Eiga að vera í formi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2013 07:30 Fékk hrós Glódís Perla Viggósdóttir lék vel á Algarve-mótinu og fékk hrós frá þjálfaranum.Fréttablaðið/Daníel Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tryggði sér níunda sætið í Algarve-bikarnum með sannfærandi 4-1 sigri á Ungverjalandi í lokaleik sínum í gær. Stelpurnar okkar náðu að rífa sig upp og enda Algarve-mótið á flottum 4-1 sigri á Ungverjum í gær en liðið hafði áður tapað fyrir Bandaríkjunum (0-3), Svíþjóð (1-6) og Kína (0-1) í fyrri leikjum sínum á þessu sterka móti. Sara Björk Gunnarsdóttir, Rakel Hönnudóttir, Katrín Ómarsdóttir og Sandra María Jessen skoruðu mörk íslenska liðsins í gær en Sandra María hefur þar með skorað 3 mörk á aðeins 119 mínútum í íslenska landsliðsbúningnum. „Það var rosa gott að hafa endað á sigri. Við bættum leik okkar aftur og vorum ánægð með það að enda þetta vel," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari. „Ef ég geri upp mótið þá höfum við lært ýmislegt af þessu eins og það að okkur finnst undirbúningurinn vera of stuttur.Við komum hingað degi fyrir fyrsta leik á móti besta liði í heimi og það er ekki nóg að undirbúa sig bara í einn dag fyrir svoleiðis leik eftir að hafa ekki hist í fimm mánuði fram að því," segir Sigurður Ragnar.Lykilmenn í lélegu formi Íslenska liðið tapaði fyrstu tveimur leikjunum með markatölunni 1-9. „Þegar ég gerði upp þessa fyrstu tvo leiki þá fannst mér liðið ekki í góðu formi og margir lykilmenn ekki í góðu spilformi," sagði Sigurður Ragnar. „Við eigum alltaf að gera hlaupið, barist og verið í góðu formi. Mér fannst vanta upp á það hjá okkur á þessu móti en góðu fréttirnar eru kannski að við höfum fjóra mánuði til að bæta þann þátt," sagði Sigurður Ragnar sem sendir atvinnumönnum liðsins skýr skilaboð. „Leikmennirnir hjá íslensku liðunum voru heilt yfir í betra formi en atvinnumennirnir okkar og það er áhyggjuefni. Einhverjar eru þó að koma til baka eftir meiðsli. Svo voru líka leikmenn sem mér fannst geta gert betur og hafa ekki afsökunina að vera stíga upp úr meiðslum eða veikindum. Þær eiga bara að vera í betra formi og bera ábyrgð á því sjálfar," sagði Sigurður. „Ég held að þær hafi lært heilmikið af þessu móti og við öll. Við náðum að þjappa okkur vel saman eftir fyrstu tvo leikina, áttum góða fundi og vorum staðráðin í að gera betur. Mér fannst þeim takast það í seinni tveimur leikjunum því það var mikil breyting til batnaðar í þeim leikjum. Síðasti leikurinn var fínn," sagði Sigurður Ragnar sem hrósaði sérstaklega Glódísi Perlu Viggósdóttur.Glódís Perla átti gott mót „Glódís Perla átti mjög gott mót og spilaði þrjá heila leiki í hafsent. Hún verður átján ára á þessu ári og það var mjög jákvætt og ljós punktur," sagði Sigurður Ragnar. „Næst tökum við stutta ferð til Svíþjóðar og sjáum til hvort við náum eitthvað að bæta okkur. Þá erum við að spila við Svíþjóð á þeirra heimavelli sem verður mjög erfitt. Þá eiga okkar leikmenn að vera komnar í örlítið betra stand en það er líka samt stutt í þennan leik. Svo erum við óðum að nálgast mótið," sagði Sigurður Ragnar að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tryggði sér níunda sætið í Algarve-bikarnum með sannfærandi 4-1 sigri á Ungverjalandi í lokaleik sínum í gær. Stelpurnar okkar náðu að rífa sig upp og enda Algarve-mótið á flottum 4-1 sigri á Ungverjum í gær en liðið hafði áður tapað fyrir Bandaríkjunum (0-3), Svíþjóð (1-6) og Kína (0-1) í fyrri leikjum sínum á þessu sterka móti. Sara Björk Gunnarsdóttir, Rakel Hönnudóttir, Katrín Ómarsdóttir og Sandra María Jessen skoruðu mörk íslenska liðsins í gær en Sandra María hefur þar með skorað 3 mörk á aðeins 119 mínútum í íslenska landsliðsbúningnum. „Það var rosa gott að hafa endað á sigri. Við bættum leik okkar aftur og vorum ánægð með það að enda þetta vel," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari. „Ef ég geri upp mótið þá höfum við lært ýmislegt af þessu eins og það að okkur finnst undirbúningurinn vera of stuttur.Við komum hingað degi fyrir fyrsta leik á móti besta liði í heimi og það er ekki nóg að undirbúa sig bara í einn dag fyrir svoleiðis leik eftir að hafa ekki hist í fimm mánuði fram að því," segir Sigurður Ragnar.Lykilmenn í lélegu formi Íslenska liðið tapaði fyrstu tveimur leikjunum með markatölunni 1-9. „Þegar ég gerði upp þessa fyrstu tvo leiki þá fannst mér liðið ekki í góðu formi og margir lykilmenn ekki í góðu spilformi," sagði Sigurður Ragnar. „Við eigum alltaf að gera hlaupið, barist og verið í góðu formi. Mér fannst vanta upp á það hjá okkur á þessu móti en góðu fréttirnar eru kannski að við höfum fjóra mánuði til að bæta þann þátt," sagði Sigurður Ragnar sem sendir atvinnumönnum liðsins skýr skilaboð. „Leikmennirnir hjá íslensku liðunum voru heilt yfir í betra formi en atvinnumennirnir okkar og það er áhyggjuefni. Einhverjar eru þó að koma til baka eftir meiðsli. Svo voru líka leikmenn sem mér fannst geta gert betur og hafa ekki afsökunina að vera stíga upp úr meiðslum eða veikindum. Þær eiga bara að vera í betra formi og bera ábyrgð á því sjálfar," sagði Sigurður. „Ég held að þær hafi lært heilmikið af þessu móti og við öll. Við náðum að þjappa okkur vel saman eftir fyrstu tvo leikina, áttum góða fundi og vorum staðráðin í að gera betur. Mér fannst þeim takast það í seinni tveimur leikjunum því það var mikil breyting til batnaðar í þeim leikjum. Síðasti leikurinn var fínn," sagði Sigurður Ragnar sem hrósaði sérstaklega Glódísi Perlu Viggósdóttur.Glódís Perla átti gott mót „Glódís Perla átti mjög gott mót og spilaði þrjá heila leiki í hafsent. Hún verður átján ára á þessu ári og það var mjög jákvætt og ljós punktur," sagði Sigurður Ragnar. „Næst tökum við stutta ferð til Svíþjóðar og sjáum til hvort við náum eitthvað að bæta okkur. Þá erum við að spila við Svíþjóð á þeirra heimavelli sem verður mjög erfitt. Þá eiga okkar leikmenn að vera komnar í örlítið betra stand en það er líka samt stutt í þennan leik. Svo erum við óðum að nálgast mótið," sagði Sigurður Ragnar að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Sjá meira