Hannar og framleiðir minnstu föt landsins Tinna Rós Steinsdóttir skrifar 7. febrúar 2013 06:00 Tamiko-fyrirburafötin eru í stærðum 38, 44 og 50 og sérhönnuð fyrir pínulítil börn sem þurfa að verja fyrstu dögum lífs síns tengd við vélar. Fréttablaðið/Anton "Þetta er vissulega takmarkaður markaður en fólk áttar sig samt ekki á því hvað fyrirburafæðingar eru algengar. Rúm 6 prósent fæðinga hérlendis eru fyrirburafæðingar og heil 12 prósent í Bandaríkjunum. Samt eru bara örfáir fataframleiðendur í heiminum sem sinna þessum hópi," segir Berglind Baldursdóttir. Berglind byrjaði í síðustu viku að selja fyrirburafatnað undir merkinu Tamiko, en mikil þörf hefur verið hérlendis, sem og víðar, á fötum í nægilega litlum stærðum til að passa á fyrirbura. Um tvö ár eru síðan Berglind hóf að hanna línuna og er hún búin að verja miklum tíma í öll smáatriði. "Fyrsta hálfa árið fór bara í að lesa mér til. Upphaflega ætlaði ég bara að bæta örlítið við Baby Grappling-barnafatalínuna mína en eftir tveggja daga rannsóknir sá ég hversu mikil þörf var á fyrirburafatnaði svo ég ákvað að einbeita mér að honum. Áður en ég fór af stað í hönnunina hitti ég nokkra foreldra fyrirbura og fór á nýburagjörgæsluna til að fá álit þeirra sem þekktu til á því hvernig fötin þyrftu að vera," segir Berglind. "Ég er oft spurð að því hvort ég eigi fyrirbura sjálf og hafi þess vegna leiðst út í þetta, en það er ekki málið. Ég datt bara alveg óvart inn í þennan heim," bætir hún við, en í gegnum hönnun línunnar hefur Berglind meðal annars leiðst inn í styrktarfélagið Líf, sem er til handa kvennadeild Landspítalans, og situr þar í fjáröflunarnefnd. Fyrirburar þurfa oftar en ekki að vera tengdir við vélar fyrstu daga lífs síns og taka allar flíkur Tamiko-línunnar mið af því. Lítið gat er á hlið þeirra fyrir snúrurnar sem börnin þurfa oft að vera tengd við og auk þess er allur fatnaðurinn mjög opnanlegur. Notuð er þynnri bómull en í venjuleg barnaföt og mikið er lagt upp úr því að hafa fötin sem þægilegust fyrir börnin. "Allar myndir á flíkunum eru prentaðar á með mjúku prenti svo þær þola mikinn þvott og eru ekki með þessu harða og óþægilega bakspjaldi sem er oft á barnafötum," segir Berglind en allar myndirnar eru sérteiknaðar fyrir hana með það fyrir augum að þær endurspegli ást, kærleika og hlýju. Fötin koma í stærðum 38, 44 og 50 og er til sölu í Móðurást í Kópavogi og á Amazon í Bretlandi en reiknað er með að þau komi inn á ameríska Amazon síðar í mánuðinum.Berglind byrjaði með Baby Grappling-gallana árið 2008 og hafa þeir slegið í gegn. Sérstaklega hefur salan verið mikil í Bandaríkjunum, en hún selur þá á Amazon, auk þess sem þeir eru í verslunum Útilífs og í Óðinsbúð í Mjölni. Mynd/Ernir Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
"Þetta er vissulega takmarkaður markaður en fólk áttar sig samt ekki á því hvað fyrirburafæðingar eru algengar. Rúm 6 prósent fæðinga hérlendis eru fyrirburafæðingar og heil 12 prósent í Bandaríkjunum. Samt eru bara örfáir fataframleiðendur í heiminum sem sinna þessum hópi," segir Berglind Baldursdóttir. Berglind byrjaði í síðustu viku að selja fyrirburafatnað undir merkinu Tamiko, en mikil þörf hefur verið hérlendis, sem og víðar, á fötum í nægilega litlum stærðum til að passa á fyrirbura. Um tvö ár eru síðan Berglind hóf að hanna línuna og er hún búin að verja miklum tíma í öll smáatriði. "Fyrsta hálfa árið fór bara í að lesa mér til. Upphaflega ætlaði ég bara að bæta örlítið við Baby Grappling-barnafatalínuna mína en eftir tveggja daga rannsóknir sá ég hversu mikil þörf var á fyrirburafatnaði svo ég ákvað að einbeita mér að honum. Áður en ég fór af stað í hönnunina hitti ég nokkra foreldra fyrirbura og fór á nýburagjörgæsluna til að fá álit þeirra sem þekktu til á því hvernig fötin þyrftu að vera," segir Berglind. "Ég er oft spurð að því hvort ég eigi fyrirbura sjálf og hafi þess vegna leiðst út í þetta, en það er ekki málið. Ég datt bara alveg óvart inn í þennan heim," bætir hún við, en í gegnum hönnun línunnar hefur Berglind meðal annars leiðst inn í styrktarfélagið Líf, sem er til handa kvennadeild Landspítalans, og situr þar í fjáröflunarnefnd. Fyrirburar þurfa oftar en ekki að vera tengdir við vélar fyrstu daga lífs síns og taka allar flíkur Tamiko-línunnar mið af því. Lítið gat er á hlið þeirra fyrir snúrurnar sem börnin þurfa oft að vera tengd við og auk þess er allur fatnaðurinn mjög opnanlegur. Notuð er þynnri bómull en í venjuleg barnaföt og mikið er lagt upp úr því að hafa fötin sem þægilegust fyrir börnin. "Allar myndir á flíkunum eru prentaðar á með mjúku prenti svo þær þola mikinn þvott og eru ekki með þessu harða og óþægilega bakspjaldi sem er oft á barnafötum," segir Berglind en allar myndirnar eru sérteiknaðar fyrir hana með það fyrir augum að þær endurspegli ást, kærleika og hlýju. Fötin koma í stærðum 38, 44 og 50 og er til sölu í Móðurást í Kópavogi og á Amazon í Bretlandi en reiknað er með að þau komi inn á ameríska Amazon síðar í mánuðinum.Berglind byrjaði með Baby Grappling-gallana árið 2008 og hafa þeir slegið í gegn. Sérstaklega hefur salan verið mikil í Bandaríkjunum, en hún selur þá á Amazon, auk þess sem þeir eru í verslunum Útilífs og í Óðinsbúð í Mjölni. Mynd/Ernir
Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira