Þroskaheft femínista- hlussa gekk inn á bar… Saga Garðarsdóttir skrifar 13. maí 2013 07:00 Tjáningarfrelsi er töff og ég vil hafa rétt á því að segja hvað sem mér sýnist hvenær sem mér sýnist en ég er líka meðvituð um að það sem ég segi hefur áhrif og því fylgir ábyrgð. Á sama tíma og ég hef rétt á að segja hvað sem er hefur þú rétt á að móðgast. Grín sem særir er því miður oft skrifað á húmorsleysi þeirra sem fyrir því verða. Femínistar sem hlæja ekki að nauðgunarbröndurum eru húmorslausir og fatlaða sem lolla ekki þegar þeir eru sýndir sem slefandi lúðar skortir bara húmor og æðruleysi fyrir sjálfum sér. Ég hef oft gerst sek um meiðandi brandara og þótt erfitt að heyra það, því fyrstu viðbrögð við gagnrýni eru yfirleitt að fara í vörn og berjast af alefli við að halda í gefna hugmynd. Lukkulega er þó til einföld leið út úr þessari hallærislegu klemmu, sem er hið forna sport að hugsa sig tvisvar um. Næst þegar ég er við það að segja eða skrifa brandara, komment eða auglýsingu sem gæti verið særandi ætla ég að staldra við og gefa mér þann möguleika að efasemdaraddirnar hafi eitthvað til síns máls. Og þótt það sé ekki nema 5% rétt, spyrja mig hvað það kosti mig að sleppa því. Sennilega er það engin raunveruleg fórn og eflaust dettur mér eitthvað fyndnara í hug. Hængurinn er þó sá að um leið og mér er bannað að grínast með eitthvað verður það óhjákvæmilega fyndnara og hertar reglur um viðeigandi húmor öskra beinlínis á að farið sé á skjön við þær. Lausnin felst því aldrei í reglum eða takmörkunum heldur í mannasiðum, því flest erum við sammála um að það er langtum leiðinlegra að særa fólk með orðum en fá það til að hlæja. Og hversu fyndinn þarf brandari að vera til að það borgi sig að ganga á rétt annarra? Er ekki betra og fyndnara að segja bara annan brandara? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Saga Garðarsdóttir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun
Tjáningarfrelsi er töff og ég vil hafa rétt á því að segja hvað sem mér sýnist hvenær sem mér sýnist en ég er líka meðvituð um að það sem ég segi hefur áhrif og því fylgir ábyrgð. Á sama tíma og ég hef rétt á að segja hvað sem er hefur þú rétt á að móðgast. Grín sem særir er því miður oft skrifað á húmorsleysi þeirra sem fyrir því verða. Femínistar sem hlæja ekki að nauðgunarbröndurum eru húmorslausir og fatlaða sem lolla ekki þegar þeir eru sýndir sem slefandi lúðar skortir bara húmor og æðruleysi fyrir sjálfum sér. Ég hef oft gerst sek um meiðandi brandara og þótt erfitt að heyra það, því fyrstu viðbrögð við gagnrýni eru yfirleitt að fara í vörn og berjast af alefli við að halda í gefna hugmynd. Lukkulega er þó til einföld leið út úr þessari hallærislegu klemmu, sem er hið forna sport að hugsa sig tvisvar um. Næst þegar ég er við það að segja eða skrifa brandara, komment eða auglýsingu sem gæti verið særandi ætla ég að staldra við og gefa mér þann möguleika að efasemdaraddirnar hafi eitthvað til síns máls. Og þótt það sé ekki nema 5% rétt, spyrja mig hvað það kosti mig að sleppa því. Sennilega er það engin raunveruleg fórn og eflaust dettur mér eitthvað fyndnara í hug. Hængurinn er þó sá að um leið og mér er bannað að grínast með eitthvað verður það óhjákvæmilega fyndnara og hertar reglur um viðeigandi húmor öskra beinlínis á að farið sé á skjön við þær. Lausnin felst því aldrei í reglum eða takmörkunum heldur í mannasiðum, því flest erum við sammála um að það er langtum leiðinlegra að særa fólk með orðum en fá það til að hlæja. Og hversu fyndinn þarf brandari að vera til að það borgi sig að ganga á rétt annarra? Er ekki betra og fyndnara að segja bara annan brandara?