Ein sú eftirsóttasta í Hollywood 26. janúar 2013 07:00 Jessica Chastain á Golden Globe-hátíðinni þar sem hún var verðlaunuð fyrir leik sinn í Zero Dark Thirty.nordicphotos/getty Bandaríska leikkonan Jessica Chastain leikur aðalhlutverkið í tveimur vinsælustu kvikmyndunum vestanhafs, samkvæmt tekjulista sem var birtur eftir síðustu helgi. Afar fátítt er að sama manneskjan leiki í tveimur efstu myndunum og jafnvel enn fátíðara að um leikkonu sé að ræða. Þessar tvær toppmyndir eru hryllingsmyndin Mama og Zero Dark Thirty. Fyrir hlutverk sitt í síðarnefndu myndinni, sem fjallar um leitina að Osama bin Laden, var Chastain tilnefnd til Óskarsverðlaunanna. Mama fjallar um parið Lucas og Annebel sem ákveður að ala upp tvær litlar frænkur Lucas sem voru skildar eftir aleinar í skógi fimm árum áður. Chastain hefur risið hratt upp á stjörnuhiminninn að undanförnu og er hún orðin ein eftirsóttasta leikkonan í Hollywood. Skemmst er að minnast þess er hún hlaut Golden Globe-verðlaunin sem besta aðalleikkonan fyrir hlutverkið í Zero Dark Thirty. Þessi 35 ára Kaliforníumær gekk í Juilliard-leiklistarskólann eftir að hafa fengið styrk frá Robin Williams. Þorvaldur Davíð Kristjánsson varð einmitt fyrsti Íslendingurinn til að komast inn í leiklistardeild Juilliard og hann hlaut einnig Robin Williams-styrk eftir að hann var kominn í skólann. Chastain hóf feril sinn í sjónvarpsþáttum á borð við ER, Veronica Mars, Law & Order og bresku þáttunum Agatha Christie‘s Poirot. Árið 2011 var hennar ár því þá komu út sjö kvikmyndir með henni, þar á meðal The Tree of Life í leikstjórn Terrence Malick, Texas Killing Fields og The Help. Hún hlaut tilnefningu til Óskarsins fyrir þá síðastnefndu. Auk Mama og Zero Dark Thirty eru tvær nýjar myndir væntanlegar frá Chastain, eða tvíburamyndirnar The Disappearance of Eleanor Rigby: His og The Disappearance of Eleanor Rigby: Hers þar sem hún leikur á móti James McAvoy. Golden Globes Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira
Bandaríska leikkonan Jessica Chastain leikur aðalhlutverkið í tveimur vinsælustu kvikmyndunum vestanhafs, samkvæmt tekjulista sem var birtur eftir síðustu helgi. Afar fátítt er að sama manneskjan leiki í tveimur efstu myndunum og jafnvel enn fátíðara að um leikkonu sé að ræða. Þessar tvær toppmyndir eru hryllingsmyndin Mama og Zero Dark Thirty. Fyrir hlutverk sitt í síðarnefndu myndinni, sem fjallar um leitina að Osama bin Laden, var Chastain tilnefnd til Óskarsverðlaunanna. Mama fjallar um parið Lucas og Annebel sem ákveður að ala upp tvær litlar frænkur Lucas sem voru skildar eftir aleinar í skógi fimm árum áður. Chastain hefur risið hratt upp á stjörnuhiminninn að undanförnu og er hún orðin ein eftirsóttasta leikkonan í Hollywood. Skemmst er að minnast þess er hún hlaut Golden Globe-verðlaunin sem besta aðalleikkonan fyrir hlutverkið í Zero Dark Thirty. Þessi 35 ára Kaliforníumær gekk í Juilliard-leiklistarskólann eftir að hafa fengið styrk frá Robin Williams. Þorvaldur Davíð Kristjánsson varð einmitt fyrsti Íslendingurinn til að komast inn í leiklistardeild Juilliard og hann hlaut einnig Robin Williams-styrk eftir að hann var kominn í skólann. Chastain hóf feril sinn í sjónvarpsþáttum á borð við ER, Veronica Mars, Law & Order og bresku þáttunum Agatha Christie‘s Poirot. Árið 2011 var hennar ár því þá komu út sjö kvikmyndir með henni, þar á meðal The Tree of Life í leikstjórn Terrence Malick, Texas Killing Fields og The Help. Hún hlaut tilnefningu til Óskarsins fyrir þá síðastnefndu. Auk Mama og Zero Dark Thirty eru tvær nýjar myndir væntanlegar frá Chastain, eða tvíburamyndirnar The Disappearance of Eleanor Rigby: His og The Disappearance of Eleanor Rigby: Hers þar sem hún leikur á móti James McAvoy.
Golden Globes Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira