Af því við vitum best Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 5. mars 2013 06:00 Af hverju sitja Hans og Gréta uppi á þaki? Þau eru að bíða þess að mamma og pabbi komi upp um skorsteininn. Þessi brandari, og aðrir af sama toga, voru vinsælir í útrýmingarbúðum nasista í síðari heimsstyrjöldinni. Mitt í hörmungunum léttu gyðingar sér sitt ömurlega líf með gríni. Kannski er það þannig að þegar aðstæður eru jafn skelfilegar og raun bar vitni þar er ekkert eftir nema húmorinn. Mikið hefur verið rætt og ritað um grín síðustu daga. Maður í Hollywood hneykslaði fólk um heimsbyggð alla með bröndurum sem hann, og annað fólk í Hollywood, samdi um enn annað fólk í Hollywood. Deilt hefur verið um hvort hann hafi mátt segja umrædda brandara, hvort þeir hafi verið þrungnir kvenfyrirlitningu og fleiri fyrirlitlegum kenndum, eða hvort undir niðri hafi legið ádeila á þær kenndir. Við erum ansi dugleg að segja öðru fólki hvað það eigi að segja. Það má ekki segja facerape, ekki grínast með alvarlega hluti sem gætu styggt annað fólk eða vakið upp minningar af slæmri reynslu. „Ég þarfnast femínista af því að… nauðgun þykir enn þá gamanmál" segir á límmiða sem dreift er nú um mundir. En er það svo? Þykir nauðgun gamanmál, þó svo einhverjir segi enn brandara þar sem nauðgun kemur fyrir? Þykir þeim sem segja brandara þar sem barnaníð kemur fyrir – og þeir eru fleiri en þið haldið – barnaníð vera gamanmál? Nú er ég ekki að líkja reynslu þeirra sem segja nauðgunarbrandara við fórnarlömb í útrýmingarbúðum. Grín er hins vegar oft og tíðum lausn við hryllilegum aðstæðum. Svo eru þeir sem telja að það megi einfaldlega hlæja að öllu – og meina ekkert illt með því. Á dögunum var haldið unglingaball. Fyrir það fengu krakkarnir langan lista um hverju mætti ekki klæðast. Pils skyldu vera svona og svona síð og skyrtur ekki of flegnar. Með því á að berjast gegn klámvæðingunni. En er það leiðin? Boð og bönn? Er það ekki hluti af því að þroskast sem manneskja að fá að máta sig í klæðaburði? Og ef við bönnum ákveðna sídd af pilsum, er þá búið að opna dyrnar fyrir frekari boðum og bönnum? Einhver hefði talið að skynsamlegri leið væri í gegnum uppeldi og fræðslu foreldra, en síðan væri það einstaklinganna að finna sig. Af hverju er ég að tengja þetta tvennt saman? Æ, ég veit það ekki. Kannski af því að ég svaf lítið í nótt, en kannski af því að mér finnst eins og við séum orðin ansi gjörn á að segja öðru fólki hvernig það á að hegða sér. Rangt orð þýðir röng hugsun, sem þýðir úthrópun. en hvað veit ég? Ekki neitt, enda veit ég ekki betur en aðrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór
Af hverju sitja Hans og Gréta uppi á þaki? Þau eru að bíða þess að mamma og pabbi komi upp um skorsteininn. Þessi brandari, og aðrir af sama toga, voru vinsælir í útrýmingarbúðum nasista í síðari heimsstyrjöldinni. Mitt í hörmungunum léttu gyðingar sér sitt ömurlega líf með gríni. Kannski er það þannig að þegar aðstæður eru jafn skelfilegar og raun bar vitni þar er ekkert eftir nema húmorinn. Mikið hefur verið rætt og ritað um grín síðustu daga. Maður í Hollywood hneykslaði fólk um heimsbyggð alla með bröndurum sem hann, og annað fólk í Hollywood, samdi um enn annað fólk í Hollywood. Deilt hefur verið um hvort hann hafi mátt segja umrædda brandara, hvort þeir hafi verið þrungnir kvenfyrirlitningu og fleiri fyrirlitlegum kenndum, eða hvort undir niðri hafi legið ádeila á þær kenndir. Við erum ansi dugleg að segja öðru fólki hvað það eigi að segja. Það má ekki segja facerape, ekki grínast með alvarlega hluti sem gætu styggt annað fólk eða vakið upp minningar af slæmri reynslu. „Ég þarfnast femínista af því að… nauðgun þykir enn þá gamanmál" segir á límmiða sem dreift er nú um mundir. En er það svo? Þykir nauðgun gamanmál, þó svo einhverjir segi enn brandara þar sem nauðgun kemur fyrir? Þykir þeim sem segja brandara þar sem barnaníð kemur fyrir – og þeir eru fleiri en þið haldið – barnaníð vera gamanmál? Nú er ég ekki að líkja reynslu þeirra sem segja nauðgunarbrandara við fórnarlömb í útrýmingarbúðum. Grín er hins vegar oft og tíðum lausn við hryllilegum aðstæðum. Svo eru þeir sem telja að það megi einfaldlega hlæja að öllu – og meina ekkert illt með því. Á dögunum var haldið unglingaball. Fyrir það fengu krakkarnir langan lista um hverju mætti ekki klæðast. Pils skyldu vera svona og svona síð og skyrtur ekki of flegnar. Með því á að berjast gegn klámvæðingunni. En er það leiðin? Boð og bönn? Er það ekki hluti af því að þroskast sem manneskja að fá að máta sig í klæðaburði? Og ef við bönnum ákveðna sídd af pilsum, er þá búið að opna dyrnar fyrir frekari boðum og bönnum? Einhver hefði talið að skynsamlegri leið væri í gegnum uppeldi og fræðslu foreldra, en síðan væri það einstaklinganna að finna sig. Af hverju er ég að tengja þetta tvennt saman? Æ, ég veit það ekki. Kannski af því að ég svaf lítið í nótt, en kannski af því að mér finnst eins og við séum orðin ansi gjörn á að segja öðru fólki hvernig það á að hegða sér. Rangt orð þýðir röng hugsun, sem þýðir úthrópun. en hvað veit ég? Ekki neitt, enda veit ég ekki betur en aðrir.