Sveitarfélögum fækkað um 62 Mikael Torfason skrifar 9. maí 2013 07:00 Á Íslandi eru sjötíu og fjögur sveitarfélög. Þeim mætti fækka um sextíu og tvö samkvæmd tillögum svokallaðrar Verkefnastjórnar Samráðsvettvangs en þátttakendur í honum eru leiðtogar stjórnmálaflokka, vinnumarkaðar og atvinnulífs. Margar tillögur þessa verkefnastjórnarinnar virðast róttækar en við nánari skoðun eru þær nær allar mjög skynsamlegar. Til dæmis er laggt til að löggæsluembættin á Íslandi verði öll sameinuð í eitt. Í dag eru þetta sautján stofnanir en við höfum góða reynslu af sameiningu. Til dæmis voru öll lögregluembætti höfuðborgarsvæðisins sameinuð árið 2007. Sú sameining var mjög vel heppnuð og vegna hennar komst lögreglan á höfuðborgarsvæðinu miklu betur frá hruninu en annars hefði orðið. Verkefnastjórnin leggur til fleira viturlegt. Stungið er upp á því að heilbrigðisstofnunum verði fækkað úr sextán í sjö en þannig má ná mikilli hagræðingu auk þess sem þjónustan myndi batna til muna. Þá eru hér í landi alltof margir framhaldsskólar. Á Íslandi rekum við eina þrjátíu og þrjá slíka en það sér hver heilvita manneskja að það nær ekki nokkurri átt í samfélagi sem telur þrjú hundruð og tuttugu þúsund manns. Við erum með meira en einn framhaldsskóla á hverja tíu þúsund íbúa. Verkefnastjórnin leggur til að þeim verði fækkað um tuttugu og fimm. Þá yrðu eftir átta framhaldsskólar. Í Fréttablaðinu í dag er öllum þessum tillögum gerð ítarleg skil. Í þeim er margt fleira áhugavert eins og til dæmis innlegg verkefnastjórnarinnar um málefni öryrkja. Lagt er til að bæta atvinnuþátttöku þeirra en síðastliðinn áratug hefur öryrkjum sem fá vinnu við hæfi fækkað. Öryrkjum fjölgar hratt á Íslandi. Alls voru 726 einstaklingar greindir 75% öryrkjar árið 1990 en í fyrra fengu 1.275 slíka greiningu. Kannanir sýna að næstum sjö af hverjum tíu öryrkjum vilja vinna. Okkur ber skylda til að virkja það fólk og skilja það ekki útundan. Bæði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson eru í umræddum Samráðsvettvangi og munu vinna úr tillögum verkefnastjórnarinnar ásamt fleira góðu fólki. Vissulega gefur það von um bjartsýni og að kannski verði ráðist í róttæk verkefni til að bæta hagsæld allra Íslendinga. Um leið vitum við öll að þeirra bíður erfitt verkefni ætli þeir að framkvæma einhverjar af þessum skynsamlegu tillögum. Ef þeir Sigmundur og Bjarni vilja byrja einhvers staðar ætti fækkun sveitarfélaga að vera með mikilvægari verkefnum. Sveitarfélög ættu ekki að hafa færri en átta þúsund íbúa því annars næst ekki skilvirkni í rekstri stjórnsýslunnar. Sveitarfélög með færri en átta þúsund íbúa hafa minni burði til að veita sæmandi velferðarþjónustu. Þessi sveitarfélög þurfa að reiða sig á jöfnunarsjóð sveitarfélaga og það er okkur dýrt. Það er kominn tími á tiltekt og vonandi gefur ný ríkisstjórn fyrirheit um almennilega vorhreingerningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson Skoðun
Á Íslandi eru sjötíu og fjögur sveitarfélög. Þeim mætti fækka um sextíu og tvö samkvæmd tillögum svokallaðrar Verkefnastjórnar Samráðsvettvangs en þátttakendur í honum eru leiðtogar stjórnmálaflokka, vinnumarkaðar og atvinnulífs. Margar tillögur þessa verkefnastjórnarinnar virðast róttækar en við nánari skoðun eru þær nær allar mjög skynsamlegar. Til dæmis er laggt til að löggæsluembættin á Íslandi verði öll sameinuð í eitt. Í dag eru þetta sautján stofnanir en við höfum góða reynslu af sameiningu. Til dæmis voru öll lögregluembætti höfuðborgarsvæðisins sameinuð árið 2007. Sú sameining var mjög vel heppnuð og vegna hennar komst lögreglan á höfuðborgarsvæðinu miklu betur frá hruninu en annars hefði orðið. Verkefnastjórnin leggur til fleira viturlegt. Stungið er upp á því að heilbrigðisstofnunum verði fækkað úr sextán í sjö en þannig má ná mikilli hagræðingu auk þess sem þjónustan myndi batna til muna. Þá eru hér í landi alltof margir framhaldsskólar. Á Íslandi rekum við eina þrjátíu og þrjá slíka en það sér hver heilvita manneskja að það nær ekki nokkurri átt í samfélagi sem telur þrjú hundruð og tuttugu þúsund manns. Við erum með meira en einn framhaldsskóla á hverja tíu þúsund íbúa. Verkefnastjórnin leggur til að þeim verði fækkað um tuttugu og fimm. Þá yrðu eftir átta framhaldsskólar. Í Fréttablaðinu í dag er öllum þessum tillögum gerð ítarleg skil. Í þeim er margt fleira áhugavert eins og til dæmis innlegg verkefnastjórnarinnar um málefni öryrkja. Lagt er til að bæta atvinnuþátttöku þeirra en síðastliðinn áratug hefur öryrkjum sem fá vinnu við hæfi fækkað. Öryrkjum fjölgar hratt á Íslandi. Alls voru 726 einstaklingar greindir 75% öryrkjar árið 1990 en í fyrra fengu 1.275 slíka greiningu. Kannanir sýna að næstum sjö af hverjum tíu öryrkjum vilja vinna. Okkur ber skylda til að virkja það fólk og skilja það ekki útundan. Bæði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson eru í umræddum Samráðsvettvangi og munu vinna úr tillögum verkefnastjórnarinnar ásamt fleira góðu fólki. Vissulega gefur það von um bjartsýni og að kannski verði ráðist í róttæk verkefni til að bæta hagsæld allra Íslendinga. Um leið vitum við öll að þeirra bíður erfitt verkefni ætli þeir að framkvæma einhverjar af þessum skynsamlegu tillögum. Ef þeir Sigmundur og Bjarni vilja byrja einhvers staðar ætti fækkun sveitarfélaga að vera með mikilvægari verkefnum. Sveitarfélög ættu ekki að hafa færri en átta þúsund íbúa því annars næst ekki skilvirkni í rekstri stjórnsýslunnar. Sveitarfélög með færri en átta þúsund íbúa hafa minni burði til að veita sæmandi velferðarþjónustu. Þessi sveitarfélög þurfa að reiða sig á jöfnunarsjóð sveitarfélaga og það er okkur dýrt. Það er kominn tími á tiltekt og vonandi gefur ný ríkisstjórn fyrirheit um almennilega vorhreingerningu.