Tónlist

Bloodgroup á leiðinni með glænýja plötu

Bloodgroup gefur út nýja plötu 4. febrúar sem heitir Tracing Echoes.
Bloodgroup gefur út nýja plötu 4. febrúar sem heitir Tracing Echoes.
Þriðja plata elektrósveitarinnar Bloodgroup kemur út 4. febrúar og heitir Tracing Echoes.

Fyrsta smáskífulagið, Fall, hefur hljómað í útvarpinu undanfarið. Það fékk á dögunum umfjöllun hjá enska blaðinu Guardian. „Hljómsveitin nær að aðskilja sig frá áhrifavöldum sínum með stórum poppmelódíum sínum. Þrátt fyrir alla tilraunakenndu hljómana og hljóðgervlahávaðann er það hið æðislega viðlag sem gerir gæfumuninn í laginu,“ sagði gagnrýnandinn.

Tracing Echoes kemur út hjá Kölska á Íslandi en erlendis á vegum AdP, sem gaf einnig út síðustu plötu sveitarinnar Dry Land, og Sugarcane Recordings, sem er með David Lynch, Hot Chip og Hercules & Love Affair á sínum snærum.

Forsala á plötunni verður á Tonlist.is frá og með 31. janúar. Einnig verður hægt að hlýða á plötuna í hlustunarpartíi á hárgreiðslustofunni Sjoppunni annað kvöld klukkan 21.

Bloodgroup gerði nýverið samning við umboðsskrifstofuna Projekta og heldur í tónleikaferð um Evrópu stuttu eftir útgáfu Tracing Echoes sem verður nánar tilkynnt um síðar. Það stefnir því allt í annasamt ár hjá sveitinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.