Á flótta frá mennsku Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 19. febrúar 2013 11:00 Sú var tíðin að Íslendingar gumuðu af gestrisni sinni. Íslensk sveitagestrisni var á allra vörum og við stærðum okkur af því að vera höfðingjar heim að sækja. Nú virðist gestrisni okkar vera bundin við það að höfðingjar sæki okkur heim, eða í það minnsta fólk sem getur borgað fyrir greiðann. Beiningamenn eru hins vegar ekki eins velkomnir. Kannski hefur þetta alltaf verið svona. Fræg er sagan af Helgu biskupsfrú í Skálholti sem á að hafa látið brjóta steinbogann yfir Brúará til að losna við ágang förufólks. Það þótti hins vegar níðingsverk og þjóðsaga spannst um það að biskup hefði spáð fyrir um að Helgu yrði refsað fyrir þetta ódæði. Bryti sá er verkið vann var sagður hafa drukknað skömmu síðar í Brúará – og áin því heimt sinn brúareyðileggingartoll. Sem betur fer hefur þeim beiningamönnum íslenskum sem flakka um landið í von um lífsbjörg fækkað umtalsvert. Félagslega kerfið hefur dregið úr þeirri þörf, þótt vissulega sé enn til fólk sem á sér varla málungi matar. Hins vegar hafa fjarlægðir minnkað og ný samgöngutækni gert það að verkum að hingað til lands leita reglulega beiningamenn úr öðrum löndum. Fólk sem getur sér litla sem enga lífsbjörg veitt og leitar á náðir okkar í von um betra líf. Og nú ber svo við að gestrisninni, sem eitt sinn var viðbrugðið, er orðið ábótavant. Fólki sem hefur yfirgefið heimahaga, oftar en ekki undir gapandi byssukjöftum, og ferðast oft og tíðum um hálfan hnöttinn mætir ekki manngæska og náungakærleikur. Því er holað niður í gistiheimili og við tekur biðin eftir Godot, eða Útlendingastofnun, sem virðist enn styðjast við póstskip til að bíða gagna sem nauðsynleg eru til úrvinnslu á framtíð fólks. Margt hefur verið ritað um aðbúnað flóttafólks hér á landi og enn meira sagt. Þingmenn og ráðherrar hafa tjáð sig um að nú þurfi að bæta úr, starfshópar hafa skilað skýrslum, embættismenn og stjórnmálamenn rifist í fjölmiðlum, bloggarar og athugasemjarar úttalað sig á vefsíðum – en ekkert gerist. Enn holum við fólki niður í gistiheimili suður með sjó, borgum því smánarupphæðir og heimtum að það eyði á réttum stöðum. Eða að það beri ökklabönd líkt og dæmdir menn. Nú er mál að linni. Það má vel vera að meiri yfirlegu þurfi til að búa til kerfi sem bregst við auknum fjölda flóttafólks og hælisleitanda á skilvirkan og mannúðlegan hátt. Á meðan það er þróað, sem virðist ætla að reynast stjórnvöldum ofviða, þarf hins vegar einfaldlega að taka upp gestrisni og mannúð og hætta þessum flótta frá mennskunni þegar að flóttamönnum kemur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Sú var tíðin að Íslendingar gumuðu af gestrisni sinni. Íslensk sveitagestrisni var á allra vörum og við stærðum okkur af því að vera höfðingjar heim að sækja. Nú virðist gestrisni okkar vera bundin við það að höfðingjar sæki okkur heim, eða í það minnsta fólk sem getur borgað fyrir greiðann. Beiningamenn eru hins vegar ekki eins velkomnir. Kannski hefur þetta alltaf verið svona. Fræg er sagan af Helgu biskupsfrú í Skálholti sem á að hafa látið brjóta steinbogann yfir Brúará til að losna við ágang förufólks. Það þótti hins vegar níðingsverk og þjóðsaga spannst um það að biskup hefði spáð fyrir um að Helgu yrði refsað fyrir þetta ódæði. Bryti sá er verkið vann var sagður hafa drukknað skömmu síðar í Brúará – og áin því heimt sinn brúareyðileggingartoll. Sem betur fer hefur þeim beiningamönnum íslenskum sem flakka um landið í von um lífsbjörg fækkað umtalsvert. Félagslega kerfið hefur dregið úr þeirri þörf, þótt vissulega sé enn til fólk sem á sér varla málungi matar. Hins vegar hafa fjarlægðir minnkað og ný samgöngutækni gert það að verkum að hingað til lands leita reglulega beiningamenn úr öðrum löndum. Fólk sem getur sér litla sem enga lífsbjörg veitt og leitar á náðir okkar í von um betra líf. Og nú ber svo við að gestrisninni, sem eitt sinn var viðbrugðið, er orðið ábótavant. Fólki sem hefur yfirgefið heimahaga, oftar en ekki undir gapandi byssukjöftum, og ferðast oft og tíðum um hálfan hnöttinn mætir ekki manngæska og náungakærleikur. Því er holað niður í gistiheimili og við tekur biðin eftir Godot, eða Útlendingastofnun, sem virðist enn styðjast við póstskip til að bíða gagna sem nauðsynleg eru til úrvinnslu á framtíð fólks. Margt hefur verið ritað um aðbúnað flóttafólks hér á landi og enn meira sagt. Þingmenn og ráðherrar hafa tjáð sig um að nú þurfi að bæta úr, starfshópar hafa skilað skýrslum, embættismenn og stjórnmálamenn rifist í fjölmiðlum, bloggarar og athugasemjarar úttalað sig á vefsíðum – en ekkert gerist. Enn holum við fólki niður í gistiheimili suður með sjó, borgum því smánarupphæðir og heimtum að það eyði á réttum stöðum. Eða að það beri ökklabönd líkt og dæmdir menn. Nú er mál að linni. Það má vel vera að meiri yfirlegu þurfi til að búa til kerfi sem bregst við auknum fjölda flóttafólks og hælisleitanda á skilvirkan og mannúðlegan hátt. Á meðan það er þróað, sem virðist ætla að reynast stjórnvöldum ofviða, þarf hins vegar einfaldlega að taka upp gestrisni og mannúð og hætta þessum flótta frá mennskunni þegar að flóttamönnum kemur.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun