Tónlist

Hverjir taka þátt í Eurovision?

Tilkynnt hefur verið um flytjendur í Söngvakeppninni í ár en hún er undankeppni Eurovision. Alls eru tólf lög í úrslitum. Margir þaulvanir Eurosvision-keppendur taka þátt í ár en af þrettán flytjendum hafa átta þeirra flutt lag í keppninni áður. Þar af hafa tveir unnið keppnina og farið utan sem fulltrúar Íslands. Fimm flytjendanna fluttu einnig lög í úrslitum keppninnar 2011, þau Haraldur, Erna Hrönn, Jóhanna Guðrún, Jógvan og Magni. Það ár flutti Pétur Örn einnig lag, en hann er einn af lagahöfundunum í ár. Magni Ásgeirsson er þó eini flytjandinn frá því í fyrra sem tekur þátt aftur í ár. Lögin tólf skiptast niður á tvær forkeppnir og komast sex lög áfram í úrslitin, mögulega sjö ef mjótt verður á munum. Í úrslitakeppninni gilda atkvæði þjóðarinnar til helmings við atkvæði sérstakar dómnefndar, sem endranær. Sú breyting verður þó á í ár að þau tvö efstu heyja einvígi sín á milli og verða flutt aftur þegar úrslitin liggja fyrir. Áhorfendur fá þá tækifæri til að kjósa á milli þeirra tveggja og það sem sigrar þá kosningu sigrar keppnina. Valið um sigurlagið liggur því að lokum hjá þjóðinni en á síðasta ári sköpuðust umræður um vægi dómnefndar. Undankeppnirnar fara fram 25. og 26. janúar í Hörpu og úrslitin þann 2. febrúar. Það kemur í hlut Þórhalls Gunnarssonar og Guðrúnar Dísar Emilsdóttur að kynna keppnina í ár en bæði stíga þau sín fyrstu skref í Söngvakeppninni. Meðal andanna
Birgitta Haukdal/Söngkona
Birgitta Haukdal Höf: Birgitta Haukdal, Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir og Jonas Gladnikoff, Michael James Down og Primoz Poglajen Birgitta vann keppnina árið 2003 og lenti í áttunda sæti í Riga með lagið Open Your Heart. Árið 2006 sneri hún aftur með lagið Mynd af þér og tveimur árum síðar flutti hún lagið Núna veit ég með Magna. Skuggamynd
Klara Ósk Elíasdóttir.
Klara Ósk Elíasdóttir Höf: Hallgrímur Óskarsson, Ashley Hicklin og Bragi Valdimar Skúlason Þetta er frumraun Klöru Óskar í keppninni, en hún hefur skapað sér nafn með hljómsveitinni Charlies. Þú
Jóhanna Guðrún, Davíð Sigurgeirsson
Jóhanna Guðrún Jónsdóttir Höf: Davíð Sigurgeirsson Jóhanna Guðrún jafnaði okkar besta árangur í Eurovision árið 2009 þegar hún lenti í öðru sæti í Moskvu með lagið Is It True? Hún tók aftur þátt í keppninni hér heima árið 2011, með lagið Nótt. Hún er kærasta höfundar lagsins, Davíðs. Ekki líta undan
Magni Ásgeirsson, söngvari hljómsveitarinnar Á móti sól
Magni Ásgeirsson Höf: Sveinn Rúnar Sigurðsson og Ingibjörg Gunnarsdóttir Magni lenti í þriðja sæti í fyrra með lagið Hugarró og landaði öðru sætinu með lagið Ég trúi á betra líf árið 2011. Árið 2008 söng hann lagið Núna veit ég með Birgittu Haukdal og 2006 flutti hann Flottur karl, Sæmi rokk. Stund með þér
Sylvía Erla Scheving.
Sylvía Erla Scheving Höf: María Björk Sverrisdóttir Sylvía er sextán ára dóttir Magnúsar Scheving og einn af nýliðum ársins. Hún er nemi í söngskóla Maríu Bjarkar. Sylvía hefur einnig lært söng hjá Birgittu Haukdal og segir furðulegt að keppa við lærimeistarann. Ég á líf
Eyþór
Eyþór Ingi Gunnlaugsson Höf: Örlygur Smári og Pétur Örn Guðmundsson Eyþór Ingi stígur nú á svið Söngvakeppninnar í fyrsta skipti. Augnablik
Erna Hrönn Ólafsdóttir, söng-og leikkona
Erna Hrönn Ólafsdóttir Höf: Sveinn Rúnar Sigurðsson og Ingibjörg Gunnarsdóttir Erna Hrönn hefur margoft sungið bakraddir í keppninni og fylgt Eurovision-hópnum utan árin 2009 og 2010. 2007 var hún í aðalhlutverki á sviðinu þegar hún söng lagið Örlagadís og aftur 2011, þá með lagið Ástin mín eina. Lífið snýst Svavar Knútur Kristinsson og Hreindís Ylva Garðarsdóttir Hólm Höf: Hallgrímur Óskarsson og Svavar Knútur Kristinsson Svavar Knútur var í aukahlutverki í laginu Undir regnboganum árið 2009. Það sama ár þreytti Hreindís Ylva frumraun sína í keppninni þegar hún söng lag ömmu sinnar, Vornótt. Sá sem lætur hjartað ráða för Edda Viðarsdóttir Höf: Þórir Úlfarsson og Kristján Hreinsson Edda er nýliði í keppninni en hún er eiginkona lagahöfundarins Þóris. Ég syng! Unnur Eggertsdóttir Höf: Elíza Newman, Gísli Kristjánsson, Ken Rose og Hulda G. Geirsdóttir Unnur tekur þátt í fyrsta skipti. Til þín Jógvan Hansen og Stefanía Svavarsdóttir Höf: Sveinn Rúnar Sigurðsson og Ágúst Ibsen Jógvan hefur tekið þátt í keppninni þrisvar sinnum áður. Hann mætti með lagið Ég lofa árið 2011, 2010 flutti hann One More Day og 2009 lagið I Think the World of You. Stefanía er minna kunnug keppninni en hún var í bakröddum í lagi Herberts Guðmundssonar, Eilíf ást, í fyrra. Vinátta Haraldur Reynisson Höf: Haraldur Reynisson Haraldur tók þátt í keppninni 2011, þá einnig með eigið lag sem ber heitið Ef ég hefði vængi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.