Óvissa og bið í Evrópumálum Ólafur Þ. Stephensen skrifar 5. júní 2013 08:59 Í atvinnulífinu vænta margir mikils af nýju ríkisstjórninni. Fólk sem á og rekur fyrirtæki vonast augljóslega til að hún geti rofið kyrrstöðu og skapað umhverfi sem hvetur til athafna, fjárfestinga og atvinnusköpunar. Um leið er augljóst að utanríkismálakafli stjórnarsáttmálans veldur mörgum í viðskiptalífinu vonbrigðum. Ríkisstjórnin ætlar að gera „alvöru hlé“ á aðildarviðræðum við Evrópusambandið, eins og utanríkisráðherrann orðar það, og ekki taka upp þráðinn á ný fyrr en að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslu um framhaldið. Þetta þýðir meðal annars að ekkert verður unnið að því að Ísland geti tekið upp nýjan gjaldmiðil. Búið er að blása út af borðinu norsku krónuna, Kanadadollarinn og evru með aðstoð AGS, svo nokkrar af fyrri hugmyndum formanna stjórnarflokkanna séu nefndar. Nærtækasta kostinum, evru með aðild að ESB, er ýtt til hliðar og viðræðum um hvernig aflétta megi gjaldeyrishöftunum í samstarfi Íslands og ESB verður hætt. Það þykir mörgum súrt í broti, sem telja það úrslitaatriði fyrir samkeppnishæfni íslenzks atvinnulífs að búa við alþjóðlegan, stöðugan gjaldmiðil sem er gjaldgengur á frjálsum markaði. Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið hefur skipt sköpum um aðgang íslenzkra fyrirtækja að stærsta innri markaði heims og alþjóðlega samkeppnishæfni þeirra í víðara samhengi. Það vekur athygli margra að hann skuli ekki nefndur einu orði í stjórnarsáttmálanum. Sú þögn veldur ugg, ekki sízt vegna þess að í stjórnarliðinu eru margir sem hafa lýst sig algjörlega andvíga aðlögun íslenzks lagaumhverfis og stofnana að regluverki Evrópusambandsins. Sú aðlögun hefur fyrst og fremst farið fram í gegnum EES-samninginn undanfarna tæplega tvo áratugi og viðbótin sem kæmi með ESB-aðild er fremur smávægileg. Hverju munu þeir fá að ráða sem vilja vinda ofan af EES-samstarfinu eða segja staðar numið? Nýbakaður fjármálaráðherra hefur lýst efasemdum um að Ísland eigi að taka upp EES-reglur um samevrópskt fjármálaeftirlit. Ríkisstjórnin virðist líka á þeirri skoðun að Ísland eigi heldur ekki að hlíta EES-reglum um innflutning á fersku kjöti, sem myndi efla samkeppni á búvörumarkaðnum og fjölga kostum neytenda. Færð hafa verið rök fyrir því að nýta mætti EES-samninginn betur í þágu íslenzks atvinnulífs og hafa meiri áhrif á ákvarðanir ESB um ýmsar reglur, sem snerta íslenzka hagsmuni. Slíkt myndi reyndar kosta tíma, mannskap og peninga, rétt eins og aðildarviðræðurnar við ESB. Við vitum ekkert um hvað stjórnin ætlar að gera í því efni. Stefna ríkisstjórnarinnar, um að gera skýrslu um stöðu aðildarviðræðnanna og ástand mála í ESB og halda svo þjóðaratkvæðagreiðslu einhvern tímann seinna, er skrýtin. Nýleg úttekt á stöðu viðræðnanna liggur fyrir. Nægar upplýsingar eru sömuleiðis um stöðu mála í ESB. Halda ætti þjóðaratkvæðagreiðsluna sem fyrst, í stað þessara biðleikja sem eingöngu skapa óvissu um mikilvæga þætti í rekstrarumhverfi og samkeppnisstöðu íslenzks atvinnulífs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun
Í atvinnulífinu vænta margir mikils af nýju ríkisstjórninni. Fólk sem á og rekur fyrirtæki vonast augljóslega til að hún geti rofið kyrrstöðu og skapað umhverfi sem hvetur til athafna, fjárfestinga og atvinnusköpunar. Um leið er augljóst að utanríkismálakafli stjórnarsáttmálans veldur mörgum í viðskiptalífinu vonbrigðum. Ríkisstjórnin ætlar að gera „alvöru hlé“ á aðildarviðræðum við Evrópusambandið, eins og utanríkisráðherrann orðar það, og ekki taka upp þráðinn á ný fyrr en að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslu um framhaldið. Þetta þýðir meðal annars að ekkert verður unnið að því að Ísland geti tekið upp nýjan gjaldmiðil. Búið er að blása út af borðinu norsku krónuna, Kanadadollarinn og evru með aðstoð AGS, svo nokkrar af fyrri hugmyndum formanna stjórnarflokkanna séu nefndar. Nærtækasta kostinum, evru með aðild að ESB, er ýtt til hliðar og viðræðum um hvernig aflétta megi gjaldeyrishöftunum í samstarfi Íslands og ESB verður hætt. Það þykir mörgum súrt í broti, sem telja það úrslitaatriði fyrir samkeppnishæfni íslenzks atvinnulífs að búa við alþjóðlegan, stöðugan gjaldmiðil sem er gjaldgengur á frjálsum markaði. Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið hefur skipt sköpum um aðgang íslenzkra fyrirtækja að stærsta innri markaði heims og alþjóðlega samkeppnishæfni þeirra í víðara samhengi. Það vekur athygli margra að hann skuli ekki nefndur einu orði í stjórnarsáttmálanum. Sú þögn veldur ugg, ekki sízt vegna þess að í stjórnarliðinu eru margir sem hafa lýst sig algjörlega andvíga aðlögun íslenzks lagaumhverfis og stofnana að regluverki Evrópusambandsins. Sú aðlögun hefur fyrst og fremst farið fram í gegnum EES-samninginn undanfarna tæplega tvo áratugi og viðbótin sem kæmi með ESB-aðild er fremur smávægileg. Hverju munu þeir fá að ráða sem vilja vinda ofan af EES-samstarfinu eða segja staðar numið? Nýbakaður fjármálaráðherra hefur lýst efasemdum um að Ísland eigi að taka upp EES-reglur um samevrópskt fjármálaeftirlit. Ríkisstjórnin virðist líka á þeirri skoðun að Ísland eigi heldur ekki að hlíta EES-reglum um innflutning á fersku kjöti, sem myndi efla samkeppni á búvörumarkaðnum og fjölga kostum neytenda. Færð hafa verið rök fyrir því að nýta mætti EES-samninginn betur í þágu íslenzks atvinnulífs og hafa meiri áhrif á ákvarðanir ESB um ýmsar reglur, sem snerta íslenzka hagsmuni. Slíkt myndi reyndar kosta tíma, mannskap og peninga, rétt eins og aðildarviðræðurnar við ESB. Við vitum ekkert um hvað stjórnin ætlar að gera í því efni. Stefna ríkisstjórnarinnar, um að gera skýrslu um stöðu aðildarviðræðnanna og ástand mála í ESB og halda svo þjóðaratkvæðagreiðslu einhvern tímann seinna, er skrýtin. Nýleg úttekt á stöðu viðræðnanna liggur fyrir. Nægar upplýsingar eru sömuleiðis um stöðu mála í ESB. Halda ætti þjóðaratkvæðagreiðsluna sem fyrst, í stað þessara biðleikja sem eingöngu skapa óvissu um mikilvæga þætti í rekstrarumhverfi og samkeppnisstöðu íslenzks atvinnulífs.