Einn af þeim villtari Trausti Júlíusson skrifar 7. febrúar 2013 06:00 Við tónlistarfíklar þurfum alltaf að vera að hlusta á eitthvað nýtt. Aðgengi að nýrri tónlist hefur aldrei verið betra. Það er t.d. hægt að streyma sig í hel (afsakið orðbragðið) á tónlistarsíðum eins og gogoyoko og Tónlist.is og eins er hægt að hala niður út í hið óendanlega. Leitin að einhverju sem maður hefur ekki áður heyrt er hins vegar ekkert bundin við nýja listamenn. Það er ekki síður spennandi að grúska í fortíðinni. Síðustu ár hafa sprottið upp endurútgáfufyrirtæki sem sérhæfa sig í tónlist sem er orðin meira en 50 ára og þar með komin úr höfundarrétti. Eitt af þeim betri er Fantastic Voyage. Útgáfur þess eru mjög vel unnar: Tónlistin almennilega hljóðblönduð og veglegur bæklingur fylgir hverri plötu. Í fyrra gaf FV út tveggja diska pakka tileinkaðan bandaríska ryþmablússöngvaranum og píanóleikaranum Johnny Ace. Ace var fæddur í Memphis í júní 1929. Hann var sjálfmenntaður píanóleikari og hóf ferilinn í hljómsveit BB King árið 1949. Þremur árum seinna gerði hann samning við Duke-útgáfufyrirtækið og sendi frá sér lagið My Song, sem náði toppi ryþmablúslistans. Eftir það kom röð af smáskífum næstu tvö árin en ferillinn hlaut snöggan endi 25. desember 1954. Ace hafði fengið þá hugmynd í fimm mínútna pásu baksviðs á tónleikum, að fara í rússneska rúllettu. Hann skaut sig í hausinn í pásunni, en augnabliki á undan hafði hann beint byssunni að kærustunni og hleypt af. Hún var heppnari… Á safnplötunni Ace's Wild eru öll þau lög sem Johnny hljóðritaði á ferlinum, en að auki lög sem hann lék inn á sem sessjón-leikari, m.a. með listamönnum eins og Bobby Bland, Earl Forest og BB King. Flott ryþmablústónlist og fín útgáfa. Tónlist Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Við tónlistarfíklar þurfum alltaf að vera að hlusta á eitthvað nýtt. Aðgengi að nýrri tónlist hefur aldrei verið betra. Það er t.d. hægt að streyma sig í hel (afsakið orðbragðið) á tónlistarsíðum eins og gogoyoko og Tónlist.is og eins er hægt að hala niður út í hið óendanlega. Leitin að einhverju sem maður hefur ekki áður heyrt er hins vegar ekkert bundin við nýja listamenn. Það er ekki síður spennandi að grúska í fortíðinni. Síðustu ár hafa sprottið upp endurútgáfufyrirtæki sem sérhæfa sig í tónlist sem er orðin meira en 50 ára og þar með komin úr höfundarrétti. Eitt af þeim betri er Fantastic Voyage. Útgáfur þess eru mjög vel unnar: Tónlistin almennilega hljóðblönduð og veglegur bæklingur fylgir hverri plötu. Í fyrra gaf FV út tveggja diska pakka tileinkaðan bandaríska ryþmablússöngvaranum og píanóleikaranum Johnny Ace. Ace var fæddur í Memphis í júní 1929. Hann var sjálfmenntaður píanóleikari og hóf ferilinn í hljómsveit BB King árið 1949. Þremur árum seinna gerði hann samning við Duke-útgáfufyrirtækið og sendi frá sér lagið My Song, sem náði toppi ryþmablúslistans. Eftir það kom röð af smáskífum næstu tvö árin en ferillinn hlaut snöggan endi 25. desember 1954. Ace hafði fengið þá hugmynd í fimm mínútna pásu baksviðs á tónleikum, að fara í rússneska rúllettu. Hann skaut sig í hausinn í pásunni, en augnabliki á undan hafði hann beint byssunni að kærustunni og hleypt af. Hún var heppnari… Á safnplötunni Ace's Wild eru öll þau lög sem Johnny hljóðritaði á ferlinum, en að auki lög sem hann lék inn á sem sessjón-leikari, m.a. með listamönnum eins og Bobby Bland, Earl Forest og BB King. Flott ryþmablústónlist og fín útgáfa.
Tónlist Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira