Mögnuð stemning myndaðist í vitunum Freyr Bjarnason skrifar 6. júní 2013 07:00 Hljómsveitin er að senda frá sér plötuna The Lighthouse Project. Hljómsveitin Amiina sendir frá sér nýja stuttskífu með sex lögum á morgun sem ber nafnið The Lighthouse Project. Hún kemur út í bókarbroti sem er ríkulega myndskreytt og verður einnig fáanleg á vínyl. Tónlistin og myndirnar markast af ferðalagi sem Amiina fór í árið 2009 og spilaði hljómsveitin m.a. í vitum víðs vegar um landið. Fyrir ferðalagið höfðu nýjar útsetningar verið gerðar og ný lög samin með það sérstaklega í huga að passa í smærri rými og til að ná meiri nánd við áhorfendur.Saman í sendiferðabíl„Þetta var alveg frábært verkefni. Við erum rosalega ánægð með útkomuna, bæði á bókinni og öllu þessu myndræna. Okkur finnst það haldast rosalega vel í hendur,“ segir María Huld Markan Sigfúsdóttir úr Amiinu spurð út í verkefnið. Hljómsveitin lagði land undir fót í sendiferðabíl sem var troðfullur af hljóðfærum, með einn ljósmyndara og aðstoðarmann. Ferðin var mikið ævintýri og leit stundum út fyrir að verið væri að aka út í algjörar óbyggðir og einskismannsland til að halda tónleika á hjara veraldar. „Við erum að bjóða fólki að koma með okkur inn í þessa stemningu. Við það að spila tónlist inni í svona litlum rýmum og fjarlægum myndast rosalega mögnuð stemning. Það að spila tónlist í vita er mjög sérstakt, ég mæli með því,“ segir María Huld. „Við áttum svo rosalega mikið af myndefni og þessi ferð varð í raun að sjálfstæðri upplifun sem okkur langaði mikið til að deila með fólki.“Sambland af eldra efni og nýju Tónlistin sem var leikin í ferðinni var sambland af eldra efni og nýju sem átti það sameiginlegt að vera fallegt og einfalt í uppbyggingu. Á meðal laga sem flutt voru var ábreiða af lagi Lee Hazlewood, Leather and Lace. Amiina hafði átt í samvinnu við Hazlewood aðeins nokkrum vikum fyrir fráfall hans, en þau unnu saman að lagi sem að endingu varð hans síðasta hljóðritun. Seint á síðasta ári ákvað Amiina að heimsækja Vitaverkefnið á nýjan leik og hljóðrita lögin í þeim útsetningum sem fengu að hljóma á vitatúrnum. Til að aðstoða sig við upptökur fékk sveitin til liðs við sig Ben Frost en Birgir Jón Birgisson sá svo um hljóðblöndun og tónjöfnun.Útgáfupartý í kvöld Það er Smekkleysa sem dreifir The Lighthouse Project á Íslandi en Sounds of a Handshake/morr music dreifir í Evrópu og Bandaríkjunum. Útgáfupartý Amiinu vegna plötunnar verður haldið á KEX hosteli í kvöld frá klukkan 17 til 19. Hljómsveitin mun leika tvö lög og léttar veitingar verða í boði. Hægt verður að kaupa plötuna í forsölu á sérstöku partýverði og einnig verða til sölu sex gerðir af póstkortum í tengslum við útgáfuna. Menning Tónlist Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hljómsveitin Amiina sendir frá sér nýja stuttskífu með sex lögum á morgun sem ber nafnið The Lighthouse Project. Hún kemur út í bókarbroti sem er ríkulega myndskreytt og verður einnig fáanleg á vínyl. Tónlistin og myndirnar markast af ferðalagi sem Amiina fór í árið 2009 og spilaði hljómsveitin m.a. í vitum víðs vegar um landið. Fyrir ferðalagið höfðu nýjar útsetningar verið gerðar og ný lög samin með það sérstaklega í huga að passa í smærri rými og til að ná meiri nánd við áhorfendur.Saman í sendiferðabíl„Þetta var alveg frábært verkefni. Við erum rosalega ánægð með útkomuna, bæði á bókinni og öllu þessu myndræna. Okkur finnst það haldast rosalega vel í hendur,“ segir María Huld Markan Sigfúsdóttir úr Amiinu spurð út í verkefnið. Hljómsveitin lagði land undir fót í sendiferðabíl sem var troðfullur af hljóðfærum, með einn ljósmyndara og aðstoðarmann. Ferðin var mikið ævintýri og leit stundum út fyrir að verið væri að aka út í algjörar óbyggðir og einskismannsland til að halda tónleika á hjara veraldar. „Við erum að bjóða fólki að koma með okkur inn í þessa stemningu. Við það að spila tónlist inni í svona litlum rýmum og fjarlægum myndast rosalega mögnuð stemning. Það að spila tónlist í vita er mjög sérstakt, ég mæli með því,“ segir María Huld. „Við áttum svo rosalega mikið af myndefni og þessi ferð varð í raun að sjálfstæðri upplifun sem okkur langaði mikið til að deila með fólki.“Sambland af eldra efni og nýju Tónlistin sem var leikin í ferðinni var sambland af eldra efni og nýju sem átti það sameiginlegt að vera fallegt og einfalt í uppbyggingu. Á meðal laga sem flutt voru var ábreiða af lagi Lee Hazlewood, Leather and Lace. Amiina hafði átt í samvinnu við Hazlewood aðeins nokkrum vikum fyrir fráfall hans, en þau unnu saman að lagi sem að endingu varð hans síðasta hljóðritun. Seint á síðasta ári ákvað Amiina að heimsækja Vitaverkefnið á nýjan leik og hljóðrita lögin í þeim útsetningum sem fengu að hljóma á vitatúrnum. Til að aðstoða sig við upptökur fékk sveitin til liðs við sig Ben Frost en Birgir Jón Birgisson sá svo um hljóðblöndun og tónjöfnun.Útgáfupartý í kvöld Það er Smekkleysa sem dreifir The Lighthouse Project á Íslandi en Sounds of a Handshake/morr music dreifir í Evrópu og Bandaríkjunum. Útgáfupartý Amiinu vegna plötunnar verður haldið á KEX hosteli í kvöld frá klukkan 17 til 19. Hljómsveitin mun leika tvö lög og léttar veitingar verða í boði. Hægt verður að kaupa plötuna í forsölu á sérstöku partýverði og einnig verða til sölu sex gerðir af póstkortum í tengslum við útgáfuna.
Menning Tónlist Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira