Martröð Mikkelsen Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 7. mars 2013 06:00 Jagten er ekki pólitísk yfirlýsing heldur þrælspennandi og hádramatísk kvikmynd með frábærum leikhóp. Bíó - Jagten Leikstjórn: Thomas Vinterberg Leikarar: Mads Mikkelsen, Thomas Bo Larsen, Alexandra Rapaport, Annika Wedderkopp, Susse Wold. Það sem margir óttast mest af öllu er að vera sakaður ranglega um hræðilegan glæp. Hin martraðarkennda Jagten fjallar einmitt um það, og segir frá Lúkasi, leikskólakennara í litlu þorpi, sem grunur leikur á að hafi brotið kynferðislega gegn barni í sinni umsjá. Við þessar ásakanir fer líf hans algjörlega á hvolf og smám saman er honum útskúfað úr samfélaginu. Umfjöllunarefni myndarinnar er vandmeðfarið, enda er það hagsmunamál allra að grafa ekki undan trúverðugleika barna sem segja frá ofbeldi. Á köflum er erfitt að njóta myndarinnar án þess að spóla í þeim hugsunum. En Jagten er ekki pólitísk yfirlýsing heldur þrælspennandi og hádramatísk kvikmynd með frábærum leikhóp. Mads Mikkelsen er ekki bara einn allra besti núlifandi leikarinn frá Danmörku, heldur alþjóðlegur stórleikari sem virðist geta tekist á við hvaða hlutverk sem er. Hin unga Annika Wedderkopp gefur honum lítið eftir og leikstjórinn passar að persóna hennar detti ekki í einhvern grautfúlan klisjupytt um "illa barnið". Afleiðingar orða hennar eru hrikalegar, en áhorfandinn áttar sig á því að hún er óviti. Og óneitanlega hugsar maður til athugasemdakerfa vefmiðlanna þegar íbúar smábæjarins ráðast gegn Lúkasi, fullir af heilagri reiði og sjálfsréttlætingu. Erfiðar senur að horfa á, sérstaklega þegar áhorfandinn veit betur. Það hefðu ekki allir getað tæklað Jagten jafn vel og Thomas Vinterberg, og þegar myndin færir sig hægt og rólega inn á slóðir spennutryllisins verður hún bara sterkari ef eitthvað er. Lokasenan er síðan kynngimögnuð, en ég held henni fyrir mig að svo stöddu.Niðurstaða: Mögnuð mynd sem situr lengi í áhorfandanum. Gagnrýni Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bíó - Jagten Leikstjórn: Thomas Vinterberg Leikarar: Mads Mikkelsen, Thomas Bo Larsen, Alexandra Rapaport, Annika Wedderkopp, Susse Wold. Það sem margir óttast mest af öllu er að vera sakaður ranglega um hræðilegan glæp. Hin martraðarkennda Jagten fjallar einmitt um það, og segir frá Lúkasi, leikskólakennara í litlu þorpi, sem grunur leikur á að hafi brotið kynferðislega gegn barni í sinni umsjá. Við þessar ásakanir fer líf hans algjörlega á hvolf og smám saman er honum útskúfað úr samfélaginu. Umfjöllunarefni myndarinnar er vandmeðfarið, enda er það hagsmunamál allra að grafa ekki undan trúverðugleika barna sem segja frá ofbeldi. Á köflum er erfitt að njóta myndarinnar án þess að spóla í þeim hugsunum. En Jagten er ekki pólitísk yfirlýsing heldur þrælspennandi og hádramatísk kvikmynd með frábærum leikhóp. Mads Mikkelsen er ekki bara einn allra besti núlifandi leikarinn frá Danmörku, heldur alþjóðlegur stórleikari sem virðist geta tekist á við hvaða hlutverk sem er. Hin unga Annika Wedderkopp gefur honum lítið eftir og leikstjórinn passar að persóna hennar detti ekki í einhvern grautfúlan klisjupytt um "illa barnið". Afleiðingar orða hennar eru hrikalegar, en áhorfandinn áttar sig á því að hún er óviti. Og óneitanlega hugsar maður til athugasemdakerfa vefmiðlanna þegar íbúar smábæjarins ráðast gegn Lúkasi, fullir af heilagri reiði og sjálfsréttlætingu. Erfiðar senur að horfa á, sérstaklega þegar áhorfandinn veit betur. Það hefðu ekki allir getað tæklað Jagten jafn vel og Thomas Vinterberg, og þegar myndin færir sig hægt og rólega inn á slóðir spennutryllisins verður hún bara sterkari ef eitthvað er. Lokasenan er síðan kynngimögnuð, en ég held henni fyrir mig að svo stöddu.Niðurstaða: Mögnuð mynd sem situr lengi í áhorfandanum.
Gagnrýni Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira