Tónlist

Hraðamet í Bretlandi

Engin plata hefur selst hraðar á árinu í Bretlandi en Random Access Memories með franska rafdúettnum Daft Punk.

Hún seldist í 133 þúsund eintökum á aðeins fjórum dögum og sló met Michael Buble sem seldi 121 þúsund eintök af plötu sinni fyrr á þessu ári, fyrstu vikuna eftir að hún kom út.

Sú plata sem hefur selst hraðast í Bretlandi fyrr og síðar er Be Here Now með Oasis sem seldist í 600 þúsund eintökum fyrstu vikuna árið 2007.

Liam Gallagher, fyrrum söngvari Oasis, segist ekki vera hrifinn af smáskíulagi Daft Punk, Get Lucky, og segir að hann hefði getað samið það á einni klukkustund. Hægt er að hlusta á lagið í spilaranum fyrir ofan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.