Vonast til að koma fólki á óvart enda laus við allar væntingar Freyr Bjarnason skrifar 7. febrúar 2013 06:00 Biggi spilar á Gamla Gauknum í kvöld ásamt nýrri hljómsveit. Mynd/Vilhelm „Ég er búinn að henda gítarnöglinni," segir tónlistarmaðurinn Birgir Örn Steinarsson, oftast kenndur við Maus. Hann spilar á sínum fyrstu sólótónleikum í rúm sex ár á Gamla Gauknum í kvöld ásamt nýrri hljómsveit. Einnig koma Árstíðir fram. Tónlistin er þjóðlagaskotin en með skírskotanir í popp, tangó, vals og polka. Birgir hefur lítið haft sig í frammi síðan hann starfrækti hljómsveitina Krónu fyrir nokkrum árum. Hann stekkur núna út í djúpu laugina eftir að hafa eytt tveimur árum í að læra betur á gítarinn sinn. Núna kann hann listina að fingraplokka. „Ég ákvað að vera ekki að trana mér fram fyrr en mér fyndist ég hafa upp á eitthvað að bjóða og ég gæti staðið einn og óstuddur. Ég tók líka ákvörðun um að spila ekki nema ég væri beðinn um það og það hafði ekki gerst lengi fyrr en núna fyrir áramót," segir Birgir, sem tók þátt í tónleikaröðinni Vinnslunni. „Ég „koksaði" alveg í byrjun og stamaði og hikstaði. Síðan komst ég á flug og komst að því að mér fyndist þetta enn þá skemmtilegt," segir hann en ný sólóplata er væntanleg í sumar. Birgir gaf út sína fyrstu sólóplötu, Id, árið 2006 á meðan hann var búsettur í London. Upptökustjóri var Tim Simenon sem hafði unnið með Depeche Mode og Sinéad O"Connor. Allt kom fyrir ekki því platan fékk miðlungsgóða dóma og spilaði þar kannski inn í að hún var undir áhrifum raftónlistar og allt öðruvísi en það sem hann hafði gert með Maus. Hann semur núna lög ef þau koma til hans á eðlislægan hátt án þess að vera þvinguð fram. „Ég er búinn að vera í þeirri frábæru aðstöðu að það er enginn að bíða eftir neinu, sem þýðir að það eru engar væntingar. Það gefur mér færi á að koma fólki á óvart," segir popparinn og heldur áfram: „Áður fyrr bjó maður kannski til lag eða plötu og um leið og maður kláraði lagið var maður byrjaður að taka við Íslensku tónlistarverðlaununum í hausnum. Ef ég horfi til baka get ég ekki heiðarlega sagt að ég hafi verið að gera tónlistina bara ánægjunnar vegna. Ef þú ert ekki að semja tónlistina frá hjartanu þá heyrir fólk það. Það er kannski stærsti galli síðustu plötu." Birgir einbeitir sér núna að sálfræðinámi sínu við Háskóla Íslands og fjölskyldunni sinni. Einnig er hann að vinna með geðfötluðu fólki í Reykjavík í tengslum við nám sitt og þykir það mjög gaman. Að auki skrifaði hann handrit myndarinnar Vonarstræti ásamt leikstjóranum Baldvini Z og hefjast tökur 20. febrúar. Aðspurður segist hann vera búinn að þroskast mikið, sérstaklega eftir að hann varð fjölskyldumaður og varð að „kippa höfðinu út úr rassgatinu á sjálfum sér". Nýju lögin hans eru öll á íslensku og koma aðeins út á Íslandi. „Ég er ekkert á leiðinni neitt. Mig langar bara að vera hér og njóta þess að semja íslenska texta aftur." Tónlist Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Ég er búinn að henda gítarnöglinni," segir tónlistarmaðurinn Birgir Örn Steinarsson, oftast kenndur við Maus. Hann spilar á sínum fyrstu sólótónleikum í rúm sex ár á Gamla Gauknum í kvöld ásamt nýrri hljómsveit. Einnig koma Árstíðir fram. Tónlistin er þjóðlagaskotin en með skírskotanir í popp, tangó, vals og polka. Birgir hefur lítið haft sig í frammi síðan hann starfrækti hljómsveitina Krónu fyrir nokkrum árum. Hann stekkur núna út í djúpu laugina eftir að hafa eytt tveimur árum í að læra betur á gítarinn sinn. Núna kann hann listina að fingraplokka. „Ég ákvað að vera ekki að trana mér fram fyrr en mér fyndist ég hafa upp á eitthvað að bjóða og ég gæti staðið einn og óstuddur. Ég tók líka ákvörðun um að spila ekki nema ég væri beðinn um það og það hafði ekki gerst lengi fyrr en núna fyrir áramót," segir Birgir, sem tók þátt í tónleikaröðinni Vinnslunni. „Ég „koksaði" alveg í byrjun og stamaði og hikstaði. Síðan komst ég á flug og komst að því að mér fyndist þetta enn þá skemmtilegt," segir hann en ný sólóplata er væntanleg í sumar. Birgir gaf út sína fyrstu sólóplötu, Id, árið 2006 á meðan hann var búsettur í London. Upptökustjóri var Tim Simenon sem hafði unnið með Depeche Mode og Sinéad O"Connor. Allt kom fyrir ekki því platan fékk miðlungsgóða dóma og spilaði þar kannski inn í að hún var undir áhrifum raftónlistar og allt öðruvísi en það sem hann hafði gert með Maus. Hann semur núna lög ef þau koma til hans á eðlislægan hátt án þess að vera þvinguð fram. „Ég er búinn að vera í þeirri frábæru aðstöðu að það er enginn að bíða eftir neinu, sem þýðir að það eru engar væntingar. Það gefur mér færi á að koma fólki á óvart," segir popparinn og heldur áfram: „Áður fyrr bjó maður kannski til lag eða plötu og um leið og maður kláraði lagið var maður byrjaður að taka við Íslensku tónlistarverðlaununum í hausnum. Ef ég horfi til baka get ég ekki heiðarlega sagt að ég hafi verið að gera tónlistina bara ánægjunnar vegna. Ef þú ert ekki að semja tónlistina frá hjartanu þá heyrir fólk það. Það er kannski stærsti galli síðustu plötu." Birgir einbeitir sér núna að sálfræðinámi sínu við Háskóla Íslands og fjölskyldunni sinni. Einnig er hann að vinna með geðfötluðu fólki í Reykjavík í tengslum við nám sitt og þykir það mjög gaman. Að auki skrifaði hann handrit myndarinnar Vonarstræti ásamt leikstjóranum Baldvini Z og hefjast tökur 20. febrúar. Aðspurður segist hann vera búinn að þroskast mikið, sérstaklega eftir að hann varð fjölskyldumaður og varð að „kippa höfðinu út úr rassgatinu á sjálfum sér". Nýju lögin hans eru öll á íslensku og koma aðeins út á Íslandi. „Ég er ekkert á leiðinni neitt. Mig langar bara að vera hér og njóta þess að semja íslenska texta aftur."
Tónlist Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira