Litrík saga öskubakka rakin í lokaritgerð 16. janúar 2013 07:00 Ritgerð um öskubakka Hjörtur Matthías Skúlason, nemandi í vöruhönnun, fjallaði um öskubakka í lokaritgerð sinni.fréttablaðið/valli Hjörtur Matthías Skúlason, nemandi í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands, gerði öskubakka að umfjöllunarefni lokaritgerðar sinnar í faginu. Hann segir fáar heimildir til um þetta þarfaþing reykingamannsins. „Öskubakki er hlutur sem var áður til á flestum stöðum; heimilum, vinnustöðum, samkomuhúsum og opinberum byggingum, en er nú að deyja út. Það sem vakti athygli mína var að mörg af stærstu hönnunarhúsum heims hafa framleitt öskubakka sem síðan hafa orðið „icon“ í hönnunarsögunni. Í dag er enginn að hanna öskubakka lengur, og þeir nánast horfnir úr menningu okkar og stubbahúsin komin í þeirra stað,“ útskýrir Hjörtur, sem reykir ekki sjálfur. Hann viðurkennir að það hafi gengið illa að afla heimilda um þennan húsmun, enda lítið skrifað um hann, sögu hans og þróun. „Það sem kom mér mest á óvart var að í upphafi reyktu aðeins karlar. Á viktoríutímabilinu þótti til dæmis alls ekki fínt að konur reyktu, og í raun byrjuðu þær ekki að reykja fyrr en um og eftir 1920. Það athyglisverða er að um svipað leyti og konur fóru að reykja fór hönnun á öskubökkum af stað.“ Ritgerðin er um fjörutíu síður allt í allt og Hjörtur kemur víða við í henni. Hann tengir efnið meðal annars við menningu, tískustrauma og hönnunarsögu. Spurður út í útskriftarverkefnið, sem Hjörtur er nú í óða önn að undirbúa, segir hann það alveg ótengt ritgerðarefninu. „Það er ekki öskubakki,“ segir hann hlæjandi að lokum.- sm Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Gurrý selur slotið Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Hjörtur Matthías Skúlason, nemandi í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands, gerði öskubakka að umfjöllunarefni lokaritgerðar sinnar í faginu. Hann segir fáar heimildir til um þetta þarfaþing reykingamannsins. „Öskubakki er hlutur sem var áður til á flestum stöðum; heimilum, vinnustöðum, samkomuhúsum og opinberum byggingum, en er nú að deyja út. Það sem vakti athygli mína var að mörg af stærstu hönnunarhúsum heims hafa framleitt öskubakka sem síðan hafa orðið „icon“ í hönnunarsögunni. Í dag er enginn að hanna öskubakka lengur, og þeir nánast horfnir úr menningu okkar og stubbahúsin komin í þeirra stað,“ útskýrir Hjörtur, sem reykir ekki sjálfur. Hann viðurkennir að það hafi gengið illa að afla heimilda um þennan húsmun, enda lítið skrifað um hann, sögu hans og þróun. „Það sem kom mér mest á óvart var að í upphafi reyktu aðeins karlar. Á viktoríutímabilinu þótti til dæmis alls ekki fínt að konur reyktu, og í raun byrjuðu þær ekki að reykja fyrr en um og eftir 1920. Það athyglisverða er að um svipað leyti og konur fóru að reykja fór hönnun á öskubökkum af stað.“ Ritgerðin er um fjörutíu síður allt í allt og Hjörtur kemur víða við í henni. Hann tengir efnið meðal annars við menningu, tískustrauma og hönnunarsögu. Spurður út í útskriftarverkefnið, sem Hjörtur er nú í óða önn að undirbúa, segir hann það alveg ótengt ritgerðarefninu. „Það er ekki öskubakki,“ segir hann hlæjandi að lokum.- sm
Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Gurrý selur slotið Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira