Að gera allt eins Sigurður Árni Þórðarson skrifar 7. janúar 2013 06:00 Margir hafa komið sér upp svo ákveðnum jólakortastíl að efnistök eru fyrirsjáanleg. Sum jólakortin í ár voru nánast þau sömu og komu í fyrra. Ég fór að velta vöngum yfir vana. Grunur læddist að mér að flest sem við gerum væri endurtekning. Mér til furðu og raunar skelfingar komst ég að því að jólakort mín síðustu sjö ár voru nánast eins! Svo rak ég augu í að flestir vinir mínir á Facebook skrifa í flestum tilvikum svipaðar athugasemdir á síður sínar. Myndirnar eru líkrar gerðar. Svo fór ég að skoða lífshætti fólks, hvernig það ver dögum og hvað það gerir í vinnu og heima. Við höldum okkur á sömu slóðum, drekkum sama kaffið úr sama bollanum. Flestir tala við sama fólkið, hugsa sömu hugsanir, nota sömu orð og dást að sömu „köllunum" nú eða flokkunum og klisjum. Fólk byrjar daginn með ákveðnu móti og samkvæmt ákveðinni forskrift. Klósettferðin lík, morgunverðurinn sá sami allt árið. Vinna, ferðir og frí samkvæmt forskrift. Hversu gjöfult er þannig líf? Lífslag vélmennis? Erum við verur ofuríhalds og stöðnuð í endurtekningum okkar? Þorum við út fyrir þægindaramma hins þekkta og fyrirsjáanlega? Getur verið að lífið sé bara innan ramma eða býr lífsnautnin kannski aðallega handan hans? Ég er viss um og fullyrði að tilgangur lífsins verður aldrei fundinn í ytra formi eða umbúðum. Það er ástæða til að spyrja hvort forrit huga og hegðunar séu góð og henti lífsleikni eða ekki. Við ættum reglulega að endurskoða þau mynstur lífsins sem eru á okkar valdi. Vani er góður en til lítils ef hann skilar ekki lífsnautn. Allir þarfnast öryggis. En ramminn er ekki markmið heldur aðeins forsenda til að fólk geti undrast og glaðst. Ef lífið verður of vanabundið er hætta á að fólk fari á mis við hið góða og gjöfula. Vani getur jafnvel verið fyrsta stig dauðans því líf í vanaviðjum getur hindrað djúpar upplifanir og þar með þroska. Venjur og siðir eru lífsform en ekki inntak. Líf þarfnast ramma en líka sköpunar. Það þarfnast siðar en líka nýjungar, þarfnast venju en líka hátíðar. Allir þarfnast festu en líka ævintýris, hins djúpa og háleita. Ég tók afleiðingum af hugsunum mínum í upphafi árs. Í ár sleppi ég jólakortaskrifum. En stóra áramótaheitið sem ég strengdi er: Á þessu ári ætla ég að breytast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sr. Sigurður Árni Þórðarson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun
Margir hafa komið sér upp svo ákveðnum jólakortastíl að efnistök eru fyrirsjáanleg. Sum jólakortin í ár voru nánast þau sömu og komu í fyrra. Ég fór að velta vöngum yfir vana. Grunur læddist að mér að flest sem við gerum væri endurtekning. Mér til furðu og raunar skelfingar komst ég að því að jólakort mín síðustu sjö ár voru nánast eins! Svo rak ég augu í að flestir vinir mínir á Facebook skrifa í flestum tilvikum svipaðar athugasemdir á síður sínar. Myndirnar eru líkrar gerðar. Svo fór ég að skoða lífshætti fólks, hvernig það ver dögum og hvað það gerir í vinnu og heima. Við höldum okkur á sömu slóðum, drekkum sama kaffið úr sama bollanum. Flestir tala við sama fólkið, hugsa sömu hugsanir, nota sömu orð og dást að sömu „köllunum" nú eða flokkunum og klisjum. Fólk byrjar daginn með ákveðnu móti og samkvæmt ákveðinni forskrift. Klósettferðin lík, morgunverðurinn sá sami allt árið. Vinna, ferðir og frí samkvæmt forskrift. Hversu gjöfult er þannig líf? Lífslag vélmennis? Erum við verur ofuríhalds og stöðnuð í endurtekningum okkar? Þorum við út fyrir þægindaramma hins þekkta og fyrirsjáanlega? Getur verið að lífið sé bara innan ramma eða býr lífsnautnin kannski aðallega handan hans? Ég er viss um og fullyrði að tilgangur lífsins verður aldrei fundinn í ytra formi eða umbúðum. Það er ástæða til að spyrja hvort forrit huga og hegðunar séu góð og henti lífsleikni eða ekki. Við ættum reglulega að endurskoða þau mynstur lífsins sem eru á okkar valdi. Vani er góður en til lítils ef hann skilar ekki lífsnautn. Allir þarfnast öryggis. En ramminn er ekki markmið heldur aðeins forsenda til að fólk geti undrast og glaðst. Ef lífið verður of vanabundið er hætta á að fólk fari á mis við hið góða og gjöfula. Vani getur jafnvel verið fyrsta stig dauðans því líf í vanaviðjum getur hindrað djúpar upplifanir og þar með þroska. Venjur og siðir eru lífsform en ekki inntak. Líf þarfnast ramma en líka sköpunar. Það þarfnast siðar en líka nýjungar, þarfnast venju en líka hátíðar. Allir þarfnast festu en líka ævintýris, hins djúpa og háleita. Ég tók afleiðingum af hugsunum mínum í upphafi árs. Í ár sleppi ég jólakortaskrifum. En stóra áramótaheitið sem ég strengdi er: Á þessu ári ætla ég að breytast.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun