Tónlist

Milljón plötur vestanhafs

vinsæll Justin timberlake er að gera góða hluti á nýju plötunni. nordicphoto/Getty
vinsæll Justin timberlake er að gera góða hluti á nýju plötunni. nordicphoto/Getty
Fyrsta plata Justins Timberlake í sjö ár, The 20/20 Experience, fór beint í toppsætið í Bretlandi og velti þar með nýjustu plötu Davids Bowie úr sessi. Á sama tíma missti popparinn efsta sætið á smáskífulistanum því lagið hans Mirrors lenti neðar en What About Us með The Saturdays.

Búist er við því að The 20/20 Experience fari einnig beint á toppinn á bandaríska Billboard-listanum á miðvikudaginn. Reiknað er með því að platan hafi þá selst í tæplega einni milljón eintaka á aðeins einni viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.