Mataræði og tíska Bergur Ebbi Benediktsson skrifar 11. apríl 2013 07:00 Ég var að heyra af nýjustu tískunni í mataræði. Nú er best að borða fitu og prótein. Forðast skal brauðmeti í lengstu lög og einnig allan sykur – jafnvel þó hann komi úr ávöxtum. Mjólk er nú aftur komin í tísku eftir áratugslanga eyðimerkurgöngu. Þessi tíska er áþreifanleg í matreiðsluþáttum, matreiðslubókum og almennri umræðu um mataræði og hollt líferni. Matur er tískuvara eins og allt annað. Munurinn á mat og til dæmis fatnaði er þó sá að mataræðistískan er byggð á „vísindum“. Þessi vísindatenging gæti ekki gengið upp í fatatískuiðnaðnum. Það myndi enginn geta haldið því fram að það sé vísindalega sannað að síðir kragar og loð sé málið þennan veturinn. Þetta er hægt með mataræði. Ástæðan er sú að heilsufræði, hvað svo sem þau standa fyrir, eru býsna vafasöm fræði. Sannleikurinn er sá að það eina sem hægt er að sanna er að mannskepnan getur étið hvað sem er. Til eru frásagnir af japönskum skipsbrotsmönnum sem borðuðu bara kókoshnetuhýði áratugum saman. Ég hef séð myndir af þessum mönnum og þeir litu bara vel út. Sixpack og skínandi hvítar tennur. Svo er til fólk sem borðar gler og fjarstýringar. Einn maður borðaði heilan strætó og var byrjaður á júmbó-þotu en þurfti að hætta vegna tímaskorts. Sumir sjúga dulur og láta það gott heita. Hjá sjálfum mér er það þannig að dagurinn er ónýtur ef ég hef ekki sporðrennt fimm franskbrauðsneiðum og hálfum lítra af mjólk áður en klukkan slær 9.30. Samt er gaman að taka þátt í mataræðistískunni. Ég vil jafnvel ganga lengra. Af hverju er ekki til svefntíska? Ég væri til í að heyra fólk halda því fram að það sé „vísindalega sannað“ að homo sapiens skuli sofa standandi einu sinni í viku (hestar gera það). Miðaldamenn sváfu víst sitjandi, það var af ótta við Guð. Það mætti innleiða aftur, allavega sem tímabundna tísku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Ég var að heyra af nýjustu tískunni í mataræði. Nú er best að borða fitu og prótein. Forðast skal brauðmeti í lengstu lög og einnig allan sykur – jafnvel þó hann komi úr ávöxtum. Mjólk er nú aftur komin í tísku eftir áratugslanga eyðimerkurgöngu. Þessi tíska er áþreifanleg í matreiðsluþáttum, matreiðslubókum og almennri umræðu um mataræði og hollt líferni. Matur er tískuvara eins og allt annað. Munurinn á mat og til dæmis fatnaði er þó sá að mataræðistískan er byggð á „vísindum“. Þessi vísindatenging gæti ekki gengið upp í fatatískuiðnaðnum. Það myndi enginn geta haldið því fram að það sé vísindalega sannað að síðir kragar og loð sé málið þennan veturinn. Þetta er hægt með mataræði. Ástæðan er sú að heilsufræði, hvað svo sem þau standa fyrir, eru býsna vafasöm fræði. Sannleikurinn er sá að það eina sem hægt er að sanna er að mannskepnan getur étið hvað sem er. Til eru frásagnir af japönskum skipsbrotsmönnum sem borðuðu bara kókoshnetuhýði áratugum saman. Ég hef séð myndir af þessum mönnum og þeir litu bara vel út. Sixpack og skínandi hvítar tennur. Svo er til fólk sem borðar gler og fjarstýringar. Einn maður borðaði heilan strætó og var byrjaður á júmbó-þotu en þurfti að hætta vegna tímaskorts. Sumir sjúga dulur og láta það gott heita. Hjá sjálfum mér er það þannig að dagurinn er ónýtur ef ég hef ekki sporðrennt fimm franskbrauðsneiðum og hálfum lítra af mjólk áður en klukkan slær 9.30. Samt er gaman að taka þátt í mataræðistískunni. Ég vil jafnvel ganga lengra. Af hverju er ekki til svefntíska? Ég væri til í að heyra fólk halda því fram að það sé „vísindalega sannað“ að homo sapiens skuli sofa standandi einu sinni í viku (hestar gera það). Miðaldamenn sváfu víst sitjandi, það var af ótta við Guð. Það mætti innleiða aftur, allavega sem tímabundna tísku.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun