Tíska og hönnun

Smekkfólkið á fremsta bekk

Kate Lanphear, ritstjóri Elle Magazine, í grárri kápu með húfu.
Kate Lanphear, ritstjóri Elle Magazine, í grárri kápu með húfu.
Mikið hefur verið um dýrðir í New York borg síðastliðna viku þar sem tískuvikan fer fram með pompi og pragt. Þrátt fyrir að snjóstormurinn Nemo hafi herjað á íbúa borgarinnar láta gestir tískuvikunnar veðrið ekki stöðva sig í að klæða sig upp fyrir sýningarnar. Tískubloggarar, ritstjórar og innkaupafólk, sem var hvert öðru smekklegra, fylltu fremstu bekkina á helstu sýningunum.
Rumi Neely og Bryan Boy er vel þekktir tískubloggarar sem gjarna fá sæti á fremsta bekk á tískusýningunum.
Þær Anna Wintour, Grace Goddinton og Virginia Smith hjá bandaríska Vogue létu sig að sjálfsögðu ekki vanta á sýningu Donnu Karan.
Julia Reston Roitfeld var vel klædd í dýramynstri á sýningu Tim Coppens.
Flott þríeyki. Terry Richardson, Anna Dello Russo og Olivier Zahm hress á sýningu Marc by Marc Jacobs.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×