Deilan leyst en vandinn óleystur Þorsteinn Pálsson skrifar 23. febrúar 2013 06:00 Í langan tíma hefur ekkert eitt mál náð nær hjartarótum þjóðarinnar en uppsagnir hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum. Í byrjun var vandanum lýst á þann einfalda og rétta hátt að spítalinn gæti ekki keppt við grannlöndin um hæft starfsfólk. Nú er spurningin þessi: Er búið að leysa þann vanda? Útgjöldin vegna þessa samnings eru lítil í heildarsamhengi. En verkurinn er að ríkissjóður á samt ekki fyrir þeim. Innan skamms munu aðrir á spítalanum kalla á sömu hækkanir og fá þær. Launahlutföllin verða því óbreytt. Eftir ár mun allur vinnumarkaðurinn hafa fengið sambærilega hækkun. Klípan er hins vegar sú að þjóðarbúið er ekki að skapa þau verðmæti að innistæða sé fyrir henni. Lausnin felst í því að gengi krónunnar lækkar eftir kosningar. Hjúkrunarfræðingarnir og allir þeir sem fylgja í kjölfarið borga þannig sjálfir launahækkunina. Samningurinn er því ekki um kjarabætur. Hann er aðeins fyrsta skrefið í nýjum verðbólguhringdansi. Hann mun aftur þyngja greiðslubyrði lána. Í reynd er um að ræða eins konar aðfararorð að þegjandi allsherjarsamkomulagi um áframhaldandi kjararýrnun. Sú alvarlega staða að Landspítalinn getur ekki boðið starfsfólki sínu laun sambærileg við grannlöndin er í besta falli óbreytt. Vandinn er óleystur. Hann er afleiðing af því að íslenska þjóðarbúið stendur halloka og býr við veika samkeppnisstöðu gagnvart þeim sem það skiptir við.Veiki hlekkurinn Framleiðni er svo slök í atvinnulífinu að Ísland er þar í flokki með Grikklandi. Aðeins sjávarútvegurinn hefur náð framleiðni sem stenst alþjóðlega samkeppni. Nú í þinglok á að snúa því dæmi endanlega við og samkeppnishæfni Landspítalans versnar að sama skapi. Á næstu fimmtán árum þarf að tvöfalda verðmæti útflutningsframleiðslunnar og ná mun meiri framleiðni. Það er eina leiðin til að bæta kjörin og styrkja velferðina. Þessi viðbótar verðmætasköpun þarf að verða í nýjum greinum sem öðru fremur byggja á tækniþekkingu og eiga kost á að vaxa á stærri markaði. Rótgrónu auðlindagreinarnar eru mikilvæg undirstaða en vaxtarmöguleikar þeirra eru takmarkaðir. Lausnin felst hvorki í átaksverkefnum stjórnvalda né í aukinni skattheimtu á fyrirtæki til að endurúthluta til þeirra sem stjórnmálamenn hafa trú á. Þessi umskipti verða aðeins í frjálsum viðskiptum á markaði. Lausnin felst í því að skapa þau markaðsskilyrði að þar geti vaxið blóm af blöðum blóma. Mörg mikilvægustu skilyrðin eru fyrir hendi. Mesta þýðingu hefur aðildin að innri markaði Evrópusambandsins. Öll viðskiptalöggjöf landsins verður til með sameiginlegum ákvörðunum Evrópusambandsþjóðanna. Þannig er Evrópa heimamarkaður Íslands. Engin keðja er þó sterkari en veikasti hlekkur hennar. Íslensk fyrirtæki hafa ekki mynt sem er gjaldgeng í viðskiptum á þessum markaði. Að auki er ekki unnt að tryggja sama viðskiptafrelsi með krónuna og önnur ríki njóta. Tvöföldun útflutningsframleiðslunnar verður aldrei að veruleika við þær aðstæður.Tækifæri Margir spyrja hvort ekki sé unnt að hafa betri stjórn á krónunni en var á árunum fyrir hrun. Svarið er: Engin ástæða er til að ætla annað en að þeir sem þá fóru með fullveldisráðin yfir krónunni hafi bæði haft hæfni og styrk til að gera það sem best var fyrir Ísland. Það dugði einfaldlega ekki með litla mynt á opnum markaði. Ætli menn að losna við gjaldeyrishöftin er annað tveggja til ráða; að taka einhliða upp stöðugri erlenda mynt eða ganga í Evrópska myntbandalagið. Hagræðið af myntbandalaginu felst í því að Ísland er þegar aðili að nær allri löggjöf Evrópusambandsins. Um leið tryggir aðild að því betur pólitíska hagsmuni landsins eins og aðildin að Atlantshafsbandalaginu gerði áður og brýnt er að viðhalda. Of snemmt er að taka ákvarðanir um þessa kosti nú, en það þarf að gera fyrir mitt næsta kjörtímabil. Þeir sem útiloka báða kostina eru um leið að segja að þeir ætli ekki að styrkja samkeppnisstöðu þjóðarbúsins og velferðarkerfisins. Þá afstöðu hefur Framsóknarflokkurinn þegar tekið. Stefna stjórnarflokkanna í sjávarútvegsmálum gengur ekki upp nema með krónu sem má gengisfella til að jafna óhjákvæmilegar sveiflur í greininni. Það bendir ekki til að heill hugur hafi fylgt máli þegar þeir samþykktu að stefna að upptöku evru. Í þessu ljósi hljóta margir að horfa til þess hvort Sjálfstæðisflokkurinn ætlar eins og hinir að loka í raun þeim leiðum sem geta skapað skilyrði fyrir raunverulegum útflutningshagvexti eða hvort hann mun einn flokka halda þeim opnum. Spurningin er hvort leysa eigi vandann eða láta blekkingu verðbólgunnar duga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Í langan tíma hefur ekkert eitt mál náð nær hjartarótum þjóðarinnar en uppsagnir hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum. Í byrjun var vandanum lýst á þann einfalda og rétta hátt að spítalinn gæti ekki keppt við grannlöndin um hæft starfsfólk. Nú er spurningin þessi: Er búið að leysa þann vanda? Útgjöldin vegna þessa samnings eru lítil í heildarsamhengi. En verkurinn er að ríkissjóður á samt ekki fyrir þeim. Innan skamms munu aðrir á spítalanum kalla á sömu hækkanir og fá þær. Launahlutföllin verða því óbreytt. Eftir ár mun allur vinnumarkaðurinn hafa fengið sambærilega hækkun. Klípan er hins vegar sú að þjóðarbúið er ekki að skapa þau verðmæti að innistæða sé fyrir henni. Lausnin felst í því að gengi krónunnar lækkar eftir kosningar. Hjúkrunarfræðingarnir og allir þeir sem fylgja í kjölfarið borga þannig sjálfir launahækkunina. Samningurinn er því ekki um kjarabætur. Hann er aðeins fyrsta skrefið í nýjum verðbólguhringdansi. Hann mun aftur þyngja greiðslubyrði lána. Í reynd er um að ræða eins konar aðfararorð að þegjandi allsherjarsamkomulagi um áframhaldandi kjararýrnun. Sú alvarlega staða að Landspítalinn getur ekki boðið starfsfólki sínu laun sambærileg við grannlöndin er í besta falli óbreytt. Vandinn er óleystur. Hann er afleiðing af því að íslenska þjóðarbúið stendur halloka og býr við veika samkeppnisstöðu gagnvart þeim sem það skiptir við.Veiki hlekkurinn Framleiðni er svo slök í atvinnulífinu að Ísland er þar í flokki með Grikklandi. Aðeins sjávarútvegurinn hefur náð framleiðni sem stenst alþjóðlega samkeppni. Nú í þinglok á að snúa því dæmi endanlega við og samkeppnishæfni Landspítalans versnar að sama skapi. Á næstu fimmtán árum þarf að tvöfalda verðmæti útflutningsframleiðslunnar og ná mun meiri framleiðni. Það er eina leiðin til að bæta kjörin og styrkja velferðina. Þessi viðbótar verðmætasköpun þarf að verða í nýjum greinum sem öðru fremur byggja á tækniþekkingu og eiga kost á að vaxa á stærri markaði. Rótgrónu auðlindagreinarnar eru mikilvæg undirstaða en vaxtarmöguleikar þeirra eru takmarkaðir. Lausnin felst hvorki í átaksverkefnum stjórnvalda né í aukinni skattheimtu á fyrirtæki til að endurúthluta til þeirra sem stjórnmálamenn hafa trú á. Þessi umskipti verða aðeins í frjálsum viðskiptum á markaði. Lausnin felst í því að skapa þau markaðsskilyrði að þar geti vaxið blóm af blöðum blóma. Mörg mikilvægustu skilyrðin eru fyrir hendi. Mesta þýðingu hefur aðildin að innri markaði Evrópusambandsins. Öll viðskiptalöggjöf landsins verður til með sameiginlegum ákvörðunum Evrópusambandsþjóðanna. Þannig er Evrópa heimamarkaður Íslands. Engin keðja er þó sterkari en veikasti hlekkur hennar. Íslensk fyrirtæki hafa ekki mynt sem er gjaldgeng í viðskiptum á þessum markaði. Að auki er ekki unnt að tryggja sama viðskiptafrelsi með krónuna og önnur ríki njóta. Tvöföldun útflutningsframleiðslunnar verður aldrei að veruleika við þær aðstæður.Tækifæri Margir spyrja hvort ekki sé unnt að hafa betri stjórn á krónunni en var á árunum fyrir hrun. Svarið er: Engin ástæða er til að ætla annað en að þeir sem þá fóru með fullveldisráðin yfir krónunni hafi bæði haft hæfni og styrk til að gera það sem best var fyrir Ísland. Það dugði einfaldlega ekki með litla mynt á opnum markaði. Ætli menn að losna við gjaldeyrishöftin er annað tveggja til ráða; að taka einhliða upp stöðugri erlenda mynt eða ganga í Evrópska myntbandalagið. Hagræðið af myntbandalaginu felst í því að Ísland er þegar aðili að nær allri löggjöf Evrópusambandsins. Um leið tryggir aðild að því betur pólitíska hagsmuni landsins eins og aðildin að Atlantshafsbandalaginu gerði áður og brýnt er að viðhalda. Of snemmt er að taka ákvarðanir um þessa kosti nú, en það þarf að gera fyrir mitt næsta kjörtímabil. Þeir sem útiloka báða kostina eru um leið að segja að þeir ætli ekki að styrkja samkeppnisstöðu þjóðarbúsins og velferðarkerfisins. Þá afstöðu hefur Framsóknarflokkurinn þegar tekið. Stefna stjórnarflokkanna í sjávarútvegsmálum gengur ekki upp nema með krónu sem má gengisfella til að jafna óhjákvæmilegar sveiflur í greininni. Það bendir ekki til að heill hugur hafi fylgt máli þegar þeir samþykktu að stefna að upptöku evru. Í þessu ljósi hljóta margir að horfa til þess hvort Sjálfstæðisflokkurinn ætlar eins og hinir að loka í raun þeim leiðum sem geta skapað skilyrði fyrir raunverulegum útflutningshagvexti eða hvort hann mun einn flokka halda þeim opnum. Spurningin er hvort leysa eigi vandann eða láta blekkingu verðbólgunnar duga.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun