Legið á línunni Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 24. apríl 2013 06:00 Jæja, viljið þið ekki bara fara að hætta þessu stelpur mínar? Hafið þið nokkuð fleira að segja?“ Tilmælin komu flatt upp á okkur sjö ára vinkonurnar. Við vorum að tala saman í símann þegar þessi þriðja rödd klauf skyndilega samtalið eins og óboðinn gestur en mig minnir einmitt að ég hafi verið að bjóða vinkonunni í afmælið mitt. Við vorum að tala í sveitasímann svokallaða og frúin hafði verið að hlusta á okkur allan tímann. Hlustað á kannski innihaldslítið spjall okkar í eins-atkvæðis orðum og var farið að leiðast þófið. Hún vildi losna við okkur af línunni, þurfti sjálf að nota símann. Við hlýddum. Þá gat bara einn hringt í einu. Ef maður sjálfur átti erindi en einhver annar var að nota símann varð bara að bíða þar til hann hafði lokið sínu spjalli. Nú, eða blanda sér inn í samtalið og biðja viðkomandi að hætta, eins og frúin. Þá var líka hægt að stytta sér biðina með því að hlusta í laumi, þótt það þætti kannski ekki kurteisi. Stundum héngu svo margir á línunni að hlusta að sambandið slitnaði milli þeirra sem voru að tala saman. Þetta er eina skiptið sem ég man eftir mér sjálfri að tala í sveitasímann. Ég man hvernig risastórt, svart símtólið gleypti nánast allt andlitið á mér og svört snúran hringaðist eins og lakkrís utan um fingurna. Ég valdi hringinguna með lítilli sveif. Sveitasíminn tilheyrir núna svo löngu liðnum tíma að mér finnst hann nánast óraunverulegur, þó að ég hafi verið sjö ára árið 1982. Ég man aftur á móti vel eftir sjálfri mér tala í glænýja takkasímann þegar hann kom loksins í sveitina enda var árið þá orðið 1985! Ég gerði stundum símaat og hringdi oft í Frú klukku. Sveitasíminn er enn fjarlægari minni eigin sjö ára dóttur sem elst upp við að símar séu persónuleg eign hvers og eins. Rúmist fyrir í vasa og séu til taks hvenær sem eigandinn þarf að hringja, eða bara langar til að hringja. Nú hringja sjö ára börn bara sjálf í vini sína úr sínum eigin símum til að bjóða þeim í afmælið sitt og þau hafa ekki hugmynd um hver Frú klukka er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Ragnheiður Tryggvadóttir Skoðanir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun
Jæja, viljið þið ekki bara fara að hætta þessu stelpur mínar? Hafið þið nokkuð fleira að segja?“ Tilmælin komu flatt upp á okkur sjö ára vinkonurnar. Við vorum að tala saman í símann þegar þessi þriðja rödd klauf skyndilega samtalið eins og óboðinn gestur en mig minnir einmitt að ég hafi verið að bjóða vinkonunni í afmælið mitt. Við vorum að tala í sveitasímann svokallaða og frúin hafði verið að hlusta á okkur allan tímann. Hlustað á kannski innihaldslítið spjall okkar í eins-atkvæðis orðum og var farið að leiðast þófið. Hún vildi losna við okkur af línunni, þurfti sjálf að nota símann. Við hlýddum. Þá gat bara einn hringt í einu. Ef maður sjálfur átti erindi en einhver annar var að nota símann varð bara að bíða þar til hann hafði lokið sínu spjalli. Nú, eða blanda sér inn í samtalið og biðja viðkomandi að hætta, eins og frúin. Þá var líka hægt að stytta sér biðina með því að hlusta í laumi, þótt það þætti kannski ekki kurteisi. Stundum héngu svo margir á línunni að hlusta að sambandið slitnaði milli þeirra sem voru að tala saman. Þetta er eina skiptið sem ég man eftir mér sjálfri að tala í sveitasímann. Ég man hvernig risastórt, svart símtólið gleypti nánast allt andlitið á mér og svört snúran hringaðist eins og lakkrís utan um fingurna. Ég valdi hringinguna með lítilli sveif. Sveitasíminn tilheyrir núna svo löngu liðnum tíma að mér finnst hann nánast óraunverulegur, þó að ég hafi verið sjö ára árið 1982. Ég man aftur á móti vel eftir sjálfri mér tala í glænýja takkasímann þegar hann kom loksins í sveitina enda var árið þá orðið 1985! Ég gerði stundum símaat og hringdi oft í Frú klukku. Sveitasíminn er enn fjarlægari minni eigin sjö ára dóttur sem elst upp við að símar séu persónuleg eign hvers og eins. Rúmist fyrir í vasa og séu til taks hvenær sem eigandinn þarf að hringja, eða bara langar til að hringja. Nú hringja sjö ára börn bara sjálf í vini sína úr sínum eigin símum til að bjóða þeim í afmælið sitt og þau hafa ekki hugmynd um hver Frú klukka er.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun