Ástand og horfur Björn Þór Sigbjörnsson skrifar 8. janúar 2013 06:00 Ástandið í samfélaginu er slæmt. Og hefur verið frá hruni. Hver höndin er upp á móti annarri. Fólk rífst við allt og alla, um allt og alla, og ef enginn er til að rífast við þá rífst það við sjálft sig. Engar varanlegar úrbætur eru í farvatninu. Við eigum eftir að rífast hressilega fram að kosningum og enn meira að þeim loknum og svo allt næsta kjörtímabil. Ekki mun vanta fóðrið í rifrildisseríur næstu ára, ekki frekar en nú. Það getur verið ágætt að rífast annað slagið. Það er sagt að það hreinsi andrúmsloftið. Út frá þeim fræðum ætti andrúmsloftið á Íslandi að vera orðið dauðhreinsað en þannig er það auðvitað ekki. Hér er ekkert hreint enn þá. Hreint ekki. En kæru vinir, það er smá glæta. En reyndar bara tímabundin. Íslensk þjóð hefur alltaf staðið sem einn maður að baki handboltalandsliðinu. Deilumál, stór sem smá, hafa verið lögð til hliðar þegar strákarnir okkar eru að keppa og jafnvel verstu fjandmenn hafa grátið saman gleðitárum eftir góða sigra. Nú er liðið á leið til Spánar að keppa á heimsmeistaramótinu. Það gefur okkur færi á að hvíla okkur á rifrildum og setjast við viðtækin. Sameinuð. Ein þjóð. Ein sameinuð þjóð. Ein risastór en fámenn sameinuð þjóð sem gerir ekkert annað meðan á mótinu stendur en að hugsa hlýtt til strákanna sinna á milli þess sem hún horfir á leiki og talar við vini og óvini um glæsimörk gærdagsins og möguleika morgundagsins. Í hönd fara sem sagt býsna góðir tímar. Nokkrir góðir dagar án rifrildis. En hversu lengi mun þetta ástand vara? Það er nú það. Riðlakeppnin hefst á laugardaginn með leik gegn Rússum og lýkur föstudaginn 18. janúar þegar við mætum Katarmönnum. Daginn þann gæti friðurinn mögulega verið úti. En við erum bjartsýn. Liðið hlýtur að fara upp úr riðlinum. Það þýðir leik í sextán liða úrslitum 20. eða 21. janúar. Áfram erum við bjartsýn. Átta liða úrslitin fara fram 23. janúar. Jájá, leyfum okkur svolitla bjartsýni enn; undanúrslitaleikirnir eru leiknir 25. janúar. Og fyrst við erum komin svona langt þá er úrslitaleikurinn sunnudaginn 27. janúar. Friðartíminn gæti því staðið í heila níu daga. Og auðvitað töluvert lengur ef silfurdrengirnir koma nú heim með gullið. Engin pressa, strákar. Áfram Ísland! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Þór Sigbjörnsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Ástandið í samfélaginu er slæmt. Og hefur verið frá hruni. Hver höndin er upp á móti annarri. Fólk rífst við allt og alla, um allt og alla, og ef enginn er til að rífast við þá rífst það við sjálft sig. Engar varanlegar úrbætur eru í farvatninu. Við eigum eftir að rífast hressilega fram að kosningum og enn meira að þeim loknum og svo allt næsta kjörtímabil. Ekki mun vanta fóðrið í rifrildisseríur næstu ára, ekki frekar en nú. Það getur verið ágætt að rífast annað slagið. Það er sagt að það hreinsi andrúmsloftið. Út frá þeim fræðum ætti andrúmsloftið á Íslandi að vera orðið dauðhreinsað en þannig er það auðvitað ekki. Hér er ekkert hreint enn þá. Hreint ekki. En kæru vinir, það er smá glæta. En reyndar bara tímabundin. Íslensk þjóð hefur alltaf staðið sem einn maður að baki handboltalandsliðinu. Deilumál, stór sem smá, hafa verið lögð til hliðar þegar strákarnir okkar eru að keppa og jafnvel verstu fjandmenn hafa grátið saman gleðitárum eftir góða sigra. Nú er liðið á leið til Spánar að keppa á heimsmeistaramótinu. Það gefur okkur færi á að hvíla okkur á rifrildum og setjast við viðtækin. Sameinuð. Ein þjóð. Ein sameinuð þjóð. Ein risastór en fámenn sameinuð þjóð sem gerir ekkert annað meðan á mótinu stendur en að hugsa hlýtt til strákanna sinna á milli þess sem hún horfir á leiki og talar við vini og óvini um glæsimörk gærdagsins og möguleika morgundagsins. Í hönd fara sem sagt býsna góðir tímar. Nokkrir góðir dagar án rifrildis. En hversu lengi mun þetta ástand vara? Það er nú það. Riðlakeppnin hefst á laugardaginn með leik gegn Rússum og lýkur föstudaginn 18. janúar þegar við mætum Katarmönnum. Daginn þann gæti friðurinn mögulega verið úti. En við erum bjartsýn. Liðið hlýtur að fara upp úr riðlinum. Það þýðir leik í sextán liða úrslitum 20. eða 21. janúar. Áfram erum við bjartsýn. Átta liða úrslitin fara fram 23. janúar. Jájá, leyfum okkur svolitla bjartsýni enn; undanúrslitaleikirnir eru leiknir 25. janúar. Og fyrst við erum komin svona langt þá er úrslitaleikurinn sunnudaginn 27. janúar. Friðartíminn gæti því staðið í heila níu daga. Og auðvitað töluvert lengur ef silfurdrengirnir koma nú heim með gullið. Engin pressa, strákar. Áfram Ísland!
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun