Kynlíf án fullnægingar Sigga Dögg skrifar 31. janúar 2013 20:00 SPURNING: Mig langar til að bera undir þig eftirfarandi. Það er þannig að ég nýt kynlífs og finnst ekkert betra en að stunda kynlíf og njóta ástar og nándar við mann sem ég hef miklar tilfinningar til. Það sem málið snýst um er að ég fæ ekki fullnægingu og finnst það ekkert mál því ég nýt kynlífsins að öllu leyti og er alltaf til í kynlíf með viðkomandi. Þetta verður meira vandamál í hans huga, því hann heldur að hann sé ekki að standa sig og við eigum kannski ekki saman kynferðislega. Það er ekki þannig því ég hef alltaf verið svona og ég hef margoft sagt honum það og er þetta nú að verða að miklu vandamáli hjá okkur. Ég er 45 ára og hef stundað sjálfsfróun og á hjálpartæki, en málið er það að mér finnst sú fullnæging í raun og veru að vissu leyti óþægileg, þar sem hún verður of kröftug. Þannig að ég sækist ekki eftir því. Ég fæ vissulega mikla örvun og ánægju og líður vel án þessarar kröftugu fullnægingar. Eru einhver ráð sem þú getur gefið mér í þessari stöðu, er t.d. eitthvað hægt að gera til að milda fullnæginguna? SVAR: Þú kemur inn á mikilvægan punkt og það er að það er hægt að njóta kynlífs án fullnægingar og á þetta kannski frekar við konur en karla. Ég hef oft talað um mikilvægi fullnægingar en auðvitað er það öll kynlífsupplifunin sem skiptir máli en ekki bara nokkrar sekúndur í blálokin. Sumir karlmenn virðast eiga erfitt með að skilja þetta þar sem þetta er oft þeirra hápunktur og er þeir ná honum lýkur kynlífinu, allavega um stund. Fullnæging skilgreinir hvorki upphaf né enda í kynlífi kvenna því flestar geta haldið áfram óháð því hvort fullnægingu er náð. Þetta gleymist í umræðunni um kynlífsupplifun og oft er einblínt á fjölda fullnæginga kvenna þegar staðreyndin er sú að margar ná ekki einu sinni einni fullnægingu en njóta sín engu að síður. Þegar þú lýsir of kröftugri fullnægingu þá velti ég því fyrir mér hvort þú upplifir of mikla ertingu í kynfærunum eða hvort almenn líkamleg upplifun sé of mikil. Ertingu í kynfærum má milda, til dæmis með sleipiefni eða óbeinni örvun á snípinn eða þann stað sem er mjög næmur. Þú getur líka kíkt til læknis til að ganga úr skugga um að allt sé í lagi. Ekki myndi það skemma fyrir ef kynlífsfélagi þinn myndi lesa þennan pistil og læra að hlusta á það sem þú segir og treysta því að þú meinir það sem þú segir, og segir það sem þú meinar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigga Dögg Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
SPURNING: Mig langar til að bera undir þig eftirfarandi. Það er þannig að ég nýt kynlífs og finnst ekkert betra en að stunda kynlíf og njóta ástar og nándar við mann sem ég hef miklar tilfinningar til. Það sem málið snýst um er að ég fæ ekki fullnægingu og finnst það ekkert mál því ég nýt kynlífsins að öllu leyti og er alltaf til í kynlíf með viðkomandi. Þetta verður meira vandamál í hans huga, því hann heldur að hann sé ekki að standa sig og við eigum kannski ekki saman kynferðislega. Það er ekki þannig því ég hef alltaf verið svona og ég hef margoft sagt honum það og er þetta nú að verða að miklu vandamáli hjá okkur. Ég er 45 ára og hef stundað sjálfsfróun og á hjálpartæki, en málið er það að mér finnst sú fullnæging í raun og veru að vissu leyti óþægileg, þar sem hún verður of kröftug. Þannig að ég sækist ekki eftir því. Ég fæ vissulega mikla örvun og ánægju og líður vel án þessarar kröftugu fullnægingar. Eru einhver ráð sem þú getur gefið mér í þessari stöðu, er t.d. eitthvað hægt að gera til að milda fullnæginguna? SVAR: Þú kemur inn á mikilvægan punkt og það er að það er hægt að njóta kynlífs án fullnægingar og á þetta kannski frekar við konur en karla. Ég hef oft talað um mikilvægi fullnægingar en auðvitað er það öll kynlífsupplifunin sem skiptir máli en ekki bara nokkrar sekúndur í blálokin. Sumir karlmenn virðast eiga erfitt með að skilja þetta þar sem þetta er oft þeirra hápunktur og er þeir ná honum lýkur kynlífinu, allavega um stund. Fullnæging skilgreinir hvorki upphaf né enda í kynlífi kvenna því flestar geta haldið áfram óháð því hvort fullnægingu er náð. Þetta gleymist í umræðunni um kynlífsupplifun og oft er einblínt á fjölda fullnæginga kvenna þegar staðreyndin er sú að margar ná ekki einu sinni einni fullnægingu en njóta sín engu að síður. Þegar þú lýsir of kröftugri fullnægingu þá velti ég því fyrir mér hvort þú upplifir of mikla ertingu í kynfærunum eða hvort almenn líkamleg upplifun sé of mikil. Ertingu í kynfærum má milda, til dæmis með sleipiefni eða óbeinni örvun á snípinn eða þann stað sem er mjög næmur. Þú getur líka kíkt til læknis til að ganga úr skugga um að allt sé í lagi. Ekki myndi það skemma fyrir ef kynlífsfélagi þinn myndi lesa þennan pistil og læra að hlusta á það sem þú segir og treysta því að þú meinir það sem þú segir, og segir það sem þú meinar.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun