Dýrð í dauðaþögn er söluhæsta frumraunin Freyr Bjarnason skrifar 7. janúar 2013 06:00 Dýrð í dauðaþögn með Ásgeiri Trausta er söluhæsta frumraun íslenskrar tónlistarsögu á Íslandi þegar tölur yfir útgáfuárið eru skoðaðar. Platan kom út í september og seldist í um 22 þúsund eintökum fyrir jólin, samkvæmt útgefandanum Senu, þegar allir söluaðilar og allar útgáfur plötunnar eru teknar með í reikninginn. Engin önnur frumraun hefur selst jafnmikið á útgáfuári sínu hér á landi. Of Monsters and Men hefur einnig selt sína fyrstu plötu, My Head Is An Animal, í um 22 þúsund eintökum samkvæmt Record Records en þær tölur ná yfir tvö ár. Platan kom út 2011 og seldist þá í um 9 þúsund eintökum. Á síðasta ári bættust um 13 þúsund eintök í sarpinn. Eiður Arnarsson hjá Senu, sem gaf út Dýrð í dauðaþögn, segir sig ekki hafa órað fyrir þessum gífurlegu vinsældum þegar hann fékk plötuna fyrst í hendurnar. "Það fyrsta sem ég sagði við samstarfsmenn mína var að við yrðum alla vega stoltir af að hafa gefið hana út. Þessu fylgdi von um að hún myndi standa undir sér," segir hann en þá hefði hún þurft að seljast í um tvö til þrjú þúsund eintökum. Annað átti heldur betur eftir að koma á daginn. Ásgeir Trausti fékk mikið umtal áður en platan kom og var eftirvæntingin eftir Dýrð í dauðaþögn því meiri en áður hafði þekkst varðandi fyrstu plötu tónlistarmanns. Eiður varð var við þetta og ákvað að panta auka upplag af plötunni áður en hún kom út, eitthvað sem hann hafði aldrei gert áður á löngum ferli sínum í bransanum. "Hálfum mánuði fyrir útgáfu vissi maður að hann var að fara að gera mjög vel. Það er sjaldan sem finnur svona rosalega sterkt undirliggjandi "buzz"," segir hann. Söluhæstu frumraunirnar (listi tekinn saman síðasta vor)Síðasta vor var tekinn saman listi um söluhæstu frumraunirnar.Lista yfir söluhæstu frumraunir íslenskrar tónlistarsögu má finna í tölum sem voru teknar saman m.a. fyrir útgáfu bókarinnar 100 bestu plötur Íslandssögunnar, sem kom út 2009, og voru uppfærðar síðasta vor vegna átaks FHF (Félags hljómplötuframleiðenda) vegna söluhæstu platna Íslandssögunnar. Sölutölurnar endurspegla langan tíma, eða frá útgáfudegi til síðasta vors. Samkvæmt þeim hefur Of Monsters and Men selt um 11 þúsund eintök af plötu sinni en frá síðasta vori hefur sú tala tvöfaldast og er listinn því ekki lengur marktækur hvað þá plötu varðar. Dýrð í dauðaþögn var ekki komin út þegar tölurnar voru teknar saman en væri núna í öðru af tveimur efstu sætunum ásamt My Head Is An Animal. Þetta er sérlega góður árangur því platan kom út í september í fyrra á meðan hinar plöturnar hafa verið fáanlegar í einhver ár eða áratugi. Svona leit listinn út síðasta vor: 1. Olga Guðrún Árnadóttir – Eniga meniga (1976) um 20.000 eintök 2. Stuðmenn – Sumar á Sýrlandi (1975) um 19.000 eintök 3. Írafár – Allt sem ég sé (2002) um 19.000 eintök 4. Garðar Cortes – Cortes (2005) um 16.000 eintök 5. Sigur Rós – Von (1997) um 16.000 eintök 6. Óskar Pétursson – Aldrei einn á ferð (2003) um 14.000 eintök 7. Bubbi Morthens – Ísbjarnarblús (1980) um 13.500 eintök 8. Lay Low – Please don't hate me (2006) um 11.500 eintök 9. Jóhanna Guðrún – 9 (2000) um 11.000 eintök 19. Mugison – Mugimama is this monkeymusic? (2004) um 11.000 eintök 11. Of monsters and men – My head is an animal (2011) um 11.000 eintök 12. Selma – I am (1999) um 10.500 eintök 13. Hjálmar – Hjálmar (2005) um 10.500 eintök 14. XXX Rottweiler hundar – XXX Rottweilerhundar (2001) um 10.500 eintök Tónlist Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Dýrð í dauðaþögn með Ásgeiri Trausta er söluhæsta frumraun íslenskrar tónlistarsögu á Íslandi þegar tölur yfir útgáfuárið eru skoðaðar. Platan kom út í september og seldist í um 22 þúsund eintökum fyrir jólin, samkvæmt útgefandanum Senu, þegar allir söluaðilar og allar útgáfur plötunnar eru teknar með í reikninginn. Engin önnur frumraun hefur selst jafnmikið á útgáfuári sínu hér á landi. Of Monsters and Men hefur einnig selt sína fyrstu plötu, My Head Is An Animal, í um 22 þúsund eintökum samkvæmt Record Records en þær tölur ná yfir tvö ár. Platan kom út 2011 og seldist þá í um 9 þúsund eintökum. Á síðasta ári bættust um 13 þúsund eintök í sarpinn. Eiður Arnarsson hjá Senu, sem gaf út Dýrð í dauðaþögn, segir sig ekki hafa órað fyrir þessum gífurlegu vinsældum þegar hann fékk plötuna fyrst í hendurnar. "Það fyrsta sem ég sagði við samstarfsmenn mína var að við yrðum alla vega stoltir af að hafa gefið hana út. Þessu fylgdi von um að hún myndi standa undir sér," segir hann en þá hefði hún þurft að seljast í um tvö til þrjú þúsund eintökum. Annað átti heldur betur eftir að koma á daginn. Ásgeir Trausti fékk mikið umtal áður en platan kom og var eftirvæntingin eftir Dýrð í dauðaþögn því meiri en áður hafði þekkst varðandi fyrstu plötu tónlistarmanns. Eiður varð var við þetta og ákvað að panta auka upplag af plötunni áður en hún kom út, eitthvað sem hann hafði aldrei gert áður á löngum ferli sínum í bransanum. "Hálfum mánuði fyrir útgáfu vissi maður að hann var að fara að gera mjög vel. Það er sjaldan sem finnur svona rosalega sterkt undirliggjandi "buzz"," segir hann. Söluhæstu frumraunirnar (listi tekinn saman síðasta vor)Síðasta vor var tekinn saman listi um söluhæstu frumraunirnar.Lista yfir söluhæstu frumraunir íslenskrar tónlistarsögu má finna í tölum sem voru teknar saman m.a. fyrir útgáfu bókarinnar 100 bestu plötur Íslandssögunnar, sem kom út 2009, og voru uppfærðar síðasta vor vegna átaks FHF (Félags hljómplötuframleiðenda) vegna söluhæstu platna Íslandssögunnar. Sölutölurnar endurspegla langan tíma, eða frá útgáfudegi til síðasta vors. Samkvæmt þeim hefur Of Monsters and Men selt um 11 þúsund eintök af plötu sinni en frá síðasta vori hefur sú tala tvöfaldast og er listinn því ekki lengur marktækur hvað þá plötu varðar. Dýrð í dauðaþögn var ekki komin út þegar tölurnar voru teknar saman en væri núna í öðru af tveimur efstu sætunum ásamt My Head Is An Animal. Þetta er sérlega góður árangur því platan kom út í september í fyrra á meðan hinar plöturnar hafa verið fáanlegar í einhver ár eða áratugi. Svona leit listinn út síðasta vor: 1. Olga Guðrún Árnadóttir – Eniga meniga (1976) um 20.000 eintök 2. Stuðmenn – Sumar á Sýrlandi (1975) um 19.000 eintök 3. Írafár – Allt sem ég sé (2002) um 19.000 eintök 4. Garðar Cortes – Cortes (2005) um 16.000 eintök 5. Sigur Rós – Von (1997) um 16.000 eintök 6. Óskar Pétursson – Aldrei einn á ferð (2003) um 14.000 eintök 7. Bubbi Morthens – Ísbjarnarblús (1980) um 13.500 eintök 8. Lay Low – Please don't hate me (2006) um 11.500 eintök 9. Jóhanna Guðrún – 9 (2000) um 11.000 eintök 19. Mugison – Mugimama is this monkeymusic? (2004) um 11.000 eintök 11. Of monsters and men – My head is an animal (2011) um 11.000 eintök 12. Selma – I am (1999) um 10.500 eintök 13. Hjálmar – Hjálmar (2005) um 10.500 eintök 14. XXX Rottweiler hundar – XXX Rottweilerhundar (2001) um 10.500 eintök
Tónlist Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira