri ósk sitji kröfuhafarnir uppi með krónur bundnar í höftum um ófyrirsjáanlega framtíð. Þetta er köld en raunsönn lýsing á veruleikanum. Með engu móti er unnt að gagnrýna að hann sé dreginn fram í dagsljósið. En þessi hluti bréfsins gefur tilefni til að líta á aðra pólitíska hlið þessa máls. Forsætisráðherra hefur sagt að höftin séu sterkasta vopn Íslendinga í glímunni við þá vondu útlendinga sem eiga kröfur á gömlu bankana. Hótunin um að framlengja höftin muni knýja þá til að gefa kröfur sínar eftir að stærstum hluta. Þar með verði unnt að aflétta þeim og endurgreiða öllum verðbólguhækkun húsnæðislána án kostnaðar fyrir skattgreiðendur. Forsætisráðherra hefur sett þetta sjónarmið í hástemmt þjóðernislegt samhengi. Þannig hefur hann lofað að beita fullveldisréttinum til hins ýtrasta til að standa við þessa hótun og að réttindi Íslendinga verði að fullu tryggð. Trúlega á það að jaðra við föðurlandssvik að líta á málið frá víðara sjónarhorni. Flest bendir til að það sé rétt mat að við þessar aðstæður megi ræða með árangri við kröfuhafana um gjaldfresti og afskriftir. Á hinn bóginn verða menn að gera sér grein fyrir hvað það þýðir í raun og veru þegar ríkisstjórnin segir við kröfuhafana: Afskriftir eða höft að eilífu, amen.Veikleiki fremur en styrkleiki Eins og sakir standa er líklegt að ekki reyni á hótunina. En það breytir ekki hinu að hótun ber að setja fram í styrkleika en ekki veikleika. Viðsemjendunum þarf með öðrum orðum að vera ljóst að Íslendingar séu fúsir og sáttir að búa við þær aðstæður sem framkvæmd hennar myndi kalla yfir þá. Þegar að er gáð er ekki víst að svo sé. Varanleg viðskiptahöft munu koma með meiri þunga niður á Íslendingum sjálfum en kröfuhöfunum. Hvert ár í höftum er dýrt fyrir þjóðarbúskapinn. Þetta vita kröfuhafarnir og ríkisstjórnir Bretlands og Hollands. Samt sem áður má ætla að þeir sem hlut eiga að máli líti svo á að allir hafi hag af lausn málsins. Ef gjaldeyrishöftin eru varanlegur veruleiki á að viðurkenna þann veikleika en ekki halda hinu fram að þau séu hástig fullveldisréttarins í átökum við illa innrætta útlendinga. Fyrstu stóru utanríkispólitísku mistök Íslands voru að hóta Bandaríkjunum með uppsögn varnarsamningsins. Þeir fóru og við stóðum ekki við hótunina, enda hefði það verið andstætt þjóðarhagsmunum. Þriðja pólitíska hliðin sem vert er að líta á í þessu samhengi er að samningar við kröfuhafa duga ekki til að afnema höftin. Þar þarf miklu meira til. Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar um að neita að horfa á og ræða aðra kosti í gjaldmiðilsmálum en krónuna þrengir stöðu Íslands og gerir landið þar af leiðandi of háð velvild kröfuhafanna. Við svo búið er hæpið að staðhæfa að fullveldisréttinum sé beitt til hins ýtrasta til að verja íslenska almannahagsmuni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Frá því var greint í vikunni að Landsbankinn hefði skrifað gamla bankanum bréf og óskað eftir að endursemja um kjör og lánstíma á þrjú hundruð milljarða króna skuldabréfi. Lengi hefur verið vitað að hvorki bankinn né þjóðarbúið eiga gjaldeyri til að greiða þessa skuld á réttum tíma. Skuldin er hluti af fortíðarvanda fyrri eigenda sem er núverandi stjórnendum óviðkomandi enda hafa þeir sýnt fulla ábyrgð í störfum. En þeir sitja uppi með vandann. Og hann er af þeirri stærðargráðu að bankinn myndi standa andspænis sömu örlögum og haustið 2008 ef ekki yrði fallist á beiðnina. Með því að Landsbankinn er ríkisbanki eru skattgreiðendur raunverulegir skuldarar. Hvernig sem á málið er litið er erindi Landsbankans eðlilegt og hafið yfir alla gagnrýni. Og Seðlabankinn telur hverfandi líkur á að illa fari. Aftur á móti varpar erindið ljósi á nokkur lykilatriði í stjórnmálaumræðunni sem vert er að skoða. Fyrst er að líta til þess að í kröfuhafahópi gamla bankans sitja á fleti fyrir ríkisstjórnir Bretlands og Hollands vegna Icesave-skuldarinnar. Með öðrum orðum: Það mál er afturgengið. Steingrímur J. Sigfússon staðhæfði á Sprengisandi í byrjun vikunnar að Icesave-málið væri nú að leysast af sjálfu sér. Ósk Landsbankans um samninga sýnir að það er rangt. Nú þarf enn einu sinni að semja fyrir hönd skattgreiðenda við ríkisstjórnir þessara landa. Í þessu sambandi er líka eðlilegt að spurt sé: Lofuðu ekki forseti Íslands og núverandi forsætisráðherra að Icesave væri úr sögunni með þjóðaratkvæðinu? Lofuðu þeir ekki aftur að það væri úr sögunni með EFTA-dómnum? Svarið er: Jú, þeir gerðu það; en sögðu ósatt. Á að hóta höftum? Fréttir herma að Landsbankinn hafi í sama bréfi og óskað var eftir gjaldfresti sagt tvímælalaust að verði ekki orðið við þeirri ósk sitji kröfuhafarnir uppi með krónur bundnar í höftum um ófyrirsjáanlega framtíð. Þetta er köld en raunsönn lýsing á veruleikanum. Með engu móti er unnt að gagnrýna að hann sé dreginn fram í dagsljósið. En þessi hluti bréfsins gefur tilefni til að líta á aðra pólitíska hlið þessa máls. Forsætisráðherra hefur sagt að höftin séu sterkasta vopn Íslendinga í glímunni við þá vondu útlendinga sem eiga kröfur á gömlu bankana. Hótunin um að framlengja höftin muni knýja þá til að gefa kröfur sínar eftir að stærstum hluta. Þar með verði unnt að aflétta þeim og endurgreiða öllum verðbólguhækkun húsnæðislána án kostnaðar fyrir skattgreiðendur. Forsætisráðherra hefur sett þetta sjónarmið í hástemmt þjóðernislegt samhengi. Þannig hefur hann lofað að beita fullveldisréttinum til hins ýtrasta til að standa við þessa hótun og að réttindi Íslendinga verði að fullu tryggð. Trúlega á það að jaðra við föðurlandssvik að líta á málið frá víðara sjónarhorni. Flest bendir til að það sé rétt mat að við þessar aðstæður megi ræða með árangri við kröfuhafana um gjaldfresti og afskriftir. Á hinn bóginn verða menn að gera sér grein fyrir hvað það þýðir í raun og veru þegar ríkisstjórnin segir við kröfuhafana: Afskriftir eða höft að eilífu, amen.Veikleiki fremur en styrkleiki Eins og sakir standa er líklegt að ekki reyni á hótunina. En það breytir ekki hinu að hótun ber að setja fram í styrkleika en ekki veikleika. Viðsemjendunum þarf með öðrum orðum að vera ljóst að Íslendingar séu fúsir og sáttir að búa við þær aðstæður sem framkvæmd hennar myndi kalla yfir þá. Þegar að er gáð er ekki víst að svo sé. Varanleg viðskiptahöft munu koma með meiri þunga niður á Íslendingum sjálfum en kröfuhöfunum. Hvert ár í höftum er dýrt fyrir þjóðarbúskapinn. Þetta vita kröfuhafarnir og ríkisstjórnir Bretlands og Hollands. Samt sem áður má ætla að þeir sem hlut eiga að máli líti svo á að allir hafi hag af lausn málsins. Ef gjaldeyrishöftin eru varanlegur veruleiki á að viðurkenna þann veikleika en ekki halda hinu fram að þau séu hástig fullveldisréttarins í átökum við illa innrætta útlendinga. Fyrstu stóru utanríkispólitísku mistök Íslands voru að hóta Bandaríkjunum með uppsögn varnarsamningsins. Þeir fóru og við stóðum ekki við hótunina, enda hefði það verið andstætt þjóðarhagsmunum. Þriðja pólitíska hliðin sem vert er að líta á í þessu samhengi er að samningar við kröfuhafa duga ekki til að afnema höftin. Þar þarf miklu meira til. Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar um að neita að horfa á og ræða aðra kosti í gjaldmiðilsmálum en krónuna þrengir stöðu Íslands og gerir landið þar af leiðandi of háð velvild kröfuhafanna. Við svo búið er hæpið að staðhæfa að fullveldisréttinum sé beitt til hins ýtrasta til að verja íslenska almannahagsmuni.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun