Frábær Sónar-hátíð Trausti Júlíusson skrifar 21. febrúar 2013 20:00 Squarepusher var flottur á Sónar. Sónar-hátíðin fór fram í Hörpu um síðustu helgi og þótti takast sérstaklega vel. Þetta var í fyrsta sinn sem þessi margfræga tónlistarhátíð er haldin hér á landi og jafnframt í fyrsta sinn sem tónlistarhátíð sem að stærstum hluta er helguð raf- og danstónlist fer alfarið fram í Hörpu. Stærstu nöfnin voru í Silfurbergi og Norðurljósum, en einnig var brugðið á það ráð að koma fyrir tveimur nýjum sviðum í húsinu. Vestan megin á fyrstu hæðinni (gegnt höfninni) var svið þar sem íslenskir listamenn léku aðallega og í bílakjallara hafði verið afmarkað svæði og breytt í klúbb. Hvortveggja kom mjög vel út og opnar nýja möguleika á nýtingu hússins í framtíðinni. Það myndaðist góð stemning í Hörpu á Sónar-hátíðinni. Fólk flæddi á milli tónleikasviðanna fjögurra og allir virtust sáttir, enda var mikið af gæðatónlist í boði. Framkvæmdin tókst líka mjög vel. Hljómburður var framúrskarandi og mikið lagt í sjónræna hlutann. Dagskráratriðin sem ég sá hófust öll á réttum tíma, nema Squarepusher sem fór af stað nokkrum mínútum fyrir auglýstan tíma… Hátíðin lífgaði líka upp á bæjarbraginn. Erlendir gestir voru áberandi, bæði í Hörpu og á götum miðborgarinnar. Það er ekkert sérstakt í gangi í tónlistarlífinu í Reykjavík í febrúar og þess vegna er hátíð eins og þessi afar kærkomin. Sónar 2013 var vel sótt en spurningin er auðvitað hvort fjárhagsáætlanir hafi haldið og hvort útkoman hafi verið það góð að við fáum aðra hátíð að ári. Þess væri óskandi. Ég er sannfærður um að ef Sónar-hátíðin nær að festa sig í sessi verður hún bæði ómissandi atburður í vetrarprógrammi ferðaþjónustunnar og mikil lyftistöng fyrir íslenska tónlist – sérstaklega raf- og danstónlist. Áfram Sónar! Sónar Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Sónar-hátíðin fór fram í Hörpu um síðustu helgi og þótti takast sérstaklega vel. Þetta var í fyrsta sinn sem þessi margfræga tónlistarhátíð er haldin hér á landi og jafnframt í fyrsta sinn sem tónlistarhátíð sem að stærstum hluta er helguð raf- og danstónlist fer alfarið fram í Hörpu. Stærstu nöfnin voru í Silfurbergi og Norðurljósum, en einnig var brugðið á það ráð að koma fyrir tveimur nýjum sviðum í húsinu. Vestan megin á fyrstu hæðinni (gegnt höfninni) var svið þar sem íslenskir listamenn léku aðallega og í bílakjallara hafði verið afmarkað svæði og breytt í klúbb. Hvortveggja kom mjög vel út og opnar nýja möguleika á nýtingu hússins í framtíðinni. Það myndaðist góð stemning í Hörpu á Sónar-hátíðinni. Fólk flæddi á milli tónleikasviðanna fjögurra og allir virtust sáttir, enda var mikið af gæðatónlist í boði. Framkvæmdin tókst líka mjög vel. Hljómburður var framúrskarandi og mikið lagt í sjónræna hlutann. Dagskráratriðin sem ég sá hófust öll á réttum tíma, nema Squarepusher sem fór af stað nokkrum mínútum fyrir auglýstan tíma… Hátíðin lífgaði líka upp á bæjarbraginn. Erlendir gestir voru áberandi, bæði í Hörpu og á götum miðborgarinnar. Það er ekkert sérstakt í gangi í tónlistarlífinu í Reykjavík í febrúar og þess vegna er hátíð eins og þessi afar kærkomin. Sónar 2013 var vel sótt en spurningin er auðvitað hvort fjárhagsáætlanir hafi haldið og hvort útkoman hafi verið það góð að við fáum aðra hátíð að ári. Þess væri óskandi. Ég er sannfærður um að ef Sónar-hátíðin nær að festa sig í sessi verður hún bæði ómissandi atburður í vetrarprógrammi ferðaþjónustunnar og mikil lyftistöng fyrir íslenska tónlist – sérstaklega raf- og danstónlist. Áfram Sónar!
Sónar Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira