Eley Kishimoto á Hönnunarmars 23. febrúar 2013 12:00 „Það er mjög gaman að fá til liðs við okkur svona framsækið teymi á sviði fatahönnunar,“ segir Greipur Gíslason hjá Hönnunarmars um hönnunarteymið Eley Kishimoto, sem hefur staðfest komu sína á Hönnunarmars í ár. Hönnunarteymið er breskt og var stofnað árið 1992. Þau Mark Eley og Wakako Kishimoto mynda teymið en þau eru fræg fyrir skemmtileg munstur og litasamsetningar í fatnaði sínum og fylgihlutum. Þau munu koma fram á sérstöku fyrirlestradegi á fyrsta degi Hönnunarmars þann 14. mars. Markmiðið með fyrirlestrardeginum er að þekktir aðilar úr hönnunarheiminum veiti innblástur með þekkingu sinni og reynslu. „Eley Kishimoto smellpassa inn í viðfangsefni þessa dags sem er sköpunarkrafturinn. Þau tóku strax vel í að koma er við leituðum til þeirra. Þau höfðu heyrt af Hönnunarmars og ætla að vera í Reykjavík um helgina til að sækja frekari viðburði sem er ánægjulegt,“ segir Greipur en fyrirlestrardagurinn er aðeins einn af 120 viðburðum í tengslum við Hönnunarmars. Meðal annara fyrirlesara á deginum eru Juliet Kinchin, hönnunarsagnfræðingur og sýningarstjóri hjá MoMA, Maja Kuzmanovic, framsækinn hönnuður og Inge Druckrey, grafískur hönnuður. „Þetta er dagur fyrir alla sem hafa áhuga á skapandi hugsun. Þó að við miðum okkur við fólk í hönnunarheiminum þá held ég að allir hafa gott af því að mæta og hlusta.“ Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um Hönnunarmars á vefsíðunni Honnunarmidstod.is. -áp HönnunarMars Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
„Það er mjög gaman að fá til liðs við okkur svona framsækið teymi á sviði fatahönnunar,“ segir Greipur Gíslason hjá Hönnunarmars um hönnunarteymið Eley Kishimoto, sem hefur staðfest komu sína á Hönnunarmars í ár. Hönnunarteymið er breskt og var stofnað árið 1992. Þau Mark Eley og Wakako Kishimoto mynda teymið en þau eru fræg fyrir skemmtileg munstur og litasamsetningar í fatnaði sínum og fylgihlutum. Þau munu koma fram á sérstöku fyrirlestradegi á fyrsta degi Hönnunarmars þann 14. mars. Markmiðið með fyrirlestrardeginum er að þekktir aðilar úr hönnunarheiminum veiti innblástur með þekkingu sinni og reynslu. „Eley Kishimoto smellpassa inn í viðfangsefni þessa dags sem er sköpunarkrafturinn. Þau tóku strax vel í að koma er við leituðum til þeirra. Þau höfðu heyrt af Hönnunarmars og ætla að vera í Reykjavík um helgina til að sækja frekari viðburði sem er ánægjulegt,“ segir Greipur en fyrirlestrardagurinn er aðeins einn af 120 viðburðum í tengslum við Hönnunarmars. Meðal annara fyrirlesara á deginum eru Juliet Kinchin, hönnunarsagnfræðingur og sýningarstjóri hjá MoMA, Maja Kuzmanovic, framsækinn hönnuður og Inge Druckrey, grafískur hönnuður. „Þetta er dagur fyrir alla sem hafa áhuga á skapandi hugsun. Þó að við miðum okkur við fólk í hönnunarheiminum þá held ég að allir hafa gott af því að mæta og hlusta.“ Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um Hönnunarmars á vefsíðunni Honnunarmidstod.is. -áp
HönnunarMars Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira