Tónlist

Breikdans við klassíska tóna

Sara McMahon skrifar
Sóley Kristjánsdóttir segir sýninguna Red Bull Flying Bach henta breiðum aldurshópi. Mynd/ellý Ármannsdóttir
Sóley Kristjánsdóttir segir sýninguna Red Bull Flying Bach henta breiðum aldurshópi. Mynd/ellý Ármannsdóttir
„Hópurinn er margfaldur heimsmeistari í breikdansi og þau tvinna saman breikdans og klassíska tónlist í þessu atriði. Þetta er mjög skemmtilegt og heillar breiðan aldurshóp,“ segir Sóley Kristjánsdóttir, vörumerkjastjóri Red Bull. Danshópurinn Flying Steps kemur hingað til lands í sumar á vegum Red Bull orkudrykkjarins.

Flying Steps hefur starfað saman frá árinu 1993 og hefur ferðast um heim allan með atriði sín. Danshópurinn mun sýna dansverkið Red Bull Flying Bach í Eldborgarsalnum þann 14. Júní. Í sýningunni er klassískri tónlist tónskáldsins J.S. Bach og breikdansi blandað saman á skemmtilegan hátt.

„Red Bull eru þekktir fyrir viðburði sína og eru vanir að styrkja annaðhvort menningarviðburði eða íþróttaviðburði. Þeir voru til dæmis helstu styrktaraðilar Felix Baumgartner,“ segir Sóley og á þar við Austurríkismanninn Felix Baumgartner sem sló heimsmet er hann stökk úr loftfari úr 39 kílómetra hæð í október í fyrra.

Miðasala á sýninguna er hafin á Midi.is.-






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.