Tónlist

Hátíðin Sumarmölin í fyrsta sinn

Freyr Bjarnason skrifar
ojba rasta Hljómsveitin Ojba Rasta spilar á Sumarmölinni 15. júní.fréttablaðið/stefán
ojba rasta Hljómsveitin Ojba Rasta spilar á Sumarmölinni 15. júní.fréttablaðið/stefán fréttablaðið/stefán

Tónlistarhátíðin Sumarmölin á Drangsnesi verður haldin í fyrsta sinn í sumar. Hún fer fram í samkomuhúsinu Baldri 15. júní. Í kjölfar góðra undirtekta við tónleikaröðinni Mölinni á Drangsnesi var ákveðið að halda þessa nýju tónlistarhátíð. Á Sumarmölinni verður lagt upp með að skapa fjölskylduvænt andrúmsloft þar sem ungir og aldnir geta komið saman og notið þess að horfa á rjóma íslenskra tónlistarmanna flytja tónlist í fallegu umhverfi. Á fyrstu Sumarmölina hafa nú boðað komu sína Borko, Jónas Sigurðsson, Gógó-Píurnar, Hemúllinn, Nolo, Ojba Rasta og Valdimar. Hátíðin stendur yfir frá kl. 20 til 00.30 og er vakin sérstök athygli á því að börn og unglingar undir 16 ára aldri eru velkomin í fylgd með foreldrum. Að tónleikum loknum verður áframhaldandi skemmtun á Malarkaffi þar sem plötusnúður spilar fyrir dansglaða hátíðargesti. Miðaverð er 3.900 kr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.