Mótsagnir á landsfundi Ólafur Þ. Stephensen skrifar 25. febrúar 2013 06:00 Sjálfstæðisflokkurinn sótti að mörgu leyti í sig veðrið á landsfundinum um helgina. Hann býður upp á skýran valkost við skattahækkana- og ríkisumsvifastefnu núverandi stjórnarflokka. Sjálfstæðismenn skilja tilgang þess að efla atvinnulífið og auka verðmætin sem til skiptanna eru, í stað þess að leggja ofuráherzlu á að jafna þeim niður. Sjálfstæðismenn bjóða líka upp á raunhæfari lausnir en flestir aðrir flokkar á skulda- og greiðsluvanda heimilanna. Tillögurnar um að nýta skattaafslátt, sem til þessa hefur fengizt á móti lífeyrissparnaði, til að hvetja í staðinn til niðurgreiðslna húsnæðislána, eru skynsamlegri en loforð um að lækka skuldir allra án þess að útskýra hvaðan peningarnir eigi að koma. Stefna Sjálfstæðismanna er þó ekki laus við gylliboð, sem ekki hefur verið sýnt fram á hvernig á að framkvæma. Kjósendur þurfa alltént að fá einhverja nákvæmari útlistun á því hvernig á bæði að vera hægt að lækka skatta duglega og hækka bætur aldraðra og öryrkja og draga úr tekjutengingum og skerðingum í hinu opinbera lífeyriskerfi. Sjálfstæðisflokkurinn vill stuðla að hagkerfi þar sem verðtryggingin verður óþörf. Það er göfugt markmið. Til marks um að innan flokksins sé meiri skilningur á lögmálum efnahagslífsins en í mörgum öðrum flokkum, er að sjálfstæðismenn telja jafnframt að íslenzka krónan í gjaldeyrishöftum geti „ekki verið framtíðargjaldmiðill þjóðarinnar ef Íslendingar eiga að taka þátt í alþjóðlegri samkeppni og afla þjóðinni tekna á heimsmarkaði". Landsfundurinn vill kanna til þrautar alla möguleika í gjaldmiðla- og gengismálum, „þar með talið upptöku alþjóðlegrar myntar". Þeim mun furðulegra er þá að landsfundurinn skellti dyrunum enn fastar í lás á nærtækasta og raunhæfasta kostinn um upptöku alþjóðlegs gjaldmiðils, aðild að Evrópusambandinu. Samþykktir fundarins um Evrópumálin eru raunar furðulega ofstækiskenndar, til dæmis gerð krafa um að upplýsingaskrifstofu Evrópusambandsins hér landi verði lokað. Með þessari hörðu afstöðu í Evrópumálunum fækkar Sjálfstæðisflokkurinn annars vegar möguleikum sínum á stjórnarmyndun eftir kosningar og fórnar hins vegar atkvæðum talsverðs hóps kjósenda, sem líklegir eru til að kjósa þá Bjarta framtíð eða Samfylkinguna í staðinn. Þeir flokkar bera nú augljóslega víurnar í miðjufylgið en ýmsar ályktanir sjálfstæðismanna á landsfundinum benda til að þeir hafi lítinn áhuga á því og vilji skilgreina flokkinn þrengra sem þjóðernissinnaðan hægriflokk. Forysta Sjálfstæðisflokksins styrktist á fundinum. Bjarni Benediktsson fékk góða kosningu í embætti formanns og Hanna Birna Kristjánsdóttir frábært kjör sem nýr varaformaður. Kannanir hafa sýnt að Hanna Birna hefur víðari skírskotun en Bjarni og hún hefur sömuleiðis sýnt meiri áhuga á samstöðustjórnmálum og breiðri samvinnu með öðrum flokkum. Það er enn ein mótsögnin á landsfundinum; að kjósa varaformann sem vill víðtæka samvinnu, en loka um leið dyrum og þrengja stefnuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun
Sjálfstæðisflokkurinn sótti að mörgu leyti í sig veðrið á landsfundinum um helgina. Hann býður upp á skýran valkost við skattahækkana- og ríkisumsvifastefnu núverandi stjórnarflokka. Sjálfstæðismenn skilja tilgang þess að efla atvinnulífið og auka verðmætin sem til skiptanna eru, í stað þess að leggja ofuráherzlu á að jafna þeim niður. Sjálfstæðismenn bjóða líka upp á raunhæfari lausnir en flestir aðrir flokkar á skulda- og greiðsluvanda heimilanna. Tillögurnar um að nýta skattaafslátt, sem til þessa hefur fengizt á móti lífeyrissparnaði, til að hvetja í staðinn til niðurgreiðslna húsnæðislána, eru skynsamlegri en loforð um að lækka skuldir allra án þess að útskýra hvaðan peningarnir eigi að koma. Stefna Sjálfstæðismanna er þó ekki laus við gylliboð, sem ekki hefur verið sýnt fram á hvernig á að framkvæma. Kjósendur þurfa alltént að fá einhverja nákvæmari útlistun á því hvernig á bæði að vera hægt að lækka skatta duglega og hækka bætur aldraðra og öryrkja og draga úr tekjutengingum og skerðingum í hinu opinbera lífeyriskerfi. Sjálfstæðisflokkurinn vill stuðla að hagkerfi þar sem verðtryggingin verður óþörf. Það er göfugt markmið. Til marks um að innan flokksins sé meiri skilningur á lögmálum efnahagslífsins en í mörgum öðrum flokkum, er að sjálfstæðismenn telja jafnframt að íslenzka krónan í gjaldeyrishöftum geti „ekki verið framtíðargjaldmiðill þjóðarinnar ef Íslendingar eiga að taka þátt í alþjóðlegri samkeppni og afla þjóðinni tekna á heimsmarkaði". Landsfundurinn vill kanna til þrautar alla möguleika í gjaldmiðla- og gengismálum, „þar með talið upptöku alþjóðlegrar myntar". Þeim mun furðulegra er þá að landsfundurinn skellti dyrunum enn fastar í lás á nærtækasta og raunhæfasta kostinn um upptöku alþjóðlegs gjaldmiðils, aðild að Evrópusambandinu. Samþykktir fundarins um Evrópumálin eru raunar furðulega ofstækiskenndar, til dæmis gerð krafa um að upplýsingaskrifstofu Evrópusambandsins hér landi verði lokað. Með þessari hörðu afstöðu í Evrópumálunum fækkar Sjálfstæðisflokkurinn annars vegar möguleikum sínum á stjórnarmyndun eftir kosningar og fórnar hins vegar atkvæðum talsverðs hóps kjósenda, sem líklegir eru til að kjósa þá Bjarta framtíð eða Samfylkinguna í staðinn. Þeir flokkar bera nú augljóslega víurnar í miðjufylgið en ýmsar ályktanir sjálfstæðismanna á landsfundinum benda til að þeir hafi lítinn áhuga á því og vilji skilgreina flokkinn þrengra sem þjóðernissinnaðan hægriflokk. Forysta Sjálfstæðisflokksins styrktist á fundinum. Bjarni Benediktsson fékk góða kosningu í embætti formanns og Hanna Birna Kristjánsdóttir frábært kjör sem nýr varaformaður. Kannanir hafa sýnt að Hanna Birna hefur víðari skírskotun en Bjarni og hún hefur sömuleiðis sýnt meiri áhuga á samstöðustjórnmálum og breiðri samvinnu með öðrum flokkum. Það er enn ein mótsögnin á landsfundinum; að kjósa varaformann sem vill víðtæka samvinnu, en loka um leið dyrum og þrengja stefnuna.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun