Umræðuþræðinum lokað Pawel Bartoszek skrifar 11. janúar 2013 06:00 Mér hefur verið boðið að hitta fulltrúa Feneyjanefndarinnar þegar þeir verða hér á landi til að kynna sér drög að nýrri stjórnarskrá. Ætli ég segi bara ekki við þá að í raun viljum við Íslendingar ekki fá að heyra skoðun annarra á stjórnarskránni. Ekki lengur. Það sé orðið of seint. Reyndar ekki of seint fyrir hrós en vilji einhver koma með ábendingar um hluti í frumvarpinu sem mættu betur fara þá sé tíminn útrunninn. Því þjóðin hefur talað. Já, þjóðin. Mér finnst sjálfum erfitt að tala fyrir hönd heillar þjóðar og ég myndi vilja sem minnst af því gera. Eða hlaða á þjóðina skoðunum og einkennum og láta hana segja hluti í aðfaraorðum stjórnarskráa. Þjóð er bara samansafn af einstaklingum. Þjóð getur varla haft skoðun nema að nánast allir sem henni tilheyra séu á þeirri skoðun. Þjóð til dæmis er vart kristin ef fjölmargir sem henni tilheyra eru það ekki. En það er önnur saga. Aðrir eiga auðveldara með að túlka það sem þjóðin vill. Þorvaldur Gylfason: „Lestin er komin á teinana. Þjóðin sagði skoðun sína með skýrum og afdráttarlausum hætti í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október. Alþingis bíður nú það eitt að ganga frá málinu í samræmi við vilja þjóðarinnar. Alþingi getur ef það vill innsiglað lýðræðislega kjölfestu ferlisins með því að leggja endanlega gerð frumvarpsins í dóm þjóðarinnar að nýju samhliða alþingiskosningunum 27. apríl nk." Örn Bárður Jónsson: „[Fulltrúar í stjórnlagaráði] hafa margir hverjir orðið fyrir vonbrigðum þegar sniglum líkir einstaklingar hafa loks rænu á að tjá sig, löngu eftir að ferlinu lauk og meira að segja eftir að þjóðin hafði sagt álit sitt í þjóðaratkvæðagreiðslu." Ég er ekki að segja að slíkt orðfæri hafi aldrei heyrst áður. En þessu fylgja hættur. Nú er einhver kannski ekki lengur bara ósammála Þorvaldi Gylfasyni heldur ósammála þjóðinni. Við getum búið til orð fyrir þetta: „Þjóðlast – það að vera ósammála þjóðinni." Menn mega hafa sína skoðun á því hvenær loka eigi umræðuþræðinum um stjórnarskrána en ég er þeim Erni Bárði og Þorvaldi ósammála. Stjórnarskráin sjálf tilgreinir hvernig henni skuli breytt. Nú er þingið að ræða tillögurnar. Það er að sjálfsögðu hárréttur tími til að koma með ábendingar og gagnrýni. Hefði þingið beðið um umsagnir utan úr þjóðfélaginu og kallað eftir áliti Feneyjanefndar Evrópuráðsins ef satt væri að „umræðum væri lokið?" Auðvitað ekki.„Kjósa um málið strax í vor!" Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sagði á sínum tíma þetta í áliti sínu vegna þjóðaratkvæðisins 20. október: „Meiri hlutinn er þeirrar skoðunar að frumvarp Alþingis, að aflokinni síðari samþykkt þess skv. 79. gr. gildandi stjórnarskrár, eigi að bera undir þjóðina til endanlegrar staðfestingar og gildistöku í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu." Nú vilja menn breyta leikreglunum og kjósa um málið strax í apríl. Hvers vegna? Ætli heitustu stuðningsmenn frumvarpsins hugsi þetta ekki svona: „Jafnvel þótt ekki verði þingmeirihluti fyrir frumvarpinu eftir kosningar (segjum að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn nái góðri kosningu) þá mun „já" í þjóðaratkvæðagreiðslu neyða þingið til að samþykkja frumvarpið engu að síður." En það sem sumir líta á sem kost er í raun aðför að sjálfstæði þingsins og þar með grunnstoðum lýðræðisins. Þótt þingmeirihluti geti ef til vill skuldbundið sjálfan sig pólitískt með ráðgefandi þjóðaratkvæði getur hann ekki ákveðið að skuldbinda aðra, enn ókjörna, þingmenn með sama hætti. Og treyst á að „allt verði brjálað" ef þeir voga sér að fylgja stjórnarskránni og fara eftir sannfæringu sinni. Þingið getur gert tillögur að breytingum að stjórnarskrá í takt við sannfæringu þeirra þingmanna sem þar sitja. Ég óska þeim raunar velfarnaðar í því starfi. Margt í vinnu sérfræðinganefndarinnar var frumvarpinu til bóta og ég fagna því að menn hafi beðið um umsögn Feneyjanefndarinnar. Þetta getur enn farið vel. En ætli menn að setja málið í þjóðaratkvæði eftir rúma þrjá mánuði, í bullandi ósætti og þvert á fyrri fyrirheit meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, þá mun ég sjálfur mæta niður á Austurvöll og hella upp á kaffi fyrir Birgi Ármannsson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun
Mér hefur verið boðið að hitta fulltrúa Feneyjanefndarinnar þegar þeir verða hér á landi til að kynna sér drög að nýrri stjórnarskrá. Ætli ég segi bara ekki við þá að í raun viljum við Íslendingar ekki fá að heyra skoðun annarra á stjórnarskránni. Ekki lengur. Það sé orðið of seint. Reyndar ekki of seint fyrir hrós en vilji einhver koma með ábendingar um hluti í frumvarpinu sem mættu betur fara þá sé tíminn útrunninn. Því þjóðin hefur talað. Já, þjóðin. Mér finnst sjálfum erfitt að tala fyrir hönd heillar þjóðar og ég myndi vilja sem minnst af því gera. Eða hlaða á þjóðina skoðunum og einkennum og láta hana segja hluti í aðfaraorðum stjórnarskráa. Þjóð er bara samansafn af einstaklingum. Þjóð getur varla haft skoðun nema að nánast allir sem henni tilheyra séu á þeirri skoðun. Þjóð til dæmis er vart kristin ef fjölmargir sem henni tilheyra eru það ekki. En það er önnur saga. Aðrir eiga auðveldara með að túlka það sem þjóðin vill. Þorvaldur Gylfason: „Lestin er komin á teinana. Þjóðin sagði skoðun sína með skýrum og afdráttarlausum hætti í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október. Alþingis bíður nú það eitt að ganga frá málinu í samræmi við vilja þjóðarinnar. Alþingi getur ef það vill innsiglað lýðræðislega kjölfestu ferlisins með því að leggja endanlega gerð frumvarpsins í dóm þjóðarinnar að nýju samhliða alþingiskosningunum 27. apríl nk." Örn Bárður Jónsson: „[Fulltrúar í stjórnlagaráði] hafa margir hverjir orðið fyrir vonbrigðum þegar sniglum líkir einstaklingar hafa loks rænu á að tjá sig, löngu eftir að ferlinu lauk og meira að segja eftir að þjóðin hafði sagt álit sitt í þjóðaratkvæðagreiðslu." Ég er ekki að segja að slíkt orðfæri hafi aldrei heyrst áður. En þessu fylgja hættur. Nú er einhver kannski ekki lengur bara ósammála Þorvaldi Gylfasyni heldur ósammála þjóðinni. Við getum búið til orð fyrir þetta: „Þjóðlast – það að vera ósammála þjóðinni." Menn mega hafa sína skoðun á því hvenær loka eigi umræðuþræðinum um stjórnarskrána en ég er þeim Erni Bárði og Þorvaldi ósammála. Stjórnarskráin sjálf tilgreinir hvernig henni skuli breytt. Nú er þingið að ræða tillögurnar. Það er að sjálfsögðu hárréttur tími til að koma með ábendingar og gagnrýni. Hefði þingið beðið um umsagnir utan úr þjóðfélaginu og kallað eftir áliti Feneyjanefndar Evrópuráðsins ef satt væri að „umræðum væri lokið?" Auðvitað ekki.„Kjósa um málið strax í vor!" Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sagði á sínum tíma þetta í áliti sínu vegna þjóðaratkvæðisins 20. október: „Meiri hlutinn er þeirrar skoðunar að frumvarp Alþingis, að aflokinni síðari samþykkt þess skv. 79. gr. gildandi stjórnarskrár, eigi að bera undir þjóðina til endanlegrar staðfestingar og gildistöku í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu." Nú vilja menn breyta leikreglunum og kjósa um málið strax í apríl. Hvers vegna? Ætli heitustu stuðningsmenn frumvarpsins hugsi þetta ekki svona: „Jafnvel þótt ekki verði þingmeirihluti fyrir frumvarpinu eftir kosningar (segjum að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn nái góðri kosningu) þá mun „já" í þjóðaratkvæðagreiðslu neyða þingið til að samþykkja frumvarpið engu að síður." En það sem sumir líta á sem kost er í raun aðför að sjálfstæði þingsins og þar með grunnstoðum lýðræðisins. Þótt þingmeirihluti geti ef til vill skuldbundið sjálfan sig pólitískt með ráðgefandi þjóðaratkvæði getur hann ekki ákveðið að skuldbinda aðra, enn ókjörna, þingmenn með sama hætti. Og treyst á að „allt verði brjálað" ef þeir voga sér að fylgja stjórnarskránni og fara eftir sannfæringu sinni. Þingið getur gert tillögur að breytingum að stjórnarskrá í takt við sannfæringu þeirra þingmanna sem þar sitja. Ég óska þeim raunar velfarnaðar í því starfi. Margt í vinnu sérfræðinganefndarinnar var frumvarpinu til bóta og ég fagna því að menn hafi beðið um umsögn Feneyjanefndarinnar. Þetta getur enn farið vel. En ætli menn að setja málið í þjóðaratkvæði eftir rúma þrjá mánuði, í bullandi ósætti og þvert á fyrri fyrirheit meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, þá mun ég sjálfur mæta niður á Austurvöll og hella upp á kaffi fyrir Birgi Ármannsson.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun