Mest spennandi 2013 10. janúar 2013 14:30 Nick Cave Margar áhugaverðar plötur eru væntanlegar utan úr heimi árið 2013 sem tónlistaráhugamenn hljóta að vera spenntir fyrir. Eels, hugarfóstur Marks Everett, sendir frá sér Wonderful Glorious hinn 5. febrúar. Það verður tíunda hljóðsversplata sveitarinnar, en sú fyrsta, Beautiful Freak, kom út 1996 og vakti mikla athygli. Fimmtánda hljóðversplata Nick Cave and the Bad Seeds nefnist Push the Sky Away og kemur út 18. febrúar. Hún er sú fyrsta án stofnmeðlimsins Mick Harvey sem yfirgaf bandið fyrir þremur árum. Rappáhugamenn geta fagnað fimmtu hljóðversplötu 50 Cent. Hún nefnist Street King Immortal og kemur út núna í febrúar. Einnig gefur vinur hans Eminem út nýja plötu, þá fyrstu í þrjú ár. Hinn mikli Íslandsvinur John Grant sendir frá sér sína aðra plötu 11. mars. Hún nefnist Pale Green Ghosts og fylgir eftir Queen of Denmark frá 2010 sem gagnrýnendur hrifust mikið af. Sinéad O"Connor er gestasöngvari á plötunni, sem var tekin upp hér á landi með hjálp Bigga Veiru úr GusGus. Sama dag gefur David Bowie út sína fyrstu plötu í áratug, The Next Day, og verður forvitnilegt að heyra hvað hin 66 ára goðsögn hefur fram að færa. Sænska elektródúóið The Knife gefur út Shaking the Habitual 9. apríl. Síðasta plata sveitarinnar, Silent Shout, kom út 2006 við mjög góðar undirtektir gagnrýnenda en síðan þá hefur lítið spurst til systkinanna Karin Dreijer Andersson og Olof Dreijer. Rokkarar fá eitthvað fyrir sinn snúð á árinu því Queens of the Stone Age og Yeah Yeah Yeahs gefa báðar út nýtt efni í vor. Plata Queens of the Stone Age verður sú fyrsta frá sveitinni í sex ár, síðan Era Vulgaris kom út 2007, og í þetta sinn situr Dave Grohl aftur við trommusettið, sem hljóta að teljast góð tíðindi. Söngkonan Karen O og félagar í Yeah Yeah Yeahs gefa út sína fjórðu plötu. Sú síðasta, It"s Blitz, kom út 2009 og þótti vel heppnuð. Í poppdívudeildinni er nýtt efni væntanlegt einhvern tímann á árinu bæði frá Lady Gaga og Beyoncé. Plata hinnar fyrrnefndu kallast Artpop en nafn er ekki komið á útgáfu Beyoncé. Orðrómur er einnig uppi um að þær Katy Perry og Nicki Minaj séu með eitthvað nýtt í pokahorninu. Þá eru The Strokes, Pearl Jam, U2 og Beck að taka upp nýtt efni en óvíst er hvort það lítur dagsins ljós á þessu ári. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Margar áhugaverðar plötur eru væntanlegar utan úr heimi árið 2013 sem tónlistaráhugamenn hljóta að vera spenntir fyrir. Eels, hugarfóstur Marks Everett, sendir frá sér Wonderful Glorious hinn 5. febrúar. Það verður tíunda hljóðsversplata sveitarinnar, en sú fyrsta, Beautiful Freak, kom út 1996 og vakti mikla athygli. Fimmtánda hljóðversplata Nick Cave and the Bad Seeds nefnist Push the Sky Away og kemur út 18. febrúar. Hún er sú fyrsta án stofnmeðlimsins Mick Harvey sem yfirgaf bandið fyrir þremur árum. Rappáhugamenn geta fagnað fimmtu hljóðversplötu 50 Cent. Hún nefnist Street King Immortal og kemur út núna í febrúar. Einnig gefur vinur hans Eminem út nýja plötu, þá fyrstu í þrjú ár. Hinn mikli Íslandsvinur John Grant sendir frá sér sína aðra plötu 11. mars. Hún nefnist Pale Green Ghosts og fylgir eftir Queen of Denmark frá 2010 sem gagnrýnendur hrifust mikið af. Sinéad O"Connor er gestasöngvari á plötunni, sem var tekin upp hér á landi með hjálp Bigga Veiru úr GusGus. Sama dag gefur David Bowie út sína fyrstu plötu í áratug, The Next Day, og verður forvitnilegt að heyra hvað hin 66 ára goðsögn hefur fram að færa. Sænska elektródúóið The Knife gefur út Shaking the Habitual 9. apríl. Síðasta plata sveitarinnar, Silent Shout, kom út 2006 við mjög góðar undirtektir gagnrýnenda en síðan þá hefur lítið spurst til systkinanna Karin Dreijer Andersson og Olof Dreijer. Rokkarar fá eitthvað fyrir sinn snúð á árinu því Queens of the Stone Age og Yeah Yeah Yeahs gefa báðar út nýtt efni í vor. Plata Queens of the Stone Age verður sú fyrsta frá sveitinni í sex ár, síðan Era Vulgaris kom út 2007, og í þetta sinn situr Dave Grohl aftur við trommusettið, sem hljóta að teljast góð tíðindi. Söngkonan Karen O og félagar í Yeah Yeah Yeahs gefa út sína fjórðu plötu. Sú síðasta, It"s Blitz, kom út 2009 og þótti vel heppnuð. Í poppdívudeildinni er nýtt efni væntanlegt einhvern tímann á árinu bæði frá Lady Gaga og Beyoncé. Plata hinnar fyrrnefndu kallast Artpop en nafn er ekki komið á útgáfu Beyoncé. Orðrómur er einnig uppi um að þær Katy Perry og Nicki Minaj séu með eitthvað nýtt í pokahorninu. Þá eru The Strokes, Pearl Jam, U2 og Beck að taka upp nýtt efni en óvíst er hvort það lítur dagsins ljós á þessu ári. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira